Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, hefur skipað flokkssystur sína úr Framsóknarflokknum og þingmann, Þórunni Egilsdóttur, sem formann samgönguráðs. Í ráðinu sitja einnig forstöðumenn Vegagerðarinnar, Samgöngustofu og Isavia.
Greint er frá skipuninni á vef stjórnarráðsins en Þórunn var fyrst kjörin til setu á Alþingi árið 2013. Hún er formaður þingflokks Framsóknarflokksins og varð það fyrst árið 2015. Þá hefur hún setið í atvinnuveganefnd, velferðarnefnd, allsherjar- og menntamálanefnd, kjörbréfanefnd og stjórnskipunar- og eftiritsnefnd auk forsætisnefndar.
Þórunn Egilsdóttir skipuð formaður samgönguráðs
Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
