Telur staðgöngumæðrunarþjónustu ekki brjóta íslensk lög Kristín Ýrr Gunnarsdóttir skrifar 11. ágúst 2018 10:37 Ísraelska staðgöngumæðrunarfyrirtækið Tammuz Nordic ætlar að bjóða íslendingum upp á milligöngu um staðgöngumæðrun í haust en innan Íslands er hún ólögleg. Forsvarsmaður fyrirtækisins fullyrðir að þjónustan stangist ekki á við íslenska löggjöf. Mikkel Raahede, forsvarsmaður fyrirtækisins, segir það þó ekki ólöglegt fyrir Íslendinga að leita erlendis eftir þjónustunni. „Það að finna staðgöngumóður á Íslandi og undirgangast ferlið á Íslandi væri ólöglegt. En það er í raun löglegt fyrir íslenska ríkisborgara að fara til annarra landa þar sem þetta er heimilt, undirgangast staðgönguferlið þar og koma síðan heim með börn sín,” segir hann. Aðspurður afhverju Ísland varð fyrir valinu segir hann beiðnir hafa borist héðan um milligöngu og að hann trúi því að staðgöngumæðrun eigi að vera raunhæfur valkostur sem fólk á að vita um. Staðgöngumæðrun hefur lengi verið umdeild hér á landi en árið 2015 var lagt fyrir alþingi frumvarp til laga um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Í frumvarpinu var gengið út frá því að milliganga sem þessi væri óheimil. Frumvarpið var aldrei samþykkt á Alþingi. Mikkeler bendir á að það er vandað til verka hjá þeim og mjög ströngum reglum sé fylgt. „Staðgönguferlið yrði að fara fram í Bandaríkjunum, Úkraínu eða í Albaníu. Það er löglegt í fleiri löndum en við viljum ekki vinna þar af því að siðareglur um málefnið eru vafasamar. Þannig vinnum við ekki. Við erum mjög nákvæm þegar við veljum konurnar. Við förum eftir fjölda viðmiðana við valið og vinnum úr stórum hópi kvenna áður en þær eru valdar inn því það er afar mikilvægt að við finnum alveg réttu konurnar,” bendir hann á. Aðspurður hvort hann telji fyrirtækið vera að fara framhjá íslenskri löggjöf telur hann svo ekki vera. „Ég tel okkur ekki fara í kringum reglurnar því það er yfir 30 ára reynsla á staðgöngumæðrun í Bandaríkjunum. Þessi aðferð við að skapa fjölskyldu er réttmæt. Ég tel ósanngjarnt að fólk sé svift þessum möguleika bara af því að það hefur ólíka kynhneigð eða ef kona fæðist án legs. Þetta fólk getur samt orðið foreldrar. Fjöldi fólks getur hjálpað því að gerast foreldrar og ég tel að við eigum að gera því kleift að gera það.” Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Ísraelska staðgöngumæðrunarfyrirtækið Tammuz Nordic ætlar að bjóða íslendingum upp á milligöngu um staðgöngumæðrun í haust en innan Íslands er hún ólögleg. Forsvarsmaður fyrirtækisins fullyrðir að þjónustan stangist ekki á við íslenska löggjöf. Mikkel Raahede, forsvarsmaður fyrirtækisins, segir það þó ekki ólöglegt fyrir Íslendinga að leita erlendis eftir þjónustunni. „Það að finna staðgöngumóður á Íslandi og undirgangast ferlið á Íslandi væri ólöglegt. En það er í raun löglegt fyrir íslenska ríkisborgara að fara til annarra landa þar sem þetta er heimilt, undirgangast staðgönguferlið þar og koma síðan heim með börn sín,” segir hann. Aðspurður afhverju Ísland varð fyrir valinu segir hann beiðnir hafa borist héðan um milligöngu og að hann trúi því að staðgöngumæðrun eigi að vera raunhæfur valkostur sem fólk á að vita um. Staðgöngumæðrun hefur lengi verið umdeild hér á landi en árið 2015 var lagt fyrir alþingi frumvarp til laga um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Í frumvarpinu var gengið út frá því að milliganga sem þessi væri óheimil. Frumvarpið var aldrei samþykkt á Alþingi. Mikkeler bendir á að það er vandað til verka hjá þeim og mjög ströngum reglum sé fylgt. „Staðgönguferlið yrði að fara fram í Bandaríkjunum, Úkraínu eða í Albaníu. Það er löglegt í fleiri löndum en við viljum ekki vinna þar af því að siðareglur um málefnið eru vafasamar. Þannig vinnum við ekki. Við erum mjög nákvæm þegar við veljum konurnar. Við förum eftir fjölda viðmiðana við valið og vinnum úr stórum hópi kvenna áður en þær eru valdar inn því það er afar mikilvægt að við finnum alveg réttu konurnar,” bendir hann á. Aðspurður hvort hann telji fyrirtækið vera að fara framhjá íslenskri löggjöf telur hann svo ekki vera. „Ég tel okkur ekki fara í kringum reglurnar því það er yfir 30 ára reynsla á staðgöngumæðrun í Bandaríkjunum. Þessi aðferð við að skapa fjölskyldu er réttmæt. Ég tel ósanngjarnt að fólk sé svift þessum möguleika bara af því að það hefur ólíka kynhneigð eða ef kona fæðist án legs. Þetta fólk getur samt orðið foreldrar. Fjöldi fólks getur hjálpað því að gerast foreldrar og ég tel að við eigum að gera því kleift að gera það.”
Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira