AGS segir alþjóðlegt viðskiptastríð, olíuverð og miklar launahækkanir ógna stöðugleika Heimir Már Pétursson skrifar 25. september 2018 20:21 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur nauðsynlegt að efla Fjármálaeftirlitið og að allt eftirlit með fjármálastarfsemi verði sameinað í Seðlabanka Íslands. Almennt er sjóðurinn ánægður með þróun efnahagsmála á Íslandi. Það sé jákvætt að dregið hafi úr hagvexti og fjölgun ferðamanna. Talsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, AGS, kynntu niðurstöður sínar um stöðu íslensks efnahagslífs að lokinni árlegri tíu daga heimsókn sinni til landsins í dag. Sjóðurinn stendur við fyrri spár um mjúka lendingu eftir þensluskeið liðinna ára. Minni hagvöxtur hafi dregið úr hættu á ofhitnun og styrking krónunnar á árunum 2015 til 16 hafi hægt og bítandi dregið úr ósjálfbærri fjölgun ferðamanna. Aukið framboð á nýju húsnæði hægi á verðhækkunum á fasteignamarkaði og það sé eftirtektarverður árangur að verðbólga hafi í fimm ár verið nálægt markmiðum Seðlabankans. Ashok Bhatia aðstoðaryfirmaður AGS í Evrópu segir að engu að síður séu áhættuþættir til staðar. Það séu til að mynda áskoranir í flutningi á ferðamönnum með hækkandi eldsneytisverði og aukinni samkeppni í flugi frá miðju síðasta ári og sterk staða krónunnar. „Og það er raunveruleg áhætta, kannski lítil enn sem komið er, en enn til staðar á allsherjar alþjóðlegu viðskiptastríði. Það gæti haft áhrif á útflutningsvörum eins og áli og öðrum vörum sem Íslendingar flytja út. Þannig að það er áhyggjuefni,” segir Bhatia. Þá skapi útganga Breta úr Evrópusambandinu óvissu fyrir íslenskt efnahagslífi vegna útflutnings og fjölda ferðamanna frá Bretlandi. Niðurstaða komandi kjarasamninga ráði einnig miklu um framhaldið. „Ef sagan frá 2015 með miklum launahækkunum endurtekur sig. Hærri en framleiðsluaukningin. Mun það skaða samkeppnishæfni Íslands,” segir Bhatia. Sjóðurinn telur fjárfestingu í innviðum eins og menntun og heilbrigðisþjónustu ásamt niðurgreiðslu skulda til góða en telur að bæta þurfi eftirlit með allri fjármálastarfsemi. „Það var fjármálalífið sem ýtti Íslandi út í kreppu fyrir áratug,” minnir Bhatia á. Nú tíu árum eftir hrun ætti rökræðum um fyrirkomulag fjármálaeftirlits að ljúka og aðgerðir taka við. „Við teljum að það megi einfalda skipulag fjármálaeftirlitsins. Þá teljum við líkur á að með því að færa allt eftirlitið undir þak Seðlabankans sé góð hugmynd. Það muni straumlínulaga eftirlitið og taka meira tillit til hagfræðilegra stærða á víðum og breiðum grunni,” segir Ashik Bhatia. Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur nauðsynlegt að efla Fjármálaeftirlitið og að allt eftirlit með fjármálastarfsemi verði sameinað í Seðlabanka Íslands. Almennt er sjóðurinn ánægður með þróun efnahagsmála á Íslandi. Það sé jákvætt að dregið hafi úr hagvexti og fjölgun ferðamanna. Talsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, AGS, kynntu niðurstöður sínar um stöðu íslensks efnahagslífs að lokinni árlegri tíu daga heimsókn sinni til landsins í dag. Sjóðurinn stendur við fyrri spár um mjúka lendingu eftir þensluskeið liðinna ára. Minni hagvöxtur hafi dregið úr hættu á ofhitnun og styrking krónunnar á árunum 2015 til 16 hafi hægt og bítandi dregið úr ósjálfbærri fjölgun ferðamanna. Aukið framboð á nýju húsnæði hægi á verðhækkunum á fasteignamarkaði og það sé eftirtektarverður árangur að verðbólga hafi í fimm ár verið nálægt markmiðum Seðlabankans. Ashok Bhatia aðstoðaryfirmaður AGS í Evrópu segir að engu að síður séu áhættuþættir til staðar. Það séu til að mynda áskoranir í flutningi á ferðamönnum með hækkandi eldsneytisverði og aukinni samkeppni í flugi frá miðju síðasta ári og sterk staða krónunnar. „Og það er raunveruleg áhætta, kannski lítil enn sem komið er, en enn til staðar á allsherjar alþjóðlegu viðskiptastríði. Það gæti haft áhrif á útflutningsvörum eins og áli og öðrum vörum sem Íslendingar flytja út. Þannig að það er áhyggjuefni,” segir Bhatia. Þá skapi útganga Breta úr Evrópusambandinu óvissu fyrir íslenskt efnahagslífi vegna útflutnings og fjölda ferðamanna frá Bretlandi. Niðurstaða komandi kjarasamninga ráði einnig miklu um framhaldið. „Ef sagan frá 2015 með miklum launahækkunum endurtekur sig. Hærri en framleiðsluaukningin. Mun það skaða samkeppnishæfni Íslands,” segir Bhatia. Sjóðurinn telur fjárfestingu í innviðum eins og menntun og heilbrigðisþjónustu ásamt niðurgreiðslu skulda til góða en telur að bæta þurfi eftirlit með allri fjármálastarfsemi. „Það var fjármálalífið sem ýtti Íslandi út í kreppu fyrir áratug,” minnir Bhatia á. Nú tíu árum eftir hrun ætti rökræðum um fyrirkomulag fjármálaeftirlits að ljúka og aðgerðir taka við. „Við teljum að það megi einfalda skipulag fjármálaeftirlitsins. Þá teljum við líkur á að með því að færa allt eftirlitið undir þak Seðlabankans sé góð hugmynd. Það muni straumlínulaga eftirlitið og taka meira tillit til hagfræðilegra stærða á víðum og breiðum grunni,” segir Ashik Bhatia.
Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira