Vill óháða rannsókn á málsmeðferð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. apríl 2018 14:17 Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, telur að það sé réttast að kalla eftir óháðri rannsókn á málinu. Vísir/Eyþór Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segir að eðlilegast væri að ráðherra skipaði óháða aðila til að rannsaka málsmeðferð formlegra kvartana barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu yfir Braga Guðbrandssyni, sem er í ársleyfi frá starfi sínu sem forstjóri Barnaverndarstofu. Í stjórnmálaþættinum Silfrinu, þar sem málið var til umræðu, sagði Kolbeinn að honum þætti slæmt að viðkvæmur málaflokkur á borð barnavernd færi í „stjórnar og stjórnarandstöðu skotgrafir.“ Hann segir að það ríki ekki sátt um rannsóknina sem fór fram og því sé eðlilegast að kalla eftir óháðri rannsókn málsins. Kolbeinn segir að réttast sé að stjórnmálamenn stígi til hliðar í málinu og gefi óháðum aðilum svigrúm til að rannsaka málsmeðferðina.Þorsteinn Víglundsson segir að það sé mikilvægt að endurreisa traust á milli Barnaverndarstofu og viðkomandi Barnaverndarnefnda.Vísir/SamsettSkylda barnaverndaryfirvalda að gæta hagsmuna barnannaBarnaverndir á höfuðborgarsvæðinu leituðu formlega til velferðarráðuneytisins í ráðherratíð Þorsteins Víglundssonar í nóvember á síðasta ári. Formenn nefndanna sendu formlegt bréf með umkvörtunum barnaverndarstarfsmanna á hendur Braga. Í bréfinu var kvartað yfir starfsháttum Braga og hann sakaður um óeðlileg afskipti af einstökum málum. Þorsteinn var einn gesta í umræðuþættinum og sagði að það hafi vakið furðu hjá sér að málið skyldi ekki leitt til lykta. „Þegar þetta mál kom inn á mitt borð, sem ráðherra þá, sá maður strax að þarna voru mjög alvarlegar kvartanir af hálfu þriggja barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu. Þetta var kannski sínu alvarlegasta málið - þetta mál sem Stundin er að fjalla um - en það voru umtalsvert fleiri tilvik þar sem nefndirnar voru að kvarta yfir óformlegum afskiptum Braga af einstökum málum, þar sem þau töldu að ekki væri rétt staðið að málum af hálfu forstjóra Barnaverndarstofu,“ segir Þorsteinn. Hann segir að það sé ómögulegt að reyna að endurvekja traust á málaflokknum og málsmeðferðinni öðruvísi en að birta niðurstöður rannsóknarinnar. „Í mínum huga má ekki flækja þetta um of með einhverjum tæknilegum atriðum. Skylda barnaverndaryfirvalda á hverjum tíma er að gæta hagsmuna barnanna og í þessu máli, í Hafnarfirði, án þess að við setjumst í neitt dómarasæti um það mál sem slíkt, að þá get ég ekki séð hvernig forstjóri barnaverndarstofu var að gæta hagsmuna barnanna með þessu máli.“ Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar, sagðist telja að málið liti allt öðruvísi út í dag ef ráðherra hefði látið velferðarnefnd hafa gögnin strax. „Ég get alveg sagt að ef þessar upplýsingar hefðu legið fyrir í febrúar hefði ekki verið svona auðvelt fyrir ríkisstjórnarinnar að tilefna Braga í þetta starf hjá Sameinuðu þjóðunum. Nú er þetta orðið of seint, ég veit það ekki.“ Ásmundur Einar Daðason kemur fyrir velferðarnefnd á morgun. Bragi Guðbrandsson hefur að auki óskað eftir því að koma fyrir nefndina sem allra fyrst. Hann telur sig geta varpað nýju ljósi á málið sem „kollvarpi þeirri mynd sem hefur verið uppi í umfjöllun stundarinnar um málið og í kjölfar hennar,“ eins og Bragi kemst sjálfur að orði í yfirlýsingu. Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segir að eðlilegast væri að ráðherra skipaði óháða aðila til að rannsaka málsmeðferð formlegra kvartana barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu yfir Braga Guðbrandssyni, sem er í ársleyfi frá starfi sínu sem forstjóri Barnaverndarstofu. Í stjórnmálaþættinum Silfrinu, þar sem málið var til umræðu, sagði Kolbeinn að honum þætti slæmt að viðkvæmur málaflokkur á borð barnavernd færi í „stjórnar og stjórnarandstöðu skotgrafir.“ Hann segir að það ríki ekki sátt um rannsóknina sem fór fram og því sé eðlilegast að kalla eftir óháðri rannsókn málsins. Kolbeinn segir að réttast sé að stjórnmálamenn stígi til hliðar í málinu og gefi óháðum aðilum svigrúm til að rannsaka málsmeðferðina.Þorsteinn Víglundsson segir að það sé mikilvægt að endurreisa traust á milli Barnaverndarstofu og viðkomandi Barnaverndarnefnda.Vísir/SamsettSkylda barnaverndaryfirvalda að gæta hagsmuna barnannaBarnaverndir á höfuðborgarsvæðinu leituðu formlega til velferðarráðuneytisins í ráðherratíð Þorsteins Víglundssonar í nóvember á síðasta ári. Formenn nefndanna sendu formlegt bréf með umkvörtunum barnaverndarstarfsmanna á hendur Braga. Í bréfinu var kvartað yfir starfsháttum Braga og hann sakaður um óeðlileg afskipti af einstökum málum. Þorsteinn var einn gesta í umræðuþættinum og sagði að það hafi vakið furðu hjá sér að málið skyldi ekki leitt til lykta. „Þegar þetta mál kom inn á mitt borð, sem ráðherra þá, sá maður strax að þarna voru mjög alvarlegar kvartanir af hálfu þriggja barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu. Þetta var kannski sínu alvarlegasta málið - þetta mál sem Stundin er að fjalla um - en það voru umtalsvert fleiri tilvik þar sem nefndirnar voru að kvarta yfir óformlegum afskiptum Braga af einstökum málum, þar sem þau töldu að ekki væri rétt staðið að málum af hálfu forstjóra Barnaverndarstofu,“ segir Þorsteinn. Hann segir að það sé ómögulegt að reyna að endurvekja traust á málaflokknum og málsmeðferðinni öðruvísi en að birta niðurstöður rannsóknarinnar. „Í mínum huga má ekki flækja þetta um of með einhverjum tæknilegum atriðum. Skylda barnaverndaryfirvalda á hverjum tíma er að gæta hagsmuna barnanna og í þessu máli, í Hafnarfirði, án þess að við setjumst í neitt dómarasæti um það mál sem slíkt, að þá get ég ekki séð hvernig forstjóri barnaverndarstofu var að gæta hagsmuna barnanna með þessu máli.“ Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar, sagðist telja að málið liti allt öðruvísi út í dag ef ráðherra hefði látið velferðarnefnd hafa gögnin strax. „Ég get alveg sagt að ef þessar upplýsingar hefðu legið fyrir í febrúar hefði ekki verið svona auðvelt fyrir ríkisstjórnarinnar að tilefna Braga í þetta starf hjá Sameinuðu þjóðunum. Nú er þetta orðið of seint, ég veit það ekki.“ Ásmundur Einar Daðason kemur fyrir velferðarnefnd á morgun. Bragi Guðbrandsson hefur að auki óskað eftir því að koma fyrir nefndina sem allra fyrst. Hann telur sig geta varpað nýju ljósi á málið sem „kollvarpi þeirri mynd sem hefur verið uppi í umfjöllun stundarinnar um málið og í kjölfar hennar,“ eins og Bragi kemst sjálfur að orði í yfirlýsingu.
Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira