Hólmar Örn: Það eru skemmtilegir tímar framundan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2018 14:30 Hólmar Örn Eyjólfsson rétt missti af Evrópumótinu í Frakklandi fyrir tveimur árum en hann er í HM-hópi Heimis Hallgrímssonar. „Þetta er bara spennandi og við erum að fara byrja undirbúninginn af alvöru í dag. Það eru skemmtilegir tímar framundan,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson í viðtali fyrir æfingu íslenska landsliðsins í dag. „Það er alltaf stutt í þetta og maður hugsar um HM oft á dag. Þetta er eitt það stærsta sem maður gerir á ferlinum þannig að maður verður að vera vel undirbúinn,“ sagði Hólmar. Hólmar spilar með búlgarska liðinu Levski Sofia en þetta var fyrsta tímabil hans með liðinu eftir að hafa komið þangað frá Ísrael. „Það hefur gengið mjög vel hjá mér í Búlgaríu og bara framar vonum. Ég er búinn að spila ógrynni af leikjum og það hefur gengið ágætlega hjá liðinu. Það verður vonandi betra á næsta ári. Við náðum Evrópusæti þannig að það er gott fyrir næsta ár,“ sagði Hólmar. Hólmar Örn var til taks á EM 2016 sem einn af sex mönnum sem voru fyrir utan hópinn en í kallfæri kæmi eitthvað upp á. Hólmar var hinsvegar ekki kallaður inn. Það var því stórt skref fyrir hann að vinna sér sæti í HM-hópnum á dögunum. „Ég var búinn að vinna markvisst að því að fá að vera með í þessum hóp. Það var mikið af góðum leikmönnum sem voru í boði þannig að ég er í skýjunum að fá að vera með hérna núna,“ sagði Hólmar. „Ég fer inn í þetta og er tilbúinn í allt. Ég er klár í að spila ef þess þarf en við erum 23 leikmenn og bara ellefu sem geta byrjað. Við förum þarna út sem ein liðsheild og maður tekur bara því hlutverki sem maður fær,“ sagði Hólmar. Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason eru langlíklegastir til að byrja saman í miðvarðarstöðunum. „Þeir eru mjög samstilltir og það er hrikalega mikilvægt fyrir hafsent að þekkja vel inn á hinn hafsentinn. Þeir eru mjög vel stilltir inn á hvorn annan og það sést alveg í leikjunum,“ sagði Hólmar. Það má sjá allt viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir ofan. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Hólmar Örn Eyjólfsson rétt missti af Evrópumótinu í Frakklandi fyrir tveimur árum en hann er í HM-hópi Heimis Hallgrímssonar. „Þetta er bara spennandi og við erum að fara byrja undirbúninginn af alvöru í dag. Það eru skemmtilegir tímar framundan,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson í viðtali fyrir æfingu íslenska landsliðsins í dag. „Það er alltaf stutt í þetta og maður hugsar um HM oft á dag. Þetta er eitt það stærsta sem maður gerir á ferlinum þannig að maður verður að vera vel undirbúinn,“ sagði Hólmar. Hólmar spilar með búlgarska liðinu Levski Sofia en þetta var fyrsta tímabil hans með liðinu eftir að hafa komið þangað frá Ísrael. „Það hefur gengið mjög vel hjá mér í Búlgaríu og bara framar vonum. Ég er búinn að spila ógrynni af leikjum og það hefur gengið ágætlega hjá liðinu. Það verður vonandi betra á næsta ári. Við náðum Evrópusæti þannig að það er gott fyrir næsta ár,“ sagði Hólmar. Hólmar Örn var til taks á EM 2016 sem einn af sex mönnum sem voru fyrir utan hópinn en í kallfæri kæmi eitthvað upp á. Hólmar var hinsvegar ekki kallaður inn. Það var því stórt skref fyrir hann að vinna sér sæti í HM-hópnum á dögunum. „Ég var búinn að vinna markvisst að því að fá að vera með í þessum hóp. Það var mikið af góðum leikmönnum sem voru í boði þannig að ég er í skýjunum að fá að vera með hérna núna,“ sagði Hólmar. „Ég fer inn í þetta og er tilbúinn í allt. Ég er klár í að spila ef þess þarf en við erum 23 leikmenn og bara ellefu sem geta byrjað. Við förum þarna út sem ein liðsheild og maður tekur bara því hlutverki sem maður fær,“ sagði Hólmar. Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason eru langlíklegastir til að byrja saman í miðvarðarstöðunum. „Þeir eru mjög samstilltir og það er hrikalega mikilvægt fyrir hafsent að þekkja vel inn á hinn hafsentinn. Þeir eru mjög vel stilltir inn á hvorn annan og það sést alveg í leikjunum,“ sagði Hólmar. Það má sjá allt viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir ofan.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira