Íbúar Kasmír mótmæla indverskum yfirráðum eftir að lögregla keyrði á hóp mótmælenda Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 2. júní 2018 14:05 Mótmælandi veifar fána hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki eftir að indverska óeirðarlögreglan reyndi að dreifa mannfjöldanum með táragasi í hádeginu í dag. Pakistanar hafa lengi fjármagnað róttækar skæruliðahreyfingar bókstafstrúaðra múslima í Kasmír til að veikja yfirráð Indverja yfir svæðinu. Mikil mótmæli brutust út í indverska hluta Kasmír í dag eftir að lögreglujeppi keyrði yfir tvo mótmælendur í gær. Þeir létust af sárum sínum í nótt. Kasmír er tvískipt hérað vegna landamæradeilu Pakistans og Indlands sem nær allt aftur til stofnunar ríkjanna árið 1947 og þeirra blóðugu landamærastríða sem fylgdu strax í kjölfarið. Landamærin liggja í dag að mestu þar sem þau voru þegar samið var um vopnahlé skömmu síðar. Mikill meirihluta íbúa Kasmír, beggja megin, eru múslimar sem hefur gert Indverjum sérstaklega erfitt fyrir að stjórna sínum hluta Kasmír. Íslamskir skæruliðahópar, dyggilega studdir af Pakistan, hafa árum saman stundað skæruhernað gegn því sem þeir kalla indverska hernámsliðið í Kasmír. Í gær komu nokkrir mótmælendur saman í borginni Srinagar í Kasmír til að mótmæla ofbeldi sem þeir segja að indverskir lögreglumenn hafi beitt múslima sem komu saman til kvöldbæna eftir föstu fyrr í vikunni. Lögreglan brást harkalega við eins og oft áður, lögreglujeppi keyrði inn í hóp mótmælenda með þeim afleiðingum að tveir létust eins og fyrr sagði. Múslimar í Kasmír hafa síðan í gær notað samfélagsmiðla til að dreifa óhugnanlegu myndskeiði af því þegar jeppinn ekur yfir höfuð annars mannsins en hann virðist vera mjög ungur. Svo virðist sem dreifing myndbandsins hafi vakið þá reiði sem skipuleggjendur vonuðust til. Allar verslanir hafa verið lokaðar síðan í morgun og mikill fjöldi gekk fylktu liði um götur Srinagar í hádeginu til að mótmæla indverskum yfirráðum í Kasmír. Ekki hefur enn soðið upp úr en lögreglan er þungvopnuð og með mikinn viðbúnað. Nú eru aðeins nokkrir dagar í fyrirhugaða heimsókn indverska innanríkisráðherrans Rajnath Singh til Kasmír. Viðbúið er að sú heimsókn leiði til enn meiri mótmæla eins og yfirleitt er raunin þegar indverskir ráðamenn sækja Kasmír heim. Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Mikil mótmæli brutust út í indverska hluta Kasmír í dag eftir að lögreglujeppi keyrði yfir tvo mótmælendur í gær. Þeir létust af sárum sínum í nótt. Kasmír er tvískipt hérað vegna landamæradeilu Pakistans og Indlands sem nær allt aftur til stofnunar ríkjanna árið 1947 og þeirra blóðugu landamærastríða sem fylgdu strax í kjölfarið. Landamærin liggja í dag að mestu þar sem þau voru þegar samið var um vopnahlé skömmu síðar. Mikill meirihluta íbúa Kasmír, beggja megin, eru múslimar sem hefur gert Indverjum sérstaklega erfitt fyrir að stjórna sínum hluta Kasmír. Íslamskir skæruliðahópar, dyggilega studdir af Pakistan, hafa árum saman stundað skæruhernað gegn því sem þeir kalla indverska hernámsliðið í Kasmír. Í gær komu nokkrir mótmælendur saman í borginni Srinagar í Kasmír til að mótmæla ofbeldi sem þeir segja að indverskir lögreglumenn hafi beitt múslima sem komu saman til kvöldbæna eftir föstu fyrr í vikunni. Lögreglan brást harkalega við eins og oft áður, lögreglujeppi keyrði inn í hóp mótmælenda með þeim afleiðingum að tveir létust eins og fyrr sagði. Múslimar í Kasmír hafa síðan í gær notað samfélagsmiðla til að dreifa óhugnanlegu myndskeiði af því þegar jeppinn ekur yfir höfuð annars mannsins en hann virðist vera mjög ungur. Svo virðist sem dreifing myndbandsins hafi vakið þá reiði sem skipuleggjendur vonuðust til. Allar verslanir hafa verið lokaðar síðan í morgun og mikill fjöldi gekk fylktu liði um götur Srinagar í hádeginu til að mótmæla indverskum yfirráðum í Kasmír. Ekki hefur enn soðið upp úr en lögreglan er þungvopnuð og með mikinn viðbúnað. Nú eru aðeins nokkrir dagar í fyrirhugaða heimsókn indverska innanríkisráðherrans Rajnath Singh til Kasmír. Viðbúið er að sú heimsókn leiði til enn meiri mótmæla eins og yfirleitt er raunin þegar indverskir ráðamenn sækja Kasmír heim.
Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira