Vagnar bíða á hafnarbakkanum í Kína Sigurður Mikael Jónsson skrifar 20. janúar 2018 07:00 Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. „Þeir bíða á hafnarbakkanum í Kína og innflytjandinn er að vinna í að koma þeim um borð í skip,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., um rafmagnsvagnana sem keyptir hafa verið. Líkt og Fréttablaðið hefur fjallað um voru keyptir níu rafmagnsvagnar í fyrra en afhending þeirra hefur dregist verulega eftir að prófanir leiddu í ljós að styrkja þyrfti burðarvirki vagnanna til að þola hraðahindranafjöld höfuðborgarsvæðisins. Upphaflega áttu fyrstu fjórir að koma í júní en nú styttist í þá. Hinir fimm eru væntanlegir um mitt ár. „Ég veit ekki hvort það er satt en innflytjandinn grínaðist með að það væri svo mikill innflutningur vegna netverslunar frá Kína að hann fengi ekki pláss,“ segir Jóhannes. Strætó mun verja 300 milljónum í kaup á nýjum vögnum í ár en margir vagnar núverandi flota eru komnir til ára sinna. Tveir elstu þeirra eru átján ára og eru 49 af þeim 91 vagni sem Strætó er með í rekstri eldri en tíu ára. Jóhannes Svavar segir flotann of gamlan og viðhaldskostnað nema tugum milljóna á ári. Að lágmarki verða keyptir fimm vagnar í ár en örútboð mun leiða í ljós hvort hægt verði að kaupa fleiri. Eftir kaupin lýkur gildistíma rammasamnings um innkaup hjá Strætó en í borgarstjórn í vikunni var spurst fyrir um hvort keyptir yrðu vistvænni vagnar nú. Jóhannes segir að það verði stjórnar og eigenda að ákveða hvort aðeins verði leitað eftir tilboðum í vistvænni vagna í framtíðinni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Fleiri fréttir Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Sjá meira
„Þeir bíða á hafnarbakkanum í Kína og innflytjandinn er að vinna í að koma þeim um borð í skip,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., um rafmagnsvagnana sem keyptir hafa verið. Líkt og Fréttablaðið hefur fjallað um voru keyptir níu rafmagnsvagnar í fyrra en afhending þeirra hefur dregist verulega eftir að prófanir leiddu í ljós að styrkja þyrfti burðarvirki vagnanna til að þola hraðahindranafjöld höfuðborgarsvæðisins. Upphaflega áttu fyrstu fjórir að koma í júní en nú styttist í þá. Hinir fimm eru væntanlegir um mitt ár. „Ég veit ekki hvort það er satt en innflytjandinn grínaðist með að það væri svo mikill innflutningur vegna netverslunar frá Kína að hann fengi ekki pláss,“ segir Jóhannes. Strætó mun verja 300 milljónum í kaup á nýjum vögnum í ár en margir vagnar núverandi flota eru komnir til ára sinna. Tveir elstu þeirra eru átján ára og eru 49 af þeim 91 vagni sem Strætó er með í rekstri eldri en tíu ára. Jóhannes Svavar segir flotann of gamlan og viðhaldskostnað nema tugum milljóna á ári. Að lágmarki verða keyptir fimm vagnar í ár en örútboð mun leiða í ljós hvort hægt verði að kaupa fleiri. Eftir kaupin lýkur gildistíma rammasamnings um innkaup hjá Strætó en í borgarstjórn í vikunni var spurst fyrir um hvort keyptir yrðu vistvænni vagnar nú. Jóhannes segir að það verði stjórnar og eigenda að ákveða hvort aðeins verði leitað eftir tilboðum í vistvænni vagna í framtíðinni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Fleiri fréttir Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Sjá meira