Sagðir leika leik til að rýra réttindi sjómanna Sveinn Arnarsson skrifar 11. ágúst 2018 07:45 Frá mótmælum sjómanna á Austurvelli í Reykjavík vegna kvótafrumvarps fyrir sex árum. Fréttablaðið/Vilhelm Forsvarsmenn sjómannafélags Íslands gagnrýna það að sjómenn séu látnir skrifa undir tímabundna ráðningarsamninga við útgerðir sem þeir starfi hjá. Þetta rýri réttindi þeirra. Mál sem þessi hafa ratað á borð dómstóla og var rætt við síðustu samningagerð útgerðarfélaganna við sjómenn. Bergur Þorkelsson, gjaldkeri Sjómannafélags Íslands og sérfræðingur í réttindum sjómanna, segir útgerðirnar hafa leikið þennan leik að undanförnu. „Við höfum verið að sjá aukningu á þessum samningum sem við teljum í mörgum tilvikum vera óþarfa. Við hjá Sjómannasambandinu skiljum að útgerðir geti þurft að gera slíka samninga við sjómenn ef menn vita ekki hvort skip séu í söluferli eða einhver vafi leiki á því hvort skip verði í notkun útgerðar í náinni framtíð. Hins vegar er óeðlilegt að sjómenn skrifi nýjan tímabundinn ráðningarsamning í hvert skipti þegar þeir fari um borð í skipið sem þeir hafa kannski verið á um langa hríð,“ segir Bergur. Þetta hafi áhrif á réttindi þeirra þegar þeir eru í landi. „Ef sjómaður til að mynda verður veikur og kemst ekki á sjó vegna þessa getur hann ekki með nokkru móti sannað að hann hafi átt að fara á sjó þar sem hann hefur engan samning þar að lútandi. Því teljum við þetta ekki vera góða samninga fyrir okkar félagsmenn.“ Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, segir þetta auðvitað rýra réttindi sjómanna. „Við höfum farið með svona mál fyrir héraðsdóm og Hæstarétt. Hæstiréttur hefur kveðið upp þann dóm að útgerðum sé ekki heimilt að leika þennan leik nema að hámarki í tvö ár. Við munum fara áfram með svona mál fyrir dómstóla fyrir okkar félagsmenn ef þurfa þykir,“ segir Einar Hannes. „Við höfum verið að sjá svona samninga og þetta er leyfilegt í ákveðinn tíma.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var þetta fyrirkomulag nokkuð rætt milli sjómanna og útgerðanna í síðustu samningalotu þeirra án þess að niðurstaða fengist um útfærsluna. Núverandi samningur þeirra rennur út í byrjun desember 2019. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Sjávarútvegur Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Forsvarsmenn sjómannafélags Íslands gagnrýna það að sjómenn séu látnir skrifa undir tímabundna ráðningarsamninga við útgerðir sem þeir starfi hjá. Þetta rýri réttindi þeirra. Mál sem þessi hafa ratað á borð dómstóla og var rætt við síðustu samningagerð útgerðarfélaganna við sjómenn. Bergur Þorkelsson, gjaldkeri Sjómannafélags Íslands og sérfræðingur í réttindum sjómanna, segir útgerðirnar hafa leikið þennan leik að undanförnu. „Við höfum verið að sjá aukningu á þessum samningum sem við teljum í mörgum tilvikum vera óþarfa. Við hjá Sjómannasambandinu skiljum að útgerðir geti þurft að gera slíka samninga við sjómenn ef menn vita ekki hvort skip séu í söluferli eða einhver vafi leiki á því hvort skip verði í notkun útgerðar í náinni framtíð. Hins vegar er óeðlilegt að sjómenn skrifi nýjan tímabundinn ráðningarsamning í hvert skipti þegar þeir fari um borð í skipið sem þeir hafa kannski verið á um langa hríð,“ segir Bergur. Þetta hafi áhrif á réttindi þeirra þegar þeir eru í landi. „Ef sjómaður til að mynda verður veikur og kemst ekki á sjó vegna þessa getur hann ekki með nokkru móti sannað að hann hafi átt að fara á sjó þar sem hann hefur engan samning þar að lútandi. Því teljum við þetta ekki vera góða samninga fyrir okkar félagsmenn.“ Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, segir þetta auðvitað rýra réttindi sjómanna. „Við höfum farið með svona mál fyrir héraðsdóm og Hæstarétt. Hæstiréttur hefur kveðið upp þann dóm að útgerðum sé ekki heimilt að leika þennan leik nema að hámarki í tvö ár. Við munum fara áfram með svona mál fyrir dómstóla fyrir okkar félagsmenn ef þurfa þykir,“ segir Einar Hannes. „Við höfum verið að sjá svona samninga og þetta er leyfilegt í ákveðinn tíma.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var þetta fyrirkomulag nokkuð rætt milli sjómanna og útgerðanna í síðustu samningalotu þeirra án þess að niðurstaða fengist um útfærsluna. Núverandi samningur þeirra rennur út í byrjun desember 2019.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Sjávarútvegur Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira