Kraftaverkið í Miami stal senunni í NFL-deildinni í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2018 10:15 Kenyan Drake var hetja Miami Dolphins á lokasekúndunum. Vísir/Getty Ótrúleg endasókn Miami Dolphins kom í veg fyrir að New England Patriots tryggði sér sigur í Austurriðli Ameríkudeildarinnar tíunda árið í röð. Kansas City Chiefs og New Orleans Saints tryggðu sér aftur á móti öruggt sæti í úrslitakeppninni þrátt fyrir að þrjár umferðir eru eftir. Auk Kansas City og New Orleans er Los Angeles Rams líka komið í úrslitakeppnina en Hrútarnir fóru engu að síður tómhentir heim úr kuldanum í Chicago í nótt. Bæði Chicago Bears og Dallas Cowboys eru í góðum málum eftir góða sigra í gær en spennan jókst hinsvegar í riðlum Pittsburgh Steelers og Houston Texans sem töpuðu bæði. Los Angeles Chargers liðið steig stórt skref í átt að úrslitakeppninni með sigri á Cincinnati Bengals en útliðið er ekki bjart hjá Denver Broncos, Carolina Panthers og Philadelphia Eagles sem töpuðu öll. Sókn helgarinnar var án efa sóknin sem tryggði Miami Dolphins ótrúlega dramatískan 34-33 sigur á New England Patriots. Sóknin var fljót að fá nafnið „Kraftaverkið í Miami“ eða „Miracle in Miami“ og með réttu. Möguleikar Miami-liðsins voru úti að mati flestra og svo svart var útlitið að lýsandi leiksins var löngu búinn að afskrifa liðið í miðri lokasókninni. Miami átti 69 jarda eftir í markið þegar aðeins sextán sekúndur voru eftir. Leikmönnum Miami Dolphins tókst að halda síðustu sókninni lifandi með tveimur löglegum hliðarsendingum áður en Kenyan Drake hljóp 52 og í markið. Þetta er lengsta hlaupið í sögu NFL sem vinnur leik um leið og tíminn rennur út. Það má sjá þessa lokasókn hér fyrir neðan.IT'S A MIAMI MIRACLE! #FinsUp#NEvsMIApic.twitter.com/qvzsiI9a5g — NFL (@NFL) December 9, 2018New England Patriots er enn með tveggja sigra forskot á Miami Dolphins í Austurriðli Ameríkudeildarinnar en Tom Brady og félagar hefðu unnið riðilinn með sigri. Önnur frekar óvænt úrslit voru í Chicago þar sem heimamenn í Chicago Bears héldu stórskotaliði Los Angeles Rams í aðeins sex stigum og urðu aðeins annað liðið til að vinna Rams liðið á tímabilinu.FINAL: The @ChicagoBears knock off the Rams on #SNF! #DaBears#LARvsCHI (by @Lexus) pic.twitter.com/qrzRYvPRV9 — NFL (@NFL) December 10, 2018Kansas City Chiefs og New Orleans Saints unnu bæði sína leiki og hafa því unnið 11 leiki og aðeins tapað tveimur leikjum eins og lið Los Angeles Rams. Kansas City Chiefs vann 27-24 heimasigur á Baltimore Ravens í framlengdum leik þar sem hinn ótrúlegi tengdasonur Mosfellsbæjar, Patrick Mahomes reddaði enn á ný sínu liði í lokin. New Orleans Saints lenti undir í byrjun á móti Tampa Bay Buccaneers og var ellefu stigum undir í hálfleik. Drew Brees og félagar komu sterkir inn í seinni hálfleikinn og tryggðu sér efsta sætið í Suðurriðli Þjóðardeildarinnar með 28-14 sigri. Dallas Cowboys steig stórt skref í átt að úrslitakeppninni með fimmta sigrinum í röð en liðið vann toppbaráttuslag í Austurriðli Þjóðardeildarinnar á móti ríkjandi meisturum í Philadelphia Eagles. Það hefur flest gengið upp hjá Kúrekunum eftir að þeir fengu Amari Cooper frá Oakland Raiders. Amari Cooper skoraði þrjú snertimörk í gær þar á meðal sigursnertimarkið í framlengingunni. Dallas tryggir sér sigur í Austurriðlinum með sigri á Indianapolis næsta sunnudag.AMARI COOPER FOR THE WIN. pic.twitter.com/oo6CC5I58T — NFL (@NFL) December 10, 2018Indianapolis Colts endaði níu leikjasigurgöngu Houston Texans með 24-21 sigri í Houston og hélt spennunni í Suðurriðli Ameríkudeildarinnar. Texans liðið er samt með tveggja sigurleikja forskot á Colts þegar þrír leikir eru eftir.Öll úrslitin í NFL-deildinni í nótt: Chicago Bears - Los Angeles Rams 15-6 Buffalo Bills - New York Jets 23-27 Cleveland Browns - Carolina Panthers 26-20 Green Bay Packers - Atlanta Falcons 34-20 Houston Texans - Indianapolis Colts 21-24 Kansas City Chiefs - Baltimore Ravens 27-24 (24-24, framlengt) Miami Dolphins - New England Patriots 34-33 Tampa Bay Buccaneers - New Orleans Saints 14-28 Washington Redskins - New York Giants 16-40 Los Angeles Chargers - Cincinnati Bengals 26-21 San Francisco 49ers - Denver Broncos 20-14 Arizona Cardinals - Detroit Lions 3-17 Dallas Cowboys - Philadelphia Eagles 29-23 (23-23, framlengt) Oakland Raiders - Pittsburgh Steelers 24-21 NFL Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Fleiri fréttir Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Sjá meira
Ótrúleg endasókn Miami Dolphins kom í veg fyrir að New England Patriots tryggði sér sigur í Austurriðli Ameríkudeildarinnar tíunda árið í röð. Kansas City Chiefs og New Orleans Saints tryggðu sér aftur á móti öruggt sæti í úrslitakeppninni þrátt fyrir að þrjár umferðir eru eftir. Auk Kansas City og New Orleans er Los Angeles Rams líka komið í úrslitakeppnina en Hrútarnir fóru engu að síður tómhentir heim úr kuldanum í Chicago í nótt. Bæði Chicago Bears og Dallas Cowboys eru í góðum málum eftir góða sigra í gær en spennan jókst hinsvegar í riðlum Pittsburgh Steelers og Houston Texans sem töpuðu bæði. Los Angeles Chargers liðið steig stórt skref í átt að úrslitakeppninni með sigri á Cincinnati Bengals en útliðið er ekki bjart hjá Denver Broncos, Carolina Panthers og Philadelphia Eagles sem töpuðu öll. Sókn helgarinnar var án efa sóknin sem tryggði Miami Dolphins ótrúlega dramatískan 34-33 sigur á New England Patriots. Sóknin var fljót að fá nafnið „Kraftaverkið í Miami“ eða „Miracle in Miami“ og með réttu. Möguleikar Miami-liðsins voru úti að mati flestra og svo svart var útlitið að lýsandi leiksins var löngu búinn að afskrifa liðið í miðri lokasókninni. Miami átti 69 jarda eftir í markið þegar aðeins sextán sekúndur voru eftir. Leikmönnum Miami Dolphins tókst að halda síðustu sókninni lifandi með tveimur löglegum hliðarsendingum áður en Kenyan Drake hljóp 52 og í markið. Þetta er lengsta hlaupið í sögu NFL sem vinnur leik um leið og tíminn rennur út. Það má sjá þessa lokasókn hér fyrir neðan.IT'S A MIAMI MIRACLE! #FinsUp#NEvsMIApic.twitter.com/qvzsiI9a5g — NFL (@NFL) December 9, 2018New England Patriots er enn með tveggja sigra forskot á Miami Dolphins í Austurriðli Ameríkudeildarinnar en Tom Brady og félagar hefðu unnið riðilinn með sigri. Önnur frekar óvænt úrslit voru í Chicago þar sem heimamenn í Chicago Bears héldu stórskotaliði Los Angeles Rams í aðeins sex stigum og urðu aðeins annað liðið til að vinna Rams liðið á tímabilinu.FINAL: The @ChicagoBears knock off the Rams on #SNF! #DaBears#LARvsCHI (by @Lexus) pic.twitter.com/qrzRYvPRV9 — NFL (@NFL) December 10, 2018Kansas City Chiefs og New Orleans Saints unnu bæði sína leiki og hafa því unnið 11 leiki og aðeins tapað tveimur leikjum eins og lið Los Angeles Rams. Kansas City Chiefs vann 27-24 heimasigur á Baltimore Ravens í framlengdum leik þar sem hinn ótrúlegi tengdasonur Mosfellsbæjar, Patrick Mahomes reddaði enn á ný sínu liði í lokin. New Orleans Saints lenti undir í byrjun á móti Tampa Bay Buccaneers og var ellefu stigum undir í hálfleik. Drew Brees og félagar komu sterkir inn í seinni hálfleikinn og tryggðu sér efsta sætið í Suðurriðli Þjóðardeildarinnar með 28-14 sigri. Dallas Cowboys steig stórt skref í átt að úrslitakeppninni með fimmta sigrinum í röð en liðið vann toppbaráttuslag í Austurriðli Þjóðardeildarinnar á móti ríkjandi meisturum í Philadelphia Eagles. Það hefur flest gengið upp hjá Kúrekunum eftir að þeir fengu Amari Cooper frá Oakland Raiders. Amari Cooper skoraði þrjú snertimörk í gær þar á meðal sigursnertimarkið í framlengingunni. Dallas tryggir sér sigur í Austurriðlinum með sigri á Indianapolis næsta sunnudag.AMARI COOPER FOR THE WIN. pic.twitter.com/oo6CC5I58T — NFL (@NFL) December 10, 2018Indianapolis Colts endaði níu leikjasigurgöngu Houston Texans með 24-21 sigri í Houston og hélt spennunni í Suðurriðli Ameríkudeildarinnar. Texans liðið er samt með tveggja sigurleikja forskot á Colts þegar þrír leikir eru eftir.Öll úrslitin í NFL-deildinni í nótt: Chicago Bears - Los Angeles Rams 15-6 Buffalo Bills - New York Jets 23-27 Cleveland Browns - Carolina Panthers 26-20 Green Bay Packers - Atlanta Falcons 34-20 Houston Texans - Indianapolis Colts 21-24 Kansas City Chiefs - Baltimore Ravens 27-24 (24-24, framlengt) Miami Dolphins - New England Patriots 34-33 Tampa Bay Buccaneers - New Orleans Saints 14-28 Washington Redskins - New York Giants 16-40 Los Angeles Chargers - Cincinnati Bengals 26-21 San Francisco 49ers - Denver Broncos 20-14 Arizona Cardinals - Detroit Lions 3-17 Dallas Cowboys - Philadelphia Eagles 29-23 (23-23, framlengt) Oakland Raiders - Pittsburgh Steelers 24-21
NFL Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Fleiri fréttir Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Sjá meira