Handtaka varpar ljósi á lamaða starfsemi CIA í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2018 10:30 Um er að ræða eitt alvarlegasta atvik CIA frá tímum Kalda stríðsins þegar þeir Aldrich Ames frá CIA og Robert Hanssen frá FBI láku upplýsingum til Sovétríkjanna. Vísir/Getty Jerry Chun Shing Lee, fyrrverandi starfsmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, var handtekinn í fyrradag og er hann grunaður um að hafa útvegað yfirvöldum í Kína lista yfir nöfn útsendara og uppljóstrara CIA þar í landi. Á árunum 2010 til 2012 voru um tuttugu útsendarar Bandaríkjanna í Kína fangelsaðir eða teknir af lífi og var njósnastarfsemi Bandaríkjanna þar stórlöskuð. Um er að ræða eitt alvarlegasta atvik CIA frá tímum Kalda stríðsins þegar þeir Aldrich Ames frá CIA og Robert Hanssen frá FBI láku upplýsingum til Sovétríkjanna.Sjá einnig: Kínverjar drápu fjölda njósnara CIADómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir Lee, sem er 53 ára gamall, hafa starfað fyrir CIA á árunum 1994 til 2007. New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að þegar hann hafi hætt störfum hafi hann verið reiður út í stofnunina. Þá fluttist hann til Hong Kong þar sem hann starfaði fyrir þekkt uppboðsfyrirtæki.Fundu bækur með nöfnum útsendaraÍ ágúst 2012 ferðaðist Lee ásamt fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna frá Hong Kong og stoppuðu þau í nokkra daga á Hawaii. Þar leituðu rannsakendur FBI í eigum þeirra og voru myndir teknar af farangri þeirra. Þá kom í ljós að hann hafði í fórum sínum leyniskjöl sem sneru að vörnum Bandaríkjanna, samkvæmt beiðni FBI um handtökuskipun gegn Lee, sem sjá má hér og neðst í fréttinni. Um var að ræða tvær litlar bækur þar sem Lee hafði meðal annars skrifað niður nöfn uppljóstrara CIA, upplýsingar um aðferðir stofnunarinnar, fundarstaði, símanúmer, nöfn starfsmanna CIA og símanúmer þeirra og margt fleira.Eftir að starfsmenn FBI tóku viðtal við Lee árið 2013 fór hann aftur til Hong Kong. Forsvarsmenn stofnunarinnar hafa ekki viljað tjá sig um af hverju Lee var ekki handtekinn um leið og leynileg gögn fundust í fórum hans.Ekki fundust næg sönnunargögn Þegar fregnir bárust af málinu í fyrra kom fram að sameiginleg rannsókn CIA og FBI beindist að miklu leyti gegn fyrrverandi útsendara CIA sem kom að njósnum Bandaríkjanna í Kína, en ekki hafi fundist næg sönnunargögn til að handtaka hann. Þá töldu ýmsir rannsakendur einnig að Kínverjar hefðu brotið sér leið inn í samskiptakerfi CIA og enn aðrir töldu starfsmenn CIA í Kína hafa orðið kærulausa. Starfsmönnum FBI mun hafa orðið kunnugt um að Lee væri á leið til Bandaríkjanna um helgina og undirbjuggu þeir strax að handtaka og ákæra hann við komuna til landsins. Hann hefur verið ákærður fyrir að búa yfir leynilegum upplýsingum en ekki fyrir njósnir. Fjölmiðlar ytra telja það mögulega vegna þess að yfirvöld Bandaríkjanna vilji ekki opinbera leynileg gögn fyrir dómstólum. Hámarksrefsingin sem Lee á yfir höfði sér er tíu ára fangelsisvist.Fleiri hafa verið ákærðir vegna samskipta við Kínverja Annar fyrrverandi starfsmaður CIA var ákærður í fyrra fyrir að leka leyniupplýsingum til Kína og að ljúga að rannsakendum. Þá var langtíma starfsmaður Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna einnig ákærður í fyrra fyrir að ljúga að rannsakendum um samskipti sín við útsendara yfirvalda Kína. Því var haldið fram að umræddir útsendarar hefðu millifært þúsundir dala á reikning hennar og gefið henni verðmætar gjafir. Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Jerry Chun Shing Lee, fyrrverandi starfsmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, var handtekinn í fyrradag og er hann grunaður um að hafa útvegað yfirvöldum í Kína lista yfir nöfn útsendara og uppljóstrara CIA þar í landi. Á árunum 2010 til 2012 voru um tuttugu útsendarar Bandaríkjanna í Kína fangelsaðir eða teknir af lífi og var njósnastarfsemi Bandaríkjanna þar stórlöskuð. Um er að ræða eitt alvarlegasta atvik CIA frá tímum Kalda stríðsins þegar þeir Aldrich Ames frá CIA og Robert Hanssen frá FBI láku upplýsingum til Sovétríkjanna.Sjá einnig: Kínverjar drápu fjölda njósnara CIADómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir Lee, sem er 53 ára gamall, hafa starfað fyrir CIA á árunum 1994 til 2007. New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að þegar hann hafi hætt störfum hafi hann verið reiður út í stofnunina. Þá fluttist hann til Hong Kong þar sem hann starfaði fyrir þekkt uppboðsfyrirtæki.Fundu bækur með nöfnum útsendaraÍ ágúst 2012 ferðaðist Lee ásamt fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna frá Hong Kong og stoppuðu þau í nokkra daga á Hawaii. Þar leituðu rannsakendur FBI í eigum þeirra og voru myndir teknar af farangri þeirra. Þá kom í ljós að hann hafði í fórum sínum leyniskjöl sem sneru að vörnum Bandaríkjanna, samkvæmt beiðni FBI um handtökuskipun gegn Lee, sem sjá má hér og neðst í fréttinni. Um var að ræða tvær litlar bækur þar sem Lee hafði meðal annars skrifað niður nöfn uppljóstrara CIA, upplýsingar um aðferðir stofnunarinnar, fundarstaði, símanúmer, nöfn starfsmanna CIA og símanúmer þeirra og margt fleira.Eftir að starfsmenn FBI tóku viðtal við Lee árið 2013 fór hann aftur til Hong Kong. Forsvarsmenn stofnunarinnar hafa ekki viljað tjá sig um af hverju Lee var ekki handtekinn um leið og leynileg gögn fundust í fórum hans.Ekki fundust næg sönnunargögn Þegar fregnir bárust af málinu í fyrra kom fram að sameiginleg rannsókn CIA og FBI beindist að miklu leyti gegn fyrrverandi útsendara CIA sem kom að njósnum Bandaríkjanna í Kína, en ekki hafi fundist næg sönnunargögn til að handtaka hann. Þá töldu ýmsir rannsakendur einnig að Kínverjar hefðu brotið sér leið inn í samskiptakerfi CIA og enn aðrir töldu starfsmenn CIA í Kína hafa orðið kærulausa. Starfsmönnum FBI mun hafa orðið kunnugt um að Lee væri á leið til Bandaríkjanna um helgina og undirbjuggu þeir strax að handtaka og ákæra hann við komuna til landsins. Hann hefur verið ákærður fyrir að búa yfir leynilegum upplýsingum en ekki fyrir njósnir. Fjölmiðlar ytra telja það mögulega vegna þess að yfirvöld Bandaríkjanna vilji ekki opinbera leynileg gögn fyrir dómstólum. Hámarksrefsingin sem Lee á yfir höfði sér er tíu ára fangelsisvist.Fleiri hafa verið ákærðir vegna samskipta við Kínverja Annar fyrrverandi starfsmaður CIA var ákærður í fyrra fyrir að leka leyniupplýsingum til Kína og að ljúga að rannsakendum. Þá var langtíma starfsmaður Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna einnig ákærður í fyrra fyrir að ljúga að rannsakendum um samskipti sín við útsendara yfirvalda Kína. Því var haldið fram að umræddir útsendarar hefðu millifært þúsundir dala á reikning hennar og gefið henni verðmætar gjafir.
Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira