Lífið

Nafn nýfæddrar dótturinnar vísar til heimaslóða Kanye

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Kanye West og Kim Kardashian sjást hér ásamt fyrsta barni sínu, North.
Kanye West og Kim Kardashian sjást hér ásamt fyrsta barni sínu, North. vísir/getty
Kim Kardashian og Kanye West opinberuðu nafnið á nýfæddri dóttur sinni í gær. Sú litla, sem kom í heiminn á þriðjudag með aðstoð staðgöngumóður, heitir Chicago.

Kim tilkynnti um nafnið á heimasíðu sinni í gær og vakti valið að vonum mikla athygli. Fyrir eiga Kardashian-West-hjónin tvö börn, North fjögurra ára og Saint tveggja ára.

Þá virðist hin nýfædda Chicago eiga að vera kölluð „Chi“, borið fram „Shy“, ef marka má annað tíst sem móðirin birti á Twitter-reikningi sínum í gær en í því taldi hún upp nöfn allra barna sinna.

Khloé Kardashian, systir Kim, tjáði sig einnig um málið í gær og sagðist hreinlega elska nafnavalið.

Foreldrar tónlistarmannsins Kanye West, föður Chicago, skildu þegar West var þriggja ára. Eftir skilnaðinn flutti West til Chicago-borgar í Illinois ásamt móður sinni, Dondu, og er því nafnið á dótturinni líklega vísun í heimaslóðirnar. Móðir West lést árið 2007 og reyndist andlátið honum afar þungbært.

Þá hefur West haft Chicago-borg til umfjöllunar í tónlist sinni en hér að neðan má hlusta á lagið Homecoming af plötunni Graduation sem gefin var út árið 2007. Í laginu má ítrekað heyra orðin „Chi-city“,og er þar átt við Chicago-borg sem er West augljóslega mjög hugleikin. Þannig má einnig gera ráð fyrir að nafn dótturinnar verði borið fram á sama hátt og heyrist í laginu.


Tengdar fréttir

Opinberar Kylie óléttuna á skjánum?

Miklar sögusagnir hafa verið um að Kylie Jenner sér ólétt og margt bendir til þess að hún muni tilkynna fjölskyldu og vinum það í raunveruleikaþættinum sem sýndur er um helgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×