Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hættir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. apríl 2018 08:48 Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, mun láta af störfum í sumar en hún sagði starfi sínu lausu fyrir mánaðamót. Að því er fram kemur á vef RÚV, sem fyrst greindi frá málinu, mun Halldóra starfa út júnímánuð. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við RÚV að starfslokin tengist fyrirhuguðum breytingum á starfsemi barnaverndar í Reykjavík en til stendur að fara í umfangsmikla úttekt á skipulagi barnaverndarstarfs í borginni. Ekki liggur fyrir hver mun taka við starfi framkvæmdastjóra af Halldóru. Þó nokkur styr hefur staðið um Barnavernd Reykjavíkur undanfarin misseri en eins og fjallað hefur verið um hefur starfsmaður Barnaverndar setið í gæsluvarðhaldi frá því í janúar síðastliðnum, grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. Maðurinn starfaði á stuðningsheimili fyrir börn og unglinga á vegum Barnaverndar Reykjavíkur og var hann fyrst tilkynntur vegna gruns um kynferðisbrot árið 2008. Mistök starfsmanns borgarinnar urðu til þess að þeirri ábendingu var ekki komið lengra áfram í kerfinu. Maðurinn var svo kærður til lögreglu í ágúst í fyrra en ekki handtekinn fyrr en í janúar og viðurkenndi lögreglan einnig mistök í málinu.Deilur við Barnaverndarstofu og óánægðir fósturforeldrar Í nóvember í fyrra var svo karlmaður handtekinn, grunaður um að stunda umfangsmikla vændisstarfsemi, en maðurinn vann hjá Barnavernd Reykjavíkur um nokkurra ára skeið en hann hætti störfum hjá Barnavernd nokkrum mánðum áður en það mál kom upp. Þá stigu fósturforeldrar fram nýlega í sjónvarpsþættinum Kveik og gagnrýndu vinnubrögð Barnaverndarnefndar Reykjavíkur harðlega í máli systkina sem höfðu verið í fóstri hjá fósturforeldrunum. Fordæmdi Barnaverndarstofa vinnubrögð Barnaverndar Reykjavíkur í því máli. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur sagði í kjölfar á umfjöllun Kveiks að nefndinni hefði aldrei borist formlegt erindi þess efnis að til stæði að áminna nefndina. Sagði hún að skilyrði barnaverndarlaga um áminningu væru ekki til staðar. Í yfirlýsingu Barnaverndarstofu sem send var fjölmiðlum sagði að af þeim tuttugu málum Barnaverndarnefndar Reykjavíkur sem Barnaverndarstofa hefur skoðað efnislega frá ársbyrjun 2014 hefur þurft að gera athugasemdir við málsmeðferð í nítján þeirra. Þá ætti enn eftir að taka ákvörðun um það hvort áminna þurfi nefndina. Barnavernd Reykjavíkur kvartaði til velferðarráðuneytisins vegna Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, fyrr í vetur. Var niðurstaða athugunar ráðuneytisins sú að ekki ríkti sá trúnaður og traust á milli aðila í barnavernd sem þurfi að vera til staðar en Bragi fór í leyfi frá störfum sínum hjá Barnaverndarstofu í febrúar. Ekki náðist í Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur, við vinnslu fréttarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Tengdar fréttir Barnaverndarnefnd Reykjavíkur segir skilyrði um áminningu ekki til staðar Barnaverndarnefndar Reykjavíkur segir að nefndinni hafi aldrei borist formlegt erindi þess efnis að til stæði að áminna nefndina. Segur hún að skilyrði barnaverndarlaga um áminningu séu ekki til staðar. 27. mars 2018 20:59 Búið að opna fyrir rafrænar ábendingar til Barnaverndar Um er að ræða lið í aðgerðaráætlun velferðarsviðs í kjölfar þess að starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur var kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. 5. apríl 2018 14:44 Rannsókn lögreglu á máli stuðningsfulltrúa lokið Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. 3. apríl 2018 12:15 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, mun láta af störfum í sumar en hún sagði starfi sínu lausu fyrir mánaðamót. Að því er fram kemur á vef RÚV, sem fyrst greindi frá málinu, mun Halldóra starfa út júnímánuð. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við RÚV að starfslokin tengist fyrirhuguðum breytingum á starfsemi barnaverndar í Reykjavík en til stendur að fara í umfangsmikla úttekt á skipulagi barnaverndarstarfs í borginni. Ekki liggur fyrir hver mun taka við starfi framkvæmdastjóra af Halldóru. Þó nokkur styr hefur staðið um Barnavernd Reykjavíkur undanfarin misseri en eins og fjallað hefur verið um hefur starfsmaður Barnaverndar setið í gæsluvarðhaldi frá því í janúar síðastliðnum, grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. Maðurinn starfaði á stuðningsheimili fyrir börn og unglinga á vegum Barnaverndar Reykjavíkur og var hann fyrst tilkynntur vegna gruns um kynferðisbrot árið 2008. Mistök starfsmanns borgarinnar urðu til þess að þeirri ábendingu var ekki komið lengra áfram í kerfinu. Maðurinn var svo kærður til lögreglu í ágúst í fyrra en ekki handtekinn fyrr en í janúar og viðurkenndi lögreglan einnig mistök í málinu.Deilur við Barnaverndarstofu og óánægðir fósturforeldrar Í nóvember í fyrra var svo karlmaður handtekinn, grunaður um að stunda umfangsmikla vændisstarfsemi, en maðurinn vann hjá Barnavernd Reykjavíkur um nokkurra ára skeið en hann hætti störfum hjá Barnavernd nokkrum mánðum áður en það mál kom upp. Þá stigu fósturforeldrar fram nýlega í sjónvarpsþættinum Kveik og gagnrýndu vinnubrögð Barnaverndarnefndar Reykjavíkur harðlega í máli systkina sem höfðu verið í fóstri hjá fósturforeldrunum. Fordæmdi Barnaverndarstofa vinnubrögð Barnaverndar Reykjavíkur í því máli. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur sagði í kjölfar á umfjöllun Kveiks að nefndinni hefði aldrei borist formlegt erindi þess efnis að til stæði að áminna nefndina. Sagði hún að skilyrði barnaverndarlaga um áminningu væru ekki til staðar. Í yfirlýsingu Barnaverndarstofu sem send var fjölmiðlum sagði að af þeim tuttugu málum Barnaverndarnefndar Reykjavíkur sem Barnaverndarstofa hefur skoðað efnislega frá ársbyrjun 2014 hefur þurft að gera athugasemdir við málsmeðferð í nítján þeirra. Þá ætti enn eftir að taka ákvörðun um það hvort áminna þurfi nefndina. Barnavernd Reykjavíkur kvartaði til velferðarráðuneytisins vegna Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, fyrr í vetur. Var niðurstaða athugunar ráðuneytisins sú að ekki ríkti sá trúnaður og traust á milli aðila í barnavernd sem þurfi að vera til staðar en Bragi fór í leyfi frá störfum sínum hjá Barnaverndarstofu í febrúar. Ekki náðist í Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur, við vinnslu fréttarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Tengdar fréttir Barnaverndarnefnd Reykjavíkur segir skilyrði um áminningu ekki til staðar Barnaverndarnefndar Reykjavíkur segir að nefndinni hafi aldrei borist formlegt erindi þess efnis að til stæði að áminna nefndina. Segur hún að skilyrði barnaverndarlaga um áminningu séu ekki til staðar. 27. mars 2018 20:59 Búið að opna fyrir rafrænar ábendingar til Barnaverndar Um er að ræða lið í aðgerðaráætlun velferðarsviðs í kjölfar þess að starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur var kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. 5. apríl 2018 14:44 Rannsókn lögreglu á máli stuðningsfulltrúa lokið Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. 3. apríl 2018 12:15 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Barnaverndarnefnd Reykjavíkur segir skilyrði um áminningu ekki til staðar Barnaverndarnefndar Reykjavíkur segir að nefndinni hafi aldrei borist formlegt erindi þess efnis að til stæði að áminna nefndina. Segur hún að skilyrði barnaverndarlaga um áminningu séu ekki til staðar. 27. mars 2018 20:59
Búið að opna fyrir rafrænar ábendingar til Barnaverndar Um er að ræða lið í aðgerðaráætlun velferðarsviðs í kjölfar þess að starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur var kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. 5. apríl 2018 14:44
Rannsókn lögreglu á máli stuðningsfulltrúa lokið Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. 3. apríl 2018 12:15