Gjaldhlutfall óbreytt og veiðigjaldanefnd verður lögð niður Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. september 2018 18:14 Gjaldhlutfall veiðigjalds helst óbreytt og verður 33 prósent samkvæmt nýju frumvarpi um veiðigjöld. Aftur á móti verða færri tegundir gjaldskildar og hagnaður af vinnslu verður undanskilin gjaldi, ólíkt því sem nú er. Ráðherra hyggst mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi í þessari viku. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti frumvarp um nýtt fyrirkomulag veiðigjalda á blaðamannafundi í dag. Að sögn ráðherra er með frumvarpinu leitast við að bæta úr annmörkum núverandi kerfis. Hann segir að hvorki hafi verið horft til lækkunar né hækkunar við vinnslu frumvarpsins. „Við höfum ekki verið að horfa til þess með beinum hætti. Við að sjálfsögðu reynum að meta áhrifin af þessu en meginatriðið hefur verið það að gera gjaldið sanngjarnara gagnvart þeirri sveiflu sem að oftast kemur fram í svokölluðum reiknuðum gengismun,“ segir Kristján Þór. Þannig verða útreikningar á gjaldstofni færðir nær í tíma og mun byggja á árs gömlum gögnum en ekki tæplega tveggja ára líkt og nú er. Þá verður veiðigjald eingöngu lagt á veiðar og mun þannig ekki leggjast á hagnað af fiskvinnslu auk þess sem tillit verður tekið til fjárfestinga. „Við höfum skilið vinnsluþáttinn frá og erum að reyna það vegna þess að það eru dæmi um fiskvinnslur sem hafa ekki útgerð. Útgerðin á að greiða þetta gjald og allt regluverkið miðast við það,“ útskýrir Kristján Þór. Aðspurður segir hann þetta ekki koma til með að hafa áhrif á hvað skili sér í ríkiskassann enda sé veiðigjaldið hugsað sem aðgangsgjald að auðlindinni og því sé eðlilegt að vinnslan sé undanskilin.Samþykkt af ríkisstjórn í morgun Með frumvarpinu er leitast við að draga úr flækjustigi, veiðigjaldanefnd verður lögð niður og ríkisskattstjóra falið að annast útreikning. Þá verða tegundir utan aflamarks, að frátöldum makríl, undanskildar veiðigjaldi. Þannig fækkar gjaldskildum tegundum og segir Kristján Þór það fela í sér annars vegar hvata til að sækja í ódýrari tegundir og hins vegar dragi það úr líkum á brottkasti þegar slíkar tegundir slæðast með í fengnum. Kristján Þór segir frumvarpið mjög frábrugðið frumvarpi atvinnuveganefndar sem tekist var harkalega á um við lok þingsins í vor. „Þetta er búið að fara í gegnum ríkisstjórn, þingflokkarnir eru búnir að samþykkja þetta, það er ágætis samstaða um málið, eðlilega skiptar skoðanir bara eins og gengur en ég hef engar áhyggjur af því að við náum saman um þá þætti sem kunna að koma upp í meðferð þingsins,“ segir Kristján Þór en bæði þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu hafa fengið kynningu á frumvarpinu. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Gjaldhlutfall veiðigjalds helst óbreytt og verður 33 prósent samkvæmt nýju frumvarpi um veiðigjöld. Aftur á móti verða færri tegundir gjaldskildar og hagnaður af vinnslu verður undanskilin gjaldi, ólíkt því sem nú er. Ráðherra hyggst mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi í þessari viku. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti frumvarp um nýtt fyrirkomulag veiðigjalda á blaðamannafundi í dag. Að sögn ráðherra er með frumvarpinu leitast við að bæta úr annmörkum núverandi kerfis. Hann segir að hvorki hafi verið horft til lækkunar né hækkunar við vinnslu frumvarpsins. „Við höfum ekki verið að horfa til þess með beinum hætti. Við að sjálfsögðu reynum að meta áhrifin af þessu en meginatriðið hefur verið það að gera gjaldið sanngjarnara gagnvart þeirri sveiflu sem að oftast kemur fram í svokölluðum reiknuðum gengismun,“ segir Kristján Þór. Þannig verða útreikningar á gjaldstofni færðir nær í tíma og mun byggja á árs gömlum gögnum en ekki tæplega tveggja ára líkt og nú er. Þá verður veiðigjald eingöngu lagt á veiðar og mun þannig ekki leggjast á hagnað af fiskvinnslu auk þess sem tillit verður tekið til fjárfestinga. „Við höfum skilið vinnsluþáttinn frá og erum að reyna það vegna þess að það eru dæmi um fiskvinnslur sem hafa ekki útgerð. Útgerðin á að greiða þetta gjald og allt regluverkið miðast við það,“ útskýrir Kristján Þór. Aðspurður segir hann þetta ekki koma til með að hafa áhrif á hvað skili sér í ríkiskassann enda sé veiðigjaldið hugsað sem aðgangsgjald að auðlindinni og því sé eðlilegt að vinnslan sé undanskilin.Samþykkt af ríkisstjórn í morgun Með frumvarpinu er leitast við að draga úr flækjustigi, veiðigjaldanefnd verður lögð niður og ríkisskattstjóra falið að annast útreikning. Þá verða tegundir utan aflamarks, að frátöldum makríl, undanskildar veiðigjaldi. Þannig fækkar gjaldskildum tegundum og segir Kristján Þór það fela í sér annars vegar hvata til að sækja í ódýrari tegundir og hins vegar dragi það úr líkum á brottkasti þegar slíkar tegundir slæðast með í fengnum. Kristján Þór segir frumvarpið mjög frábrugðið frumvarpi atvinnuveganefndar sem tekist var harkalega á um við lok þingsins í vor. „Þetta er búið að fara í gegnum ríkisstjórn, þingflokkarnir eru búnir að samþykkja þetta, það er ágætis samstaða um málið, eðlilega skiptar skoðanir bara eins og gengur en ég hef engar áhyggjur af því að við náum saman um þá þætti sem kunna að koma upp í meðferð þingsins,“ segir Kristján Þór en bæði þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu hafa fengið kynningu á frumvarpinu.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira