„Ég hafði aldrei hugsað þetta sem Lion King-atriði“ Guðný Hrönn skrifar 17. janúar 2018 10:00 Til vinstri má sjá Davíð Þór halda á Huldu Guðnýju á meðan mamman, Hólmfríður Berentsdóttir, fylgist með. Til hægri má sjá Rafiki halda á Simba litla. Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, hefur undanfarið vakið lukku hjá Lion King-aðdáendum í skírnarathöfnum. Hann hefur nefnilega vanið sig á að lyfta barninu sem verið er að skíra upp fyrir höfuð í lok athafnarinnar. Þessi gjörningur minnir óneitanlega á eitt þekktasta atriði teiknimyndarinnar Lion King frá árinu 1994, þegar Rafiki sýnir öllum dýrunum í skóginum Simba litla. Spurður út í gjörninginn segir Davíð: „Þetta er ekkert sem ég fann upp, ég var einu sinni í skírn hjá Erni Bárði Jónssyni og að lokinni skírninni fékk hann barnið í fangið og tók svona Rafiki-senu.“„Ég tengdi það nú ekkert við Lion King, mér fannst þetta bara fallegt atriði svo ég vandi mig á að gera þetta sjálfur.“ „Það var svo bara fyrir nokkrum dögum sem eitt foreldri þakkaði mér fyrir athöfnina og sagði: „Mér fannst sérstaklega skemmtilegt Lion King-atriðið í lokin.“ Ég hafði aldrei hugsað þetta sem Lion King-atriði og ég skildi ekki alveg hvað hann átti við. Þetta er bara eitthvað sem ég sá kollega gera og fannst virka vel,“ segir Davíð og hlær. Davíð þykir viðeigandi að nota þessa aðferð til að kynna barnið sem verið er að skíra fyrir fólki. „Barnið er miðpunktur skírnarinnar og þá er gott að enda athöfnina á að sýna söfnuðinum barnið, aðalatriðið. Eins og alltaf þegar fólk er tekið inn í eitthvert nýtt samfélag, nýjan hóp, þá er fólki stillt upp og kynnt fyrir öllum.“ Davíð segir að í skírnarathöfnum fái prestar oft svigrúm til að slá á létta stengi og gera eitthvað sniðugt. „Skírnir eru svo miklar fjölskylduathafnir þannig að maður gerir þetta bara eftir því hvernig stemningin er.“ Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, hefur undanfarið vakið lukku hjá Lion King-aðdáendum í skírnarathöfnum. Hann hefur nefnilega vanið sig á að lyfta barninu sem verið er að skíra upp fyrir höfuð í lok athafnarinnar. Þessi gjörningur minnir óneitanlega á eitt þekktasta atriði teiknimyndarinnar Lion King frá árinu 1994, þegar Rafiki sýnir öllum dýrunum í skóginum Simba litla. Spurður út í gjörninginn segir Davíð: „Þetta er ekkert sem ég fann upp, ég var einu sinni í skírn hjá Erni Bárði Jónssyni og að lokinni skírninni fékk hann barnið í fangið og tók svona Rafiki-senu.“„Ég tengdi það nú ekkert við Lion King, mér fannst þetta bara fallegt atriði svo ég vandi mig á að gera þetta sjálfur.“ „Það var svo bara fyrir nokkrum dögum sem eitt foreldri þakkaði mér fyrir athöfnina og sagði: „Mér fannst sérstaklega skemmtilegt Lion King-atriðið í lokin.“ Ég hafði aldrei hugsað þetta sem Lion King-atriði og ég skildi ekki alveg hvað hann átti við. Þetta er bara eitthvað sem ég sá kollega gera og fannst virka vel,“ segir Davíð og hlær. Davíð þykir viðeigandi að nota þessa aðferð til að kynna barnið sem verið er að skíra fyrir fólki. „Barnið er miðpunktur skírnarinnar og þá er gott að enda athöfnina á að sýna söfnuðinum barnið, aðalatriðið. Eins og alltaf þegar fólk er tekið inn í eitthvert nýtt samfélag, nýjan hóp, þá er fólki stillt upp og kynnt fyrir öllum.“ Davíð segir að í skírnarathöfnum fái prestar oft svigrúm til að slá á létta stengi og gera eitthvað sniðugt. „Skírnir eru svo miklar fjölskylduathafnir þannig að maður gerir þetta bara eftir því hvernig stemningin er.“
Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira