Leyfa fjölmiðlum að mynda dómsuppkvaðningu í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum Birgir Olgeirsson skrifar 25. september 2018 14:27 Dómarar í Hæstarétti Íslands. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur ákveðið að heimila að fjölmiðlar megi taka upp hljóð og mynd þegar dómur verður kveðinn upp í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu á fimmtudag. Fjölmiðlar fá að mynda og taka upp hljóð þegar dómurinn verður kveðinn upp en síðan verður gert fimm mínútna hlé áður en dómar í öðrum málum verða kveðnir upp. „Nú er ég bara búinn að vera hér í fjórtán ár og það hefur ekki verið gert á þeim tíma,“ segir Þorsteinn A. Jónsson, skrifstofustjóri Hæstaréttar Íslands, í samtali við Vísi þegar hann er spurður hvort þetta hafi áður verið leyft. Almennt er fjölmiðlum ekki leyft að mynda eða taka upp hljóð á meðan réttarhald fer fram. Þorsteinn segir að beiðni hafi borist frá fréttastofu Ríkisútvarpsins um að fá að mynda og taka upp hljóð þegar dómur verður kveðinn upp í þessu máli. Forseti Hæstaréttar og aðrir dómarar í málinu fóru yfir þá beiðni og ákváðu að leyfa það og gildir það leyfi því fyrir aðra fjölmiðla líka. Um er að ræða stærsta sakamál Íslandssögunnar en 44 ár eru frá því að þeir Guðmundur Einarsson og Geirfinnur Einarsson hurfu sporlaust en alls voru sex sakfelldir vegna málsins. Var málið tekið upp að nýju fyrir Hæstarétti þar sem farið er fram á sýknu yfir sexmenningunum og verður dómur kveðinn upp á fimmtudag. Þorsteinn segist þekkja eitt fordæmi þar sem ákveðið var að leyfa fjölmiðlum að mynda og taka upp hljóð við dómsuppkvaðningu en það var þegar dómur var kveðinn upp yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í Landsdómi í apríl árið 2012. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Hæstiréttur hefur ákveðið að heimila að fjölmiðlar megi taka upp hljóð og mynd þegar dómur verður kveðinn upp í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu á fimmtudag. Fjölmiðlar fá að mynda og taka upp hljóð þegar dómurinn verður kveðinn upp en síðan verður gert fimm mínútna hlé áður en dómar í öðrum málum verða kveðnir upp. „Nú er ég bara búinn að vera hér í fjórtán ár og það hefur ekki verið gert á þeim tíma,“ segir Þorsteinn A. Jónsson, skrifstofustjóri Hæstaréttar Íslands, í samtali við Vísi þegar hann er spurður hvort þetta hafi áður verið leyft. Almennt er fjölmiðlum ekki leyft að mynda eða taka upp hljóð á meðan réttarhald fer fram. Þorsteinn segir að beiðni hafi borist frá fréttastofu Ríkisútvarpsins um að fá að mynda og taka upp hljóð þegar dómur verður kveðinn upp í þessu máli. Forseti Hæstaréttar og aðrir dómarar í málinu fóru yfir þá beiðni og ákváðu að leyfa það og gildir það leyfi því fyrir aðra fjölmiðla líka. Um er að ræða stærsta sakamál Íslandssögunnar en 44 ár eru frá því að þeir Guðmundur Einarsson og Geirfinnur Einarsson hurfu sporlaust en alls voru sex sakfelldir vegna málsins. Var málið tekið upp að nýju fyrir Hæstarétti þar sem farið er fram á sýknu yfir sexmenningunum og verður dómur kveðinn upp á fimmtudag. Þorsteinn segist þekkja eitt fordæmi þar sem ákveðið var að leyfa fjölmiðlum að mynda og taka upp hljóð við dómsuppkvaðningu en það var þegar dómur var kveðinn upp yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í Landsdómi í apríl árið 2012.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira