Dæmi um að eftirlitsmönnum Vinnueftirlitsins sé hótað lífláti Jóhann K. Jóhannsson skrifar 17. janúar 2018 19:00 Dæmi eru um að eftirlitsmönnum Vinnueftirlitsins sé hótað lífláti Vísir/Sigurjón Dæmi eru um að eftirlitsmönnum Vinnueftirlitsins hafi verið hótað lífláti við störf sín og að þeir hafi þurft á vernd að halda í vettvangsferðum. Forstjóri Vinnueftirlitsins segir að auðvelda þurfi stofnunum að kæra mál sem koma upp, svo starfsmenn þurfi ekki að standa í því persónulega. Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að eldvarnareftirlitsmanni hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hafi verið hótað við störf sín í máli sem tengdist ólöglegri búsetu í iðnaðarhúsnæði. Það mál var ekki kært til lögreglu en hefur fréttastofan upplýsingar um að starfsmenn opinberra stofnanna veigri sér við að kæra mál sem þessi þar sem starfsmennirnir sjálfir þurfi að gefa upp persónuupplýsingar sem svo séu aðgengilegar þeim sem staðið hafa í hótunum. Eftirlitsmönnum Vinnueftirlitsins hefur verið hótað við störf sín, jafnvel lífláti og verið ógnað í vettvangsferðum. Hlutverk þeirra er að tryggja öryggi starfsmanna á vinnustað og þurfa í sumum tilfellum að taka erfiðar ákvarðanir. „Við getum komið að aðstæðum á vinnustað sem kalla á aðgerðir. Til dæmist að vinna sé stöðvuð og menn hafa brugðist illa við því og verið með sterkar hótanir þannig að við höfum þurft að kalla til lögreglu til að geta klárað okkar vinnu,“ segir Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins. Eyjólfur segir að í raun séu þessi mál bara lítið brot af öllum þeim heimsóknum sem eftirlitsmenn fara í á hverju ári en hvert mál sé alltaf alvarlegt komi það upp. „Við erum til dæmis með eitt mál núna þar sem að við höfum stöðvað starfsemi og eigandi í fyrirtækinu er með heilmiklar hótanir í garð starfsmanna hérna hjá okkur, bæði mín og annarra,“ segir Eyjólfur. Eyjólfur segir að gera þurfi opinberum stofnunum auðveldara að kæra hótanir fyrir hönd starfsmanna sinna en ekki hafa öll mál sem komið hafi upp hjá Vinnueftirlitinu verið kærð til lögreglu. „Það þarf að vera þannig að stofnunin geti gert það en einstaklingurinn sjálfur, starfsmaðurinn sem vinnur hjá okkur, að hann þurfi ekki að vera að standa í því beint, persónulega. Við erum með eitt mál núna þar sem um er að ræða alvarlega hótanir og ég reikna með því að við munum kæra það til lögreglunnar og reyna koma því inn í dómskerfið,“ segir Eyjólfur. Og þá eru dæmi að eftirlitsmenn hafi þurft vernd lögreglu í eftirlitsheimsóknum. „Við höfum þurft að kalla til lögreglu til að aðstoða við að klára eftirlitsheimsókn og ég man sérstaklega eftir einu tilviki að starfsmanni okkar var hótað lífláti,“ segir Eyjólfur. Tengdar fréttir „Lít svo á að ef opinberum starfsmönnum er hótað þá beri að kæra það til lögreglu“ Formaður Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna furðar sig á því af hverju eigandi iðnaðarhúsnæðis hafi komist upp með að hafa haft í hótunum við slökkviliðsmann vegna brunaúttektar 16. janúar 2018 20:00 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira
Dæmi eru um að eftirlitsmönnum Vinnueftirlitsins hafi verið hótað lífláti við störf sín og að þeir hafi þurft á vernd að halda í vettvangsferðum. Forstjóri Vinnueftirlitsins segir að auðvelda þurfi stofnunum að kæra mál sem koma upp, svo starfsmenn þurfi ekki að standa í því persónulega. Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að eldvarnareftirlitsmanni hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hafi verið hótað við störf sín í máli sem tengdist ólöglegri búsetu í iðnaðarhúsnæði. Það mál var ekki kært til lögreglu en hefur fréttastofan upplýsingar um að starfsmenn opinberra stofnanna veigri sér við að kæra mál sem þessi þar sem starfsmennirnir sjálfir þurfi að gefa upp persónuupplýsingar sem svo séu aðgengilegar þeim sem staðið hafa í hótunum. Eftirlitsmönnum Vinnueftirlitsins hefur verið hótað við störf sín, jafnvel lífláti og verið ógnað í vettvangsferðum. Hlutverk þeirra er að tryggja öryggi starfsmanna á vinnustað og þurfa í sumum tilfellum að taka erfiðar ákvarðanir. „Við getum komið að aðstæðum á vinnustað sem kalla á aðgerðir. Til dæmist að vinna sé stöðvuð og menn hafa brugðist illa við því og verið með sterkar hótanir þannig að við höfum þurft að kalla til lögreglu til að geta klárað okkar vinnu,“ segir Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins. Eyjólfur segir að í raun séu þessi mál bara lítið brot af öllum þeim heimsóknum sem eftirlitsmenn fara í á hverju ári en hvert mál sé alltaf alvarlegt komi það upp. „Við erum til dæmis með eitt mál núna þar sem að við höfum stöðvað starfsemi og eigandi í fyrirtækinu er með heilmiklar hótanir í garð starfsmanna hérna hjá okkur, bæði mín og annarra,“ segir Eyjólfur. Eyjólfur segir að gera þurfi opinberum stofnunum auðveldara að kæra hótanir fyrir hönd starfsmanna sinna en ekki hafa öll mál sem komið hafi upp hjá Vinnueftirlitinu verið kærð til lögreglu. „Það þarf að vera þannig að stofnunin geti gert það en einstaklingurinn sjálfur, starfsmaðurinn sem vinnur hjá okkur, að hann þurfi ekki að vera að standa í því beint, persónulega. Við erum með eitt mál núna þar sem um er að ræða alvarlega hótanir og ég reikna með því að við munum kæra það til lögreglunnar og reyna koma því inn í dómskerfið,“ segir Eyjólfur. Og þá eru dæmi að eftirlitsmenn hafi þurft vernd lögreglu í eftirlitsheimsóknum. „Við höfum þurft að kalla til lögreglu til að aðstoða við að klára eftirlitsheimsókn og ég man sérstaklega eftir einu tilviki að starfsmanni okkar var hótað lífláti,“ segir Eyjólfur.
Tengdar fréttir „Lít svo á að ef opinberum starfsmönnum er hótað þá beri að kæra það til lögreglu“ Formaður Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna furðar sig á því af hverju eigandi iðnaðarhúsnæðis hafi komist upp með að hafa haft í hótunum við slökkviliðsmann vegna brunaúttektar 16. janúar 2018 20:00 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira
„Lít svo á að ef opinberum starfsmönnum er hótað þá beri að kæra það til lögreglu“ Formaður Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna furðar sig á því af hverju eigandi iðnaðarhúsnæðis hafi komist upp með að hafa haft í hótunum við slökkviliðsmann vegna brunaúttektar 16. janúar 2018 20:00