Biðlistar eftir biðlistum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. september 2018 16:40 Erna Indriðadóttir varaformaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni segir stefnu stjórnvalda í málefnum aldraðra löngu gengna sér til húðar. Hún furðar sig á að stjórnvöld séu ekki fyrir löngu búin að gera áætlanir málaflokknum þegar lengi hafi legið fyrir að þjóðin er að eldast hratt. Aðsend mynd Erna Indriðadóttir varaformaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni segir stefnu stjórnvalda í málefnum aldraðra löngu gengna sér til húðar. Hún furðar sig á að stjórnvöld séu ekki fyrir löngu búin að gera áætlanir málaflokknum þegar lengi hafi legið fyrir að þjóðin er að eldast hratt.Við sögðum frá því í gær að 131 sjúklingur liggur inná Landspítala og bíður eftir að komast á Hjúkrunarheimili. Þetta er tæpur fjórðungur allra sjúkrarúma á spítalanum. Hátt í 40 sjúklingar gátu ekki lagst inn í gær vegna þessa og manneklu á spítalanum. Þá er búið að loka 40 rúmum. Erna segir þetta sífellt vera endurtaka sig en þegar árið 2002 hafi hundrað eldri borgara legið á göngum Landsspítalans. Á næstu 12 árum sé gert ráð fyrir að 45% fleiri verði í hópi 80 ára og eldri hér á landi og þeir verði þá orðnir um átjánþúsund talsins.Málið þolir enga bið „Ástandið er óþolandi fyrir gamalt og veikt fólk og aðstandendur þeirra eins og þetta ástand lýsir vel. Framkvæmdasjóður aldraðra hefur átt að sjá um uppbyggingu dvalar-og hjúkrunarheimila fyrir eldri borgara en því miður hefur of lítill hluti sjóðsins farið í hana. Of hátt hlutfall hans farið í rekstur heimilanna,“ segir Erna. Erna tekur fram að heilbrigðisráðherra hafi boðað mikið átak í málefnum aldraðra. Það eigi jafnvel að nota hluta af þjóðarsjóðnum í uppbyggingu hjúkrunarheimila. „En á meðan hleðst vandinn bara upp og ljóst að þessi mál þola enga bið,“ segir Erna Indriðadóttir að lokum.Jóhanna Friðriksdóttir rekur hvernig biðlistar eftir biðlistum bíða eldra fólks sem glímir við veikindi.Síendurteknir biðlistar Jóhanna Friðriksdóttir deildarstjóri endurhæfingardeildar aldaðra á Landakoti-Landspítala segir að þegar gamalt fólk veikist alvarlega geti tekið langan tíma að komast á hjúkrunarheimili. „Veikt gamalt fólk byrjar oft á því að bíða eftir aðgerð á spítala. Ef þörf er á endurhæfingu að aðgerð lokinni tekur við önnur bið sem getur varað í einn mánuð. Hér á endurhæfingardeildinni eru venjulega um 21 sjúklingur hverju sinni og um 20-40 á biðlista sem liggja á meðan á bráðadeildum spítalans. Eftir endurhæfingu hér fer fram færni- og heilsumat þar sem metið er hvort viðkomandi getur búið heima eða þarf að fara á hjúkrunarheimili. Fólk hefur venjulega mestan áhuga á að komast á að komast í einbýli á hjúkrunarheimili. Biðin getur verið frá tveimur til tólf mánuðum. Þangað til þarf fólk að fara í biðpláss Landspítalans á Vífilsstöðum, Akranesi og Borgarnesi. Það getur hins vegar þurft að bíða eftir þeim plássum. Þetta getur því tekið á en gamla fólkið kvartar sjaldnast,“ segir Jóhanna Friðriksdóttir. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sárvantar fagfólk á Landspítala Fjörutíu sjúkrarúm á Landspítalanum standa ónotuð vegna manneklu og ekki var hægt að leggja inn hátt í 40 sjúklinga í morgun. 24. september 2018 19:53 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Shamsudin-bræður, mamma þeirra og fleiri grunuð í tugmilljóna máli Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Shamsudin-bræður, mamma þeirra og fleiri grunuð í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Erna Indriðadóttir varaformaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni segir stefnu stjórnvalda í málefnum aldraðra löngu gengna sér til húðar. Hún furðar sig á að stjórnvöld séu ekki fyrir löngu búin að gera áætlanir málaflokknum þegar lengi hafi legið fyrir að þjóðin er að eldast hratt.Við sögðum frá því í gær að 131 sjúklingur liggur inná Landspítala og bíður eftir að komast á Hjúkrunarheimili. Þetta er tæpur fjórðungur allra sjúkrarúma á spítalanum. Hátt í 40 sjúklingar gátu ekki lagst inn í gær vegna þessa og manneklu á spítalanum. Þá er búið að loka 40 rúmum. Erna segir þetta sífellt vera endurtaka sig en þegar árið 2002 hafi hundrað eldri borgara legið á göngum Landsspítalans. Á næstu 12 árum sé gert ráð fyrir að 45% fleiri verði í hópi 80 ára og eldri hér á landi og þeir verði þá orðnir um átjánþúsund talsins.Málið þolir enga bið „Ástandið er óþolandi fyrir gamalt og veikt fólk og aðstandendur þeirra eins og þetta ástand lýsir vel. Framkvæmdasjóður aldraðra hefur átt að sjá um uppbyggingu dvalar-og hjúkrunarheimila fyrir eldri borgara en því miður hefur of lítill hluti sjóðsins farið í hana. Of hátt hlutfall hans farið í rekstur heimilanna,“ segir Erna. Erna tekur fram að heilbrigðisráðherra hafi boðað mikið átak í málefnum aldraðra. Það eigi jafnvel að nota hluta af þjóðarsjóðnum í uppbyggingu hjúkrunarheimila. „En á meðan hleðst vandinn bara upp og ljóst að þessi mál þola enga bið,“ segir Erna Indriðadóttir að lokum.Jóhanna Friðriksdóttir rekur hvernig biðlistar eftir biðlistum bíða eldra fólks sem glímir við veikindi.Síendurteknir biðlistar Jóhanna Friðriksdóttir deildarstjóri endurhæfingardeildar aldaðra á Landakoti-Landspítala segir að þegar gamalt fólk veikist alvarlega geti tekið langan tíma að komast á hjúkrunarheimili. „Veikt gamalt fólk byrjar oft á því að bíða eftir aðgerð á spítala. Ef þörf er á endurhæfingu að aðgerð lokinni tekur við önnur bið sem getur varað í einn mánuð. Hér á endurhæfingardeildinni eru venjulega um 21 sjúklingur hverju sinni og um 20-40 á biðlista sem liggja á meðan á bráðadeildum spítalans. Eftir endurhæfingu hér fer fram færni- og heilsumat þar sem metið er hvort viðkomandi getur búið heima eða þarf að fara á hjúkrunarheimili. Fólk hefur venjulega mestan áhuga á að komast á að komast í einbýli á hjúkrunarheimili. Biðin getur verið frá tveimur til tólf mánuðum. Þangað til þarf fólk að fara í biðpláss Landspítalans á Vífilsstöðum, Akranesi og Borgarnesi. Það getur hins vegar þurft að bíða eftir þeim plássum. Þetta getur því tekið á en gamla fólkið kvartar sjaldnast,“ segir Jóhanna Friðriksdóttir.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sárvantar fagfólk á Landspítala Fjörutíu sjúkrarúm á Landspítalanum standa ónotuð vegna manneklu og ekki var hægt að leggja inn hátt í 40 sjúklinga í morgun. 24. september 2018 19:53 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Shamsudin-bræður, mamma þeirra og fleiri grunuð í tugmilljóna máli Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Shamsudin-bræður, mamma þeirra og fleiri grunuð í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Sárvantar fagfólk á Landspítala Fjörutíu sjúkrarúm á Landspítalanum standa ónotuð vegna manneklu og ekki var hægt að leggja inn hátt í 40 sjúklinga í morgun. 24. september 2018 19:53