Innlent

Reykhús brann á Svalbarðsströnd

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Slökkvilið Akureyrar að störfum. Mynd úr safni.
Slökkvilið Akureyrar að störfum. Mynd úr safni. Mynd/Facebooksíða Slökkviliðs Akureyrar
Slökkvilið Akureyrar var kallað að Heiðarholti á Svalbarðsströnd á ellefta tímanum í morgun eftir að eldur kom upp í útihúsi.

Friðrik Jónsson, aðstoðarvarðstjóri sagði að í samtali við fréttastofu að eldur hafi logað í reykkofa og að í fyrstu hafi menn talið að um mikinn eld væri að ræða því mikill svartur reykur steig til himins. Eldurinn var hins vegar minniháttar en eldurinn læsti sig í vörubíladekk sem stóð við kofann sem magnaði upp reykinn. Reykhúsið er þó mikið skemmt.

Önnur hús voru ekki í hættu og eldurinn breiddist ekki frekar úr. Lögreglan á Norðurlandi eystra rannsakar eldsupptök




Fleiri fréttir

Sjá meira


×