Á annan tug milljarða í neðanjarðarhagkefinu vegna Airbnb Heimir Már Pétursson skrifar 11. apríl 2018 11:45 Airbnb-gisting í Reykjavík er umsvifamikil. vísir/anton brink Vöxtur í gistiþjónustu á Íslandi er að stórum hluta drifinn áfam af AirBnB sem að mestum hluta fer fram í neðanjarðarhagkerfinu og skilar því ekki sköttum og gjöldum til ríkis og sveitarfélaga. Í skýrslu Íslandsbanka kemur fram að ferðaþjónustan á Íslandi hefði ekki náð að vaxa án tilkomu útleigu íbúða í AirBnB.Íslandsbanki kynnti ítarlega skýrslu um stöðu ferðaþjónustunnar á fundi í Perlunni í morgun. í henni kemur fram að gjaldeyristekjur ríkissjóðs af ferðaþjónustunni verði um 570 milljarðar króna á þessu ári. Ísland sé dýrasti ferðamannastaður heims og vöxtur AirBnb hafi verið ævintýralegur á síðasta ári, eða 109 prósent frá árinu á undan. Þá voru tekjur af útleigu þar þrisvar sinnum meiri en allra gistiheimila í landinu og um fjórðungur allrar gistiþjónustu í landinu. Langstærstur hluti ferðamanna á Íslandi kemur frá Bandaríkjunum og þeir eyða líka mest allra ferðamanna samkvæmt skýrslunni, en verðlag á Íslandi sé að meðaltali 28 prósentum hærra en á hinum Norðurlöndunum. Elvar Orri Hreinsson sérfræðingur hjá Samskiptum og greiningu sem vann skýrsluna fyrir Íslandsbanka segir veltu Airbnb í fyrra hafa verið í kringum 20 milljarðar króna og tekjuvöxturinn verði sennilega um tíu prósent á þessu ári. Hótelin hafi ekki náð að auka framboð sitt í takti við fjölgun ferðamanna á undanförnum árum. „Þá myndast auðvitað ákveðin umframeftirspurn og þar hefur Airbnb stokkið inn og gripið þessa umframeftirspurn og þannig í rauninni gert okkur kleift að taka á móti öllum þessa fjölda ferðamanna. Í ljósi tölfræðinnar leyfi ég mér að fullyrða það að það hefði nánast verið ómögulegt ef ekki hefði fyrir tilkomu Airbnb inn á þennan markað. Þannig á Airbnb ríkan þátt í þeirri velmegun sem ferðaþjónustan hefur skapað á undanförnum árum,“ segir Elvar Orri.Elvar Orri Hreinsson, sérfræðingur í Greiningu Íslandsbanka.Elvar segir nýtinguna á hótelum landsins ekki hafa verið að minnka en hún hafi aukist misjafnlega eftir landshlutum. Hún sé mjög há á höfuðborgarsvæðinu en hafi vaxið meira á landsbyggðinni og þá sérstaklega á Suðurlandi og Suðurnesjum. Þá hafi AirBnB einnig vaxið hratt á landsbyggðinni en gögn nái allt aftur til 2015. Í raun hafi vöxtur AirBnB á landsbyggðinni drifið vöxtin í ferðaþjónustunni undanfarin misseri og þar með hjálpað við að dreifa ferðamönnum um landið. Í skýrslunni er framboð AirBnB á Ísandi í heild sinni skoðað en ekki einungs þær íbúðir sem skráðar hafa verið af eigendum hjá hinu opinbera. Elvar Orri segir þessi gögn þurfi að fá hjá sýslumönnum en þegar hann hafi skoðað þetta hlutfall síðast hafi innan við tíu prósent íbúða í AirBnB verið skráðar. „Það er augljóst að eftirfylgni með lögum og reglum hvað þessa starfsemi varðar að hún er ófullnægjandi, svo ekki sé sterkara til orða tekið. Það er í raun svolítið vægt til orða tekið þar sem að augljóslega er þetta allt of lágt hlutfall miðað við vægi þessarar starfsemi hér á landi.Má þá draga þá ályktun af stór hluti af þessum tekjum sem fást með útleigu Airbnb sé á svörtum markaði og jafnvel ekki gefnar upp?„Það má svo sannarlega draga þá ályktun, já.“Þannig að þetta er stór og mikil svört starfsemi?„Já.“ Airbnb Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tíu tekjuhæstu á Airbnb veltu 1.300 milljónum Leiguvefurinn Airbnb er orðinn næstumfangsmesta gistiþjónusta landsins með um 30 prósenta hlutdeild. Gistinóttum á vegum Airbnb fjölgaði um 1,6 milljónir í fyrra. Tíu tekjuhæstu leigusalarnir veltu samtals 1,3 milljörðum króna. 11. apríl 2018 06:00 Ísland líklega dýrasti áfangastaður í heimi Verðlag á Íslandi er 28 prósent hærra en annars staðar á Norðurlöndunum að meðaltali. 11. apríl 2018 10:09 Mesti vöxturinn er í Airbnb Vöxtur ferðaþjónustunnar er aðallega í deilihagkerfinu gegnum Airbnb samkvæmt nýrri skýrslu Íslandsbanka. Airbnb er með fjórðung af gistimarkaðnum. Teymi bankans á sviði ferðaþjónustu reiknar með minni fjárfestingu í hótelum á næstu fjórum árum. 11. apríl 2018 10:17 Ferðaþjónustan viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja Mikilvægi bandarískra ferðamanna fyrir íslenska ferðaþjónustu hefur aukist umtalsvert á síðastliðnum árum. Ferðaþjónustan er viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja 11. apríl 2018 11:20 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Erlent Fleiri fréttir „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Sjá meira
Vöxtur í gistiþjónustu á Íslandi er að stórum hluta drifinn áfam af AirBnB sem að mestum hluta fer fram í neðanjarðarhagkerfinu og skilar því ekki sköttum og gjöldum til ríkis og sveitarfélaga. Í skýrslu Íslandsbanka kemur fram að ferðaþjónustan á Íslandi hefði ekki náð að vaxa án tilkomu útleigu íbúða í AirBnB.Íslandsbanki kynnti ítarlega skýrslu um stöðu ferðaþjónustunnar á fundi í Perlunni í morgun. í henni kemur fram að gjaldeyristekjur ríkissjóðs af ferðaþjónustunni verði um 570 milljarðar króna á þessu ári. Ísland sé dýrasti ferðamannastaður heims og vöxtur AirBnb hafi verið ævintýralegur á síðasta ári, eða 109 prósent frá árinu á undan. Þá voru tekjur af útleigu þar þrisvar sinnum meiri en allra gistiheimila í landinu og um fjórðungur allrar gistiþjónustu í landinu. Langstærstur hluti ferðamanna á Íslandi kemur frá Bandaríkjunum og þeir eyða líka mest allra ferðamanna samkvæmt skýrslunni, en verðlag á Íslandi sé að meðaltali 28 prósentum hærra en á hinum Norðurlöndunum. Elvar Orri Hreinsson sérfræðingur hjá Samskiptum og greiningu sem vann skýrsluna fyrir Íslandsbanka segir veltu Airbnb í fyrra hafa verið í kringum 20 milljarðar króna og tekjuvöxturinn verði sennilega um tíu prósent á þessu ári. Hótelin hafi ekki náð að auka framboð sitt í takti við fjölgun ferðamanna á undanförnum árum. „Þá myndast auðvitað ákveðin umframeftirspurn og þar hefur Airbnb stokkið inn og gripið þessa umframeftirspurn og þannig í rauninni gert okkur kleift að taka á móti öllum þessa fjölda ferðamanna. Í ljósi tölfræðinnar leyfi ég mér að fullyrða það að það hefði nánast verið ómögulegt ef ekki hefði fyrir tilkomu Airbnb inn á þennan markað. Þannig á Airbnb ríkan þátt í þeirri velmegun sem ferðaþjónustan hefur skapað á undanförnum árum,“ segir Elvar Orri.Elvar Orri Hreinsson, sérfræðingur í Greiningu Íslandsbanka.Elvar segir nýtinguna á hótelum landsins ekki hafa verið að minnka en hún hafi aukist misjafnlega eftir landshlutum. Hún sé mjög há á höfuðborgarsvæðinu en hafi vaxið meira á landsbyggðinni og þá sérstaklega á Suðurlandi og Suðurnesjum. Þá hafi AirBnB einnig vaxið hratt á landsbyggðinni en gögn nái allt aftur til 2015. Í raun hafi vöxtur AirBnB á landsbyggðinni drifið vöxtin í ferðaþjónustunni undanfarin misseri og þar með hjálpað við að dreifa ferðamönnum um landið. Í skýrslunni er framboð AirBnB á Ísandi í heild sinni skoðað en ekki einungs þær íbúðir sem skráðar hafa verið af eigendum hjá hinu opinbera. Elvar Orri segir þessi gögn þurfi að fá hjá sýslumönnum en þegar hann hafi skoðað þetta hlutfall síðast hafi innan við tíu prósent íbúða í AirBnB verið skráðar. „Það er augljóst að eftirfylgni með lögum og reglum hvað þessa starfsemi varðar að hún er ófullnægjandi, svo ekki sé sterkara til orða tekið. Það er í raun svolítið vægt til orða tekið þar sem að augljóslega er þetta allt of lágt hlutfall miðað við vægi þessarar starfsemi hér á landi.Má þá draga þá ályktun af stór hluti af þessum tekjum sem fást með útleigu Airbnb sé á svörtum markaði og jafnvel ekki gefnar upp?„Það má svo sannarlega draga þá ályktun, já.“Þannig að þetta er stór og mikil svört starfsemi?„Já.“
Airbnb Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tíu tekjuhæstu á Airbnb veltu 1.300 milljónum Leiguvefurinn Airbnb er orðinn næstumfangsmesta gistiþjónusta landsins með um 30 prósenta hlutdeild. Gistinóttum á vegum Airbnb fjölgaði um 1,6 milljónir í fyrra. Tíu tekjuhæstu leigusalarnir veltu samtals 1,3 milljörðum króna. 11. apríl 2018 06:00 Ísland líklega dýrasti áfangastaður í heimi Verðlag á Íslandi er 28 prósent hærra en annars staðar á Norðurlöndunum að meðaltali. 11. apríl 2018 10:09 Mesti vöxturinn er í Airbnb Vöxtur ferðaþjónustunnar er aðallega í deilihagkerfinu gegnum Airbnb samkvæmt nýrri skýrslu Íslandsbanka. Airbnb er með fjórðung af gistimarkaðnum. Teymi bankans á sviði ferðaþjónustu reiknar með minni fjárfestingu í hótelum á næstu fjórum árum. 11. apríl 2018 10:17 Ferðaþjónustan viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja Mikilvægi bandarískra ferðamanna fyrir íslenska ferðaþjónustu hefur aukist umtalsvert á síðastliðnum árum. Ferðaþjónustan er viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja 11. apríl 2018 11:20 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Erlent Fleiri fréttir „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Sjá meira
Tíu tekjuhæstu á Airbnb veltu 1.300 milljónum Leiguvefurinn Airbnb er orðinn næstumfangsmesta gistiþjónusta landsins með um 30 prósenta hlutdeild. Gistinóttum á vegum Airbnb fjölgaði um 1,6 milljónir í fyrra. Tíu tekjuhæstu leigusalarnir veltu samtals 1,3 milljörðum króna. 11. apríl 2018 06:00
Ísland líklega dýrasti áfangastaður í heimi Verðlag á Íslandi er 28 prósent hærra en annars staðar á Norðurlöndunum að meðaltali. 11. apríl 2018 10:09
Mesti vöxturinn er í Airbnb Vöxtur ferðaþjónustunnar er aðallega í deilihagkerfinu gegnum Airbnb samkvæmt nýrri skýrslu Íslandsbanka. Airbnb er með fjórðung af gistimarkaðnum. Teymi bankans á sviði ferðaþjónustu reiknar með minni fjárfestingu í hótelum á næstu fjórum árum. 11. apríl 2018 10:17
Ferðaþjónustan viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja Mikilvægi bandarískra ferðamanna fyrir íslenska ferðaþjónustu hefur aukist umtalsvert á síðastliðnum árum. Ferðaþjónustan er viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja 11. apríl 2018 11:20