Getur þú náð hæstu einkunn á prófinu sem Trump tók? Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2018 14:00 Donald Trump fékk 30 stig á prófinu. Vísir/Getty Donald Trump fékk 30 stig af 30 á MoCA prófinu svokallaða, eða Montreal Cognitive Assessment, í læknisskoðun forsetans á föstudaginn og er það til marks um að hann sé ekki vitsmunalega skertur. Prófið er notað til þess að aðstoða heilbrigðisstarfsmenn við að kanna hvort sjúklingar glími við minniháttar vitsmunalega skerðingu eða Alzheimer. Hér að neðan má sjá prófið og jafnvel taka það. Það tekur um tíu mínútur og best er fá einhvern til að leggja prófið fyrir sig. Þá er vert að taka fram að ýmis atriði hafa verið þýdd yfir á íslensku og mögulega hefur það áhrif á niðurstöðurnar. Þetta er auðvitað eingöngu hugsað til gamans, ekki svo að lesendur geti fundið ástæðu til að leggja einhvern fjölskyldumeðlim sinn inn. Sömuleiðis þýðir það að standast prófið ekki að þið séuð hæf til að vera forseti Bandaríkjanna.Við byrjum á mynd Best er að prenta myndina hér að neðan út og láta „sjúklinginn“ teikna á blaðið. Einnig er hægt að finna prentvæna útgáfu af blaðinu hér. Það er þó á ensku. Leiðbeiningar um framkvæmd prófsins má sjá hér að neðan. Í fyrsta hluta prófsins þarf að nota penna til að rekja leið á milli hringa eftir þeirri leið sem búið er að leggja. Svo þarf að teikna kassa, eftir þeim sem hefur þegar verið teiknaður á blaðið. Næst þarf sá sem prófið tekur að teikna klukku sem er tíu mínútur yfir ellefu. Að endingu þarf viðkomandi að nefna þrjú dýr eftir myndum af þeim.Fyrri hluti prófsins. Það er best að prenta hann út. Ef einhver fer að krota á tölvuskjá til að svara prófinu er óþarfi að hann svari hinum spurningunum.Eitt stig í boði. Sjúklingurinn fær stig fyrir að tengja rétt á milli hringjanna 1 við A, A við 2, 2 við B, B við 3 og svo koll af kolli. Bannað er að teikna línu yfir aðra línu og sjúklingurinn fær núll stig ef hann gerir vitleysu og leiðréttir hana ekki strax.Varðandi kassann fær sjúklingurinn eitt stig ef hann er teiknaður rétt. Það er ef allar línur eru teiknaðar og engri er bættri við. Þær séu tiltölulega samhliða og jafnar að lengd. Ekkert stig ef þessum skilyrðum er ekki fylgt.Þrjú stig eru í boði fyrir klukkuna. Eitt stig fyrir að gera góðan hring. Það er að hann sé hringlaga og tiltölulega vel lokað. Annað stig er í boði fyrir að teikna allar tölurnar á klukkuna, eða 1 til 12. Þriðja stigið snýr svo að því að armar klukkunnar séu réttir. Þeir þurfa að vera á réttum stað, annar þarf að vera styttri en hinn og armarnir þurfa að koma frá miðju klukkunnar.Sömuleiðis eru þrjú stig í boði fyrir dýrin þrjú. Ljón, Nashyrningur og Úlfaldi.Nú tekur „læknirinn“ við Næsta hluta prófsins má sjúklingurinn, eða sá sem tekur prófið, ekki sjá. „Læknirinn“ les fimm orð, ekki of hratt eða um eitt orð á sekúndu, og sjúklingurinn þarf að muna þau og segja þau til baka. Sjúklingurinn þarf ekki að muna þau í réttri röð. Orðin eru: Andlit, Flauel, Kirkja, Fagurfífill og Rauður. Læknirinn þarf svo að lesa orðin aftur og í raun leggja sama prófið aftur fyrir sjúklinginn. Þó hann hafi verið með allt rétt í fyrsta sinn.Engin stig í boði. En mínusstig fyrir hvert orð sem sjúklingurinn man ekki. Ef hann man sama orðið ekki í bæði skiptin eru það tvö mínusstig.Tölur Í næsta hluta prófsins les læknirinn upp fimm tölur sem sjúklingurinn þarf að endurtaka. Tölurnar eru lesnar á sama hraða og orðin hér að ofan. Um ein tala á sekúndu. Tölurnar eru: 2 1 8 5 4 Svo les læknirinn upp þrjár tölur sem sjúklingurinn þarf að endurtaka aftur á bak. Tölurnar eru 7 4 2 og rétt svar er 2 4 7.Tvö stig eru í boði hér. Eitt stig fyrir hvora talnaröð.Stafarugl Nú þarf læknirinn að lesa upp fjölda stafa í tiltekinni röð. Í hvert sinn sem læknirinn segir A þarf sjúklingurinn að pikka í borð með hendinni. Stafirnir eru: F B A C M N A A J K L B A F A K D E A A A J A M O F A A BEitt stig er í boði hér fyrir enga eða eina villu. Það er ef sjúklingurinn pikkaði í borðið einu sinni á röngum staf.Frádráttur Næst þarf sjúklingurinn að byrja í hundrað og draga sjö frá þar til læknirinn segir honum að stoppa. Tölurnar sem sjúklingurinn ætti að segja eru: 100, 93, 86, 79, 72, 65. Þá má stoppa hann.Hér eru þrjú stig í boði. Sjúklingurinn fær ekkert stig ef hann gerir ekkert rétt. Eitt stig fyrir einn réttan frádrátt. Tvö stig fyrir tvo eða þrjá rétta frádrætti og þrjú stig fyrir fjóra eða fimm rétta.Ef fyrsti frádrátturinn er rangur og allir hinir réttir fær sjúklingurinn samt stigin. Segjum til dæmis að sjúklingurinn segi 94, 87, 80, 73 ,66. Þarna er 94 ekki rétt en í öllum hinum tölunum er frádrátturinn réttur. Sjúklingurinn fær því þrjú stig fyrir fjóra rétta frádrætti.Setningar Næst þarf læknirinn að lesa upp tvær setningar sem sjúklingurinn þarf að endurtaka nákvæmlega eins og læknirinn sagði þær. Setningarnar eru: „Ég veit bara að það þarf að hjálpa Jóni í dag.“ „Kötturinn faldi sig ávalt undir sófanum þegar hundarnir voru í herberginu“Tvö stig í boði. Eitt fyrir hvora setningu endurtaki sjúklingurinn þær réttar til baka.Orðahrúga Næst þarf sjúklingurinn að segja eins mörg orð og hann getur sem byrja á stafnum F. Hann hefur eina mínútu. Orðin mega ekki vera nafnorð eins og Fáskrúðsfjörður og Friðrik. Þá má ekki gera svipuð orð ítrekað eins og fjall, fjallvegur og ferð, ferðalag, ferðataska.Eitt stig takist sjúklingnum að segja ellefu orð eða fleiri sem byrja á F. Hvað eiga hlutir sameiginlegt? Næst þarf sjúklingurinn að svara spurningum um hvað tveir hlutir eiga sameiginlegt. Til má segja að banani og appelsína eiga það sameiginlegt að vera ávextir. Hlutirnir eru: Lest – hjól og úr – reglustikaTvö stig í boði. Eitt fyrir hvort parið. Ásættanleg svör eru til dæmis að lest og hjól eru bæði farartæki, notuð til að taka ferðir og slíkt. Úr og reglustika eru til dæmis bæði tól sem notuð eru til mælinga.Orðin aftur Þá biður læknirinn sjúklinginn um að endurtaka orðin fimm sem hann var tvisvar sinnum beðinn um að endurtaka fyrr í prófinu. Orðin eru Andlit, Flauel, Kirkja, Fagurfífill, Rauður.Fimm stig í boði. Eitt stig fyrir hvert orð sem sjúklingurinn man og þau þurfa ekki að vera í réttri röð.Hvenær, hvar? Að endingu þarf sjúklingurinn að taka fram hver dagsetningin er, hvaða vikudagur sé, hvaða ár og hvar hann er. Mánaðardagur, mánuður, ár, vikudagur, staður, borg.Sex stig í boði. Eitt stig fyrir hvert svar, en ekkert ef ein villa er gerð.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fékk víst 30 stig af 30 á þessu prófi. Meðaleinkunn prófsins er sögð vera 27,4 stig. Fái sjúklingar 16 stig gefur það í skyn að viðkomandi sé með Alzheimer. Um 22 stig og viðkomandi gæti verið með skerta vitsmuni en allt yfir 26 stig er talið eðlilegt. Donald Trump Tengdar fréttir Donald Trump: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offitu Læknir Hvíta hússins gerði nákvæma vitsmuna-rannsókn á forseta Bandaríkjanna og segist ekki hafa áhyggjur af vitsmunalegri getu hans. 16. janúar 2018 23:15 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Donald Trump fékk 30 stig af 30 á MoCA prófinu svokallaða, eða Montreal Cognitive Assessment, í læknisskoðun forsetans á föstudaginn og er það til marks um að hann sé ekki vitsmunalega skertur. Prófið er notað til þess að aðstoða heilbrigðisstarfsmenn við að kanna hvort sjúklingar glími við minniháttar vitsmunalega skerðingu eða Alzheimer. Hér að neðan má sjá prófið og jafnvel taka það. Það tekur um tíu mínútur og best er fá einhvern til að leggja prófið fyrir sig. Þá er vert að taka fram að ýmis atriði hafa verið þýdd yfir á íslensku og mögulega hefur það áhrif á niðurstöðurnar. Þetta er auðvitað eingöngu hugsað til gamans, ekki svo að lesendur geti fundið ástæðu til að leggja einhvern fjölskyldumeðlim sinn inn. Sömuleiðis þýðir það að standast prófið ekki að þið séuð hæf til að vera forseti Bandaríkjanna.Við byrjum á mynd Best er að prenta myndina hér að neðan út og láta „sjúklinginn“ teikna á blaðið. Einnig er hægt að finna prentvæna útgáfu af blaðinu hér. Það er þó á ensku. Leiðbeiningar um framkvæmd prófsins má sjá hér að neðan. Í fyrsta hluta prófsins þarf að nota penna til að rekja leið á milli hringa eftir þeirri leið sem búið er að leggja. Svo þarf að teikna kassa, eftir þeim sem hefur þegar verið teiknaður á blaðið. Næst þarf sá sem prófið tekur að teikna klukku sem er tíu mínútur yfir ellefu. Að endingu þarf viðkomandi að nefna þrjú dýr eftir myndum af þeim.Fyrri hluti prófsins. Það er best að prenta hann út. Ef einhver fer að krota á tölvuskjá til að svara prófinu er óþarfi að hann svari hinum spurningunum.Eitt stig í boði. Sjúklingurinn fær stig fyrir að tengja rétt á milli hringjanna 1 við A, A við 2, 2 við B, B við 3 og svo koll af kolli. Bannað er að teikna línu yfir aðra línu og sjúklingurinn fær núll stig ef hann gerir vitleysu og leiðréttir hana ekki strax.Varðandi kassann fær sjúklingurinn eitt stig ef hann er teiknaður rétt. Það er ef allar línur eru teiknaðar og engri er bættri við. Þær séu tiltölulega samhliða og jafnar að lengd. Ekkert stig ef þessum skilyrðum er ekki fylgt.Þrjú stig eru í boði fyrir klukkuna. Eitt stig fyrir að gera góðan hring. Það er að hann sé hringlaga og tiltölulega vel lokað. Annað stig er í boði fyrir að teikna allar tölurnar á klukkuna, eða 1 til 12. Þriðja stigið snýr svo að því að armar klukkunnar séu réttir. Þeir þurfa að vera á réttum stað, annar þarf að vera styttri en hinn og armarnir þurfa að koma frá miðju klukkunnar.Sömuleiðis eru þrjú stig í boði fyrir dýrin þrjú. Ljón, Nashyrningur og Úlfaldi.Nú tekur „læknirinn“ við Næsta hluta prófsins má sjúklingurinn, eða sá sem tekur prófið, ekki sjá. „Læknirinn“ les fimm orð, ekki of hratt eða um eitt orð á sekúndu, og sjúklingurinn þarf að muna þau og segja þau til baka. Sjúklingurinn þarf ekki að muna þau í réttri röð. Orðin eru: Andlit, Flauel, Kirkja, Fagurfífill og Rauður. Læknirinn þarf svo að lesa orðin aftur og í raun leggja sama prófið aftur fyrir sjúklinginn. Þó hann hafi verið með allt rétt í fyrsta sinn.Engin stig í boði. En mínusstig fyrir hvert orð sem sjúklingurinn man ekki. Ef hann man sama orðið ekki í bæði skiptin eru það tvö mínusstig.Tölur Í næsta hluta prófsins les læknirinn upp fimm tölur sem sjúklingurinn þarf að endurtaka. Tölurnar eru lesnar á sama hraða og orðin hér að ofan. Um ein tala á sekúndu. Tölurnar eru: 2 1 8 5 4 Svo les læknirinn upp þrjár tölur sem sjúklingurinn þarf að endurtaka aftur á bak. Tölurnar eru 7 4 2 og rétt svar er 2 4 7.Tvö stig eru í boði hér. Eitt stig fyrir hvora talnaröð.Stafarugl Nú þarf læknirinn að lesa upp fjölda stafa í tiltekinni röð. Í hvert sinn sem læknirinn segir A þarf sjúklingurinn að pikka í borð með hendinni. Stafirnir eru: F B A C M N A A J K L B A F A K D E A A A J A M O F A A BEitt stig er í boði hér fyrir enga eða eina villu. Það er ef sjúklingurinn pikkaði í borðið einu sinni á röngum staf.Frádráttur Næst þarf sjúklingurinn að byrja í hundrað og draga sjö frá þar til læknirinn segir honum að stoppa. Tölurnar sem sjúklingurinn ætti að segja eru: 100, 93, 86, 79, 72, 65. Þá má stoppa hann.Hér eru þrjú stig í boði. Sjúklingurinn fær ekkert stig ef hann gerir ekkert rétt. Eitt stig fyrir einn réttan frádrátt. Tvö stig fyrir tvo eða þrjá rétta frádrætti og þrjú stig fyrir fjóra eða fimm rétta.Ef fyrsti frádrátturinn er rangur og allir hinir réttir fær sjúklingurinn samt stigin. Segjum til dæmis að sjúklingurinn segi 94, 87, 80, 73 ,66. Þarna er 94 ekki rétt en í öllum hinum tölunum er frádrátturinn réttur. Sjúklingurinn fær því þrjú stig fyrir fjóra rétta frádrætti.Setningar Næst þarf læknirinn að lesa upp tvær setningar sem sjúklingurinn þarf að endurtaka nákvæmlega eins og læknirinn sagði þær. Setningarnar eru: „Ég veit bara að það þarf að hjálpa Jóni í dag.“ „Kötturinn faldi sig ávalt undir sófanum þegar hundarnir voru í herberginu“Tvö stig í boði. Eitt fyrir hvora setningu endurtaki sjúklingurinn þær réttar til baka.Orðahrúga Næst þarf sjúklingurinn að segja eins mörg orð og hann getur sem byrja á stafnum F. Hann hefur eina mínútu. Orðin mega ekki vera nafnorð eins og Fáskrúðsfjörður og Friðrik. Þá má ekki gera svipuð orð ítrekað eins og fjall, fjallvegur og ferð, ferðalag, ferðataska.Eitt stig takist sjúklingnum að segja ellefu orð eða fleiri sem byrja á F. Hvað eiga hlutir sameiginlegt? Næst þarf sjúklingurinn að svara spurningum um hvað tveir hlutir eiga sameiginlegt. Til má segja að banani og appelsína eiga það sameiginlegt að vera ávextir. Hlutirnir eru: Lest – hjól og úr – reglustikaTvö stig í boði. Eitt fyrir hvort parið. Ásættanleg svör eru til dæmis að lest og hjól eru bæði farartæki, notuð til að taka ferðir og slíkt. Úr og reglustika eru til dæmis bæði tól sem notuð eru til mælinga.Orðin aftur Þá biður læknirinn sjúklinginn um að endurtaka orðin fimm sem hann var tvisvar sinnum beðinn um að endurtaka fyrr í prófinu. Orðin eru Andlit, Flauel, Kirkja, Fagurfífill, Rauður.Fimm stig í boði. Eitt stig fyrir hvert orð sem sjúklingurinn man og þau þurfa ekki að vera í réttri röð.Hvenær, hvar? Að endingu þarf sjúklingurinn að taka fram hver dagsetningin er, hvaða vikudagur sé, hvaða ár og hvar hann er. Mánaðardagur, mánuður, ár, vikudagur, staður, borg.Sex stig í boði. Eitt stig fyrir hvert svar, en ekkert ef ein villa er gerð.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fékk víst 30 stig af 30 á þessu prófi. Meðaleinkunn prófsins er sögð vera 27,4 stig. Fái sjúklingar 16 stig gefur það í skyn að viðkomandi sé með Alzheimer. Um 22 stig og viðkomandi gæti verið með skerta vitsmuni en allt yfir 26 stig er talið eðlilegt.
Donald Trump Tengdar fréttir Donald Trump: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offitu Læknir Hvíta hússins gerði nákvæma vitsmuna-rannsókn á forseta Bandaríkjanna og segist ekki hafa áhyggjur af vitsmunalegri getu hans. 16. janúar 2018 23:15 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Donald Trump: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offitu Læknir Hvíta hússins gerði nákvæma vitsmuna-rannsókn á forseta Bandaríkjanna og segist ekki hafa áhyggjur af vitsmunalegri getu hans. 16. janúar 2018 23:15