Réðu konu til að ræða við meint fórnarlamb Kavanaugh Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2018 23:05 Brett Kavanaugh. AP/Manuel Balce Ceneta Repúblikanar í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings hafa ráðið kvenkyns lögfræðing til að spyrja Christine Blasey Ford spurninga á fundi nefndarinnar á fimmtudaginn. Ford hefur sakað Brett Kavanaugh, sem Donald Trump hefur tilnefnt til Hæstaréttar Bandaríkjanna, um að hafa reynt að nauðga sér þegar þau voru unglingar. Kavanaugh mun einnig bera vitni á nefndarfundinum á fimmtudaginn en hann hefur neitað ásökunum beggja kvennanna sem hafa stigið fram. Allir ellefu þingmenn Repúblikanaflokksins í nefndinni eru eldri karlar og hafa þeir óttast hvernig það myndi líta út að þeir myndu spyrja hana út í ásakanir hennar. Þeir óttast að tapa atkvæðum kvenna þegar svo stutt er í þingkosningar. Þeir hafa ekki viljað opinbera nafn hennar og segja það gert til að tryggja öryggi hennar. Chuck Grassley, formaður nefndarinnar, var spurður hvort einhverjar hótanir hefðu borist og sagðist hann ekki vita til þess. Repúblikanar hafa lagt mikið kapp í að koma Kavanaugh í embætti og Mitch McConnell, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, hefur skipulagt atkvæðagreiðslu um tilnefningu Kavanaugh strax á föstudaginn, samkvæmt Politco.McConnell sagði í dag að Kvanaugh væri fórnarlamb „vopnvædds rógburðs“.Segir ásökun vera tilbúning Önnur kona hefur stigið fram og sakað Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, um kynferðisofbeldi.Deborah Ramirez, skólasystir dómarans úr Yale háskóanum, segir frá ásökununum í viðtali við the New Yorker. Hún sakar hann um að hafa skólaárið 1983-1984 berað sig í gleðskap á heimavist skólans og þrýst kynfærum sínum að andliti hennar þannig að þau snertu andlit hennar án samþykkis. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði fyrr í dag að saga hennar væri tilbúningur. Hún hefði „sko verið ölvuð og í ruglinu“ eins og forsetinn orðaði það. Þá sagði hann, aftur, að ásakanirnar gegn Kavanaugh væru runnar undan rifjum Demókrata. „Seinni konan er með ekkert í höndunum. Hún heldur að þetta hafi verið hann, kannski ekki. Hún viðurkennir að hafa verið ölvuð og að hún muni þetta ekki algerlega,“ sagði Trump og gerði hann lítið úr málinu. „Einmitt,“ sagði hann með kaldhæðnistón. „Við skulum ekki gera hann að Hæstaréttardómara út af þessu. Þetta er svikamylla Demókrataflokksins.“ Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir „Ég er ekki að fara neitt“ Tvær konur hafa stigið fram og sakað Kavanaugh um kynferðisbrot á árum áður en hann þvertekur fyrir að hafa brotið af sér. 24. september 2018 21:19 Trump segir ásakanir á hendur Kavanaugh pólitískar Bandaríkjaforseti segist standa með dómaranum Brett Kavanaugh „alla leið“. 24. september 2018 13:56 Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Repúblikanar í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings hafa ráðið kvenkyns lögfræðing til að spyrja Christine Blasey Ford spurninga á fundi nefndarinnar á fimmtudaginn. Ford hefur sakað Brett Kavanaugh, sem Donald Trump hefur tilnefnt til Hæstaréttar Bandaríkjanna, um að hafa reynt að nauðga sér þegar þau voru unglingar. Kavanaugh mun einnig bera vitni á nefndarfundinum á fimmtudaginn en hann hefur neitað ásökunum beggja kvennanna sem hafa stigið fram. Allir ellefu þingmenn Repúblikanaflokksins í nefndinni eru eldri karlar og hafa þeir óttast hvernig það myndi líta út að þeir myndu spyrja hana út í ásakanir hennar. Þeir óttast að tapa atkvæðum kvenna þegar svo stutt er í þingkosningar. Þeir hafa ekki viljað opinbera nafn hennar og segja það gert til að tryggja öryggi hennar. Chuck Grassley, formaður nefndarinnar, var spurður hvort einhverjar hótanir hefðu borist og sagðist hann ekki vita til þess. Repúblikanar hafa lagt mikið kapp í að koma Kavanaugh í embætti og Mitch McConnell, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, hefur skipulagt atkvæðagreiðslu um tilnefningu Kavanaugh strax á föstudaginn, samkvæmt Politco.McConnell sagði í dag að Kvanaugh væri fórnarlamb „vopnvædds rógburðs“.Segir ásökun vera tilbúning Önnur kona hefur stigið fram og sakað Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, um kynferðisofbeldi.Deborah Ramirez, skólasystir dómarans úr Yale háskóanum, segir frá ásökununum í viðtali við the New Yorker. Hún sakar hann um að hafa skólaárið 1983-1984 berað sig í gleðskap á heimavist skólans og þrýst kynfærum sínum að andliti hennar þannig að þau snertu andlit hennar án samþykkis. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði fyrr í dag að saga hennar væri tilbúningur. Hún hefði „sko verið ölvuð og í ruglinu“ eins og forsetinn orðaði það. Þá sagði hann, aftur, að ásakanirnar gegn Kavanaugh væru runnar undan rifjum Demókrata. „Seinni konan er með ekkert í höndunum. Hún heldur að þetta hafi verið hann, kannski ekki. Hún viðurkennir að hafa verið ölvuð og að hún muni þetta ekki algerlega,“ sagði Trump og gerði hann lítið úr málinu. „Einmitt,“ sagði hann með kaldhæðnistón. „Við skulum ekki gera hann að Hæstaréttardómara út af þessu. Þetta er svikamylla Demókrataflokksins.“
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir „Ég er ekki að fara neitt“ Tvær konur hafa stigið fram og sakað Kavanaugh um kynferðisbrot á árum áður en hann þvertekur fyrir að hafa brotið af sér. 24. september 2018 21:19 Trump segir ásakanir á hendur Kavanaugh pólitískar Bandaríkjaforseti segist standa með dómaranum Brett Kavanaugh „alla leið“. 24. september 2018 13:56 Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
„Ég er ekki að fara neitt“ Tvær konur hafa stigið fram og sakað Kavanaugh um kynferðisbrot á árum áður en hann þvertekur fyrir að hafa brotið af sér. 24. september 2018 21:19
Trump segir ásakanir á hendur Kavanaugh pólitískar Bandaríkjaforseti segist standa með dómaranum Brett Kavanaugh „alla leið“. 24. september 2018 13:56
Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49