Vill óháða rannsókn á málsmeðferð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. apríl 2018 14:17 Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, telur að það sé réttast að kalla eftir óháðri rannsókn á málinu. Vísir/Eyþór Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segir að eðlilegast væri að ráðherra skipaði óháða aðila til að rannsaka málsmeðferð formlegra kvartana barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu yfir Braga Guðbrandssyni, sem er í ársleyfi frá starfi sínu sem forstjóri Barnaverndarstofu. Í stjórnmálaþættinum Silfrinu, þar sem málið var til umræðu, sagði Kolbeinn að honum þætti slæmt að viðkvæmur málaflokkur á borð barnavernd færi í „stjórnar og stjórnarandstöðu skotgrafir.“ Hann segir að það ríki ekki sátt um rannsóknina sem fór fram og því sé eðlilegast að kalla eftir óháðri rannsókn málsins. Kolbeinn segir að réttast sé að stjórnmálamenn stígi til hliðar í málinu og gefi óháðum aðilum svigrúm til að rannsaka málsmeðferðina.Þorsteinn Víglundsson segir að það sé mikilvægt að endurreisa traust á milli Barnaverndarstofu og viðkomandi Barnaverndarnefnda.Vísir/SamsettSkylda barnaverndaryfirvalda að gæta hagsmuna barnannaBarnaverndir á höfuðborgarsvæðinu leituðu formlega til velferðarráðuneytisins í ráðherratíð Þorsteins Víglundssonar í nóvember á síðasta ári. Formenn nefndanna sendu formlegt bréf með umkvörtunum barnaverndarstarfsmanna á hendur Braga. Í bréfinu var kvartað yfir starfsháttum Braga og hann sakaður um óeðlileg afskipti af einstökum málum. Þorsteinn var einn gesta í umræðuþættinum og sagði að það hafi vakið furðu hjá sér að málið skyldi ekki leitt til lykta. „Þegar þetta mál kom inn á mitt borð, sem ráðherra þá, sá maður strax að þarna voru mjög alvarlegar kvartanir af hálfu þriggja barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu. Þetta var kannski sínu alvarlegasta málið - þetta mál sem Stundin er að fjalla um - en það voru umtalsvert fleiri tilvik þar sem nefndirnar voru að kvarta yfir óformlegum afskiptum Braga af einstökum málum, þar sem þau töldu að ekki væri rétt staðið að málum af hálfu forstjóra Barnaverndarstofu,“ segir Þorsteinn. Hann segir að það sé ómögulegt að reyna að endurvekja traust á málaflokknum og málsmeðferðinni öðruvísi en að birta niðurstöður rannsóknarinnar. „Í mínum huga má ekki flækja þetta um of með einhverjum tæknilegum atriðum. Skylda barnaverndaryfirvalda á hverjum tíma er að gæta hagsmuna barnanna og í þessu máli, í Hafnarfirði, án þess að við setjumst í neitt dómarasæti um það mál sem slíkt, að þá get ég ekki séð hvernig forstjóri barnaverndarstofu var að gæta hagsmuna barnanna með þessu máli.“ Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar, sagðist telja að málið liti allt öðruvísi út í dag ef ráðherra hefði látið velferðarnefnd hafa gögnin strax. „Ég get alveg sagt að ef þessar upplýsingar hefðu legið fyrir í febrúar hefði ekki verið svona auðvelt fyrir ríkisstjórnarinnar að tilefna Braga í þetta starf hjá Sameinuðu þjóðunum. Nú er þetta orðið of seint, ég veit það ekki.“ Ásmundur Einar Daðason kemur fyrir velferðarnefnd á morgun. Bragi Guðbrandsson hefur að auki óskað eftir því að koma fyrir nefndina sem allra fyrst. Hann telur sig geta varpað nýju ljósi á málið sem „kollvarpi þeirri mynd sem hefur verið uppi í umfjöllun stundarinnar um málið og í kjölfar hennar,“ eins og Bragi kemst sjálfur að orði í yfirlýsingu. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segir að eðlilegast væri að ráðherra skipaði óháða aðila til að rannsaka málsmeðferð formlegra kvartana barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu yfir Braga Guðbrandssyni, sem er í ársleyfi frá starfi sínu sem forstjóri Barnaverndarstofu. Í stjórnmálaþættinum Silfrinu, þar sem málið var til umræðu, sagði Kolbeinn að honum þætti slæmt að viðkvæmur málaflokkur á borð barnavernd færi í „stjórnar og stjórnarandstöðu skotgrafir.“ Hann segir að það ríki ekki sátt um rannsóknina sem fór fram og því sé eðlilegast að kalla eftir óháðri rannsókn málsins. Kolbeinn segir að réttast sé að stjórnmálamenn stígi til hliðar í málinu og gefi óháðum aðilum svigrúm til að rannsaka málsmeðferðina.Þorsteinn Víglundsson segir að það sé mikilvægt að endurreisa traust á milli Barnaverndarstofu og viðkomandi Barnaverndarnefnda.Vísir/SamsettSkylda barnaverndaryfirvalda að gæta hagsmuna barnannaBarnaverndir á höfuðborgarsvæðinu leituðu formlega til velferðarráðuneytisins í ráðherratíð Þorsteins Víglundssonar í nóvember á síðasta ári. Formenn nefndanna sendu formlegt bréf með umkvörtunum barnaverndarstarfsmanna á hendur Braga. Í bréfinu var kvartað yfir starfsháttum Braga og hann sakaður um óeðlileg afskipti af einstökum málum. Þorsteinn var einn gesta í umræðuþættinum og sagði að það hafi vakið furðu hjá sér að málið skyldi ekki leitt til lykta. „Þegar þetta mál kom inn á mitt borð, sem ráðherra þá, sá maður strax að þarna voru mjög alvarlegar kvartanir af hálfu þriggja barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu. Þetta var kannski sínu alvarlegasta málið - þetta mál sem Stundin er að fjalla um - en það voru umtalsvert fleiri tilvik þar sem nefndirnar voru að kvarta yfir óformlegum afskiptum Braga af einstökum málum, þar sem þau töldu að ekki væri rétt staðið að málum af hálfu forstjóra Barnaverndarstofu,“ segir Þorsteinn. Hann segir að það sé ómögulegt að reyna að endurvekja traust á málaflokknum og málsmeðferðinni öðruvísi en að birta niðurstöður rannsóknarinnar. „Í mínum huga má ekki flækja þetta um of með einhverjum tæknilegum atriðum. Skylda barnaverndaryfirvalda á hverjum tíma er að gæta hagsmuna barnanna og í þessu máli, í Hafnarfirði, án þess að við setjumst í neitt dómarasæti um það mál sem slíkt, að þá get ég ekki séð hvernig forstjóri barnaverndarstofu var að gæta hagsmuna barnanna með þessu máli.“ Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar, sagðist telja að málið liti allt öðruvísi út í dag ef ráðherra hefði látið velferðarnefnd hafa gögnin strax. „Ég get alveg sagt að ef þessar upplýsingar hefðu legið fyrir í febrúar hefði ekki verið svona auðvelt fyrir ríkisstjórnarinnar að tilefna Braga í þetta starf hjá Sameinuðu þjóðunum. Nú er þetta orðið of seint, ég veit það ekki.“ Ásmundur Einar Daðason kemur fyrir velferðarnefnd á morgun. Bragi Guðbrandsson hefur að auki óskað eftir því að koma fyrir nefndina sem allra fyrst. Hann telur sig geta varpað nýju ljósi á málið sem „kollvarpi þeirri mynd sem hefur verið uppi í umfjöllun stundarinnar um málið og í kjölfar hennar,“ eins og Bragi kemst sjálfur að orði í yfirlýsingu.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira