Skólameistari biður móður afsökunar vegna samskipta við Tækniskólann Birgir Olgeirsson skrifar 30. maí 2018 11:30 Leiðinlegt og asnalegt orðalag, segir skólameistarinn um orðaskipti sem rötuðu til móðurinnar. Vísir/Eyþór Skólameistari Tækniskólans hefur beðið móður afsökunar vegna samskipta hennar við skólann þar sem hún fylgdi eftir umsókn sonar síns í rafvirkjun. Kristín Cardew greindi frá því að hún hefði sent námsráðgjafa Tækniskólans í Reykjavík tölvupóst þar sem hún spurði námsráðgjafann hvort hún og sonur hennar gætu fengið viðtal til að ræða möguleika sonar hennar á að komast að í rafvirkjun þrátt fyrir að sonurinn næði ekki B í íslensku og stærðfræði í grunnskóla. Námsráðgjafinn áframsendi tölvupóst Kristínar til skólastjóra Raftækniskólans og spurði: „Á svona strákur möguleika á rafmagninu í haust?“ Kristín var með í þeim samskiptum og sá því svar skólastjórans. Svar skólastjórans var á þá leið að líkurnar væru sáralitlar því umsóknir hafi aldrei verið fleiri og hann vildi helst ekki hleypa neinum inn sem ekki hefur tilskilið lágmark. „Kennarar hafa verið að tala um að hóparnir síðastliðna önn séu mun betri en áður og ég held að það sé B krafan,“ segir í svari skólastjórans.„Óheppileg“ innanhússamskipti Kristín var afar ósátt við þessi svör og segist hafa haldið að „svona strákar“ ættu að fá inn hjá Tækniskólanum, það er nemendur sem hafa átt erfitt uppdráttar í bóklegum fögum í grunnskóla en gætu fundið sína hillu í iðnnámi.Jón B. Stefánsson, skólameistari Tækniskólans.Vísir„Ég hef haft samband við Kristínu og beðist afsökunar fyrir hönd skólans,“ segir Jón B. Stefánsson, skólameistari Tækniskólans. Hann segir orðaskipti námsráðgjafans og skólameistarans hafa verið óheppileg innanhússamskipti. „Þetta orðalag, það er „svona strákur“, það hleypir þessu af stað. Það var ekki hlaðin meining í þessu. Þetta var bara leiðinlegt og asnalegt orðalag,“ segir Jón. Hann segir alla fá viðtal hjá Tækniskólanum og að sonur Kristínar muni fá viðtal eins og aðrir.Mat grunnskólanna misjafnt Jón segir að þegar grunnskóla einkunnir eru metnar þá sé litið til þess að þær séu jafn margar og þær eru misjafnar. Þær séu metnar á skalanum A, B, C og D en það sé mismunandi eftir grunnskóla hvernig þær séu metnar. Þeir nemendur sem eru einhverra hluta vegna tæpir á umsókn geta óskað eftir viðtali hjá Tækniskólanum þar sem er farið yfir þeirra einkunnir og reynt að sjá hvar þeir standa í viðkomandi greinum. „Og það er mismunandi á milli faga þegar kemur að kröfu um stærðfræðikunnáttu og svo framvegis og svo framvegis. Grunnskólarnir eru mjög misjafnir hvernig þeir gefa fyrir og það er ekki alveg hægt að fara eftir einkunnum eins og áður. Við gerum það ekki og þess vegna ræðum við viðkomandi,“ segir Jón. Hann segir umsóknarferlinu hjá skólanum ljúka 10. júní næstkomandi og þá verður farið yfir allar umsóknir.Reyna að mæta sem flestum Hann segir ágætis ásókn í margar greinar en ekki allar eins og gengur og gerist. „Við reynum að mæta sem flestum og erum ekki með neinar fastar kröfur, heldur reynum að meta hvar viðkomandi stendur á hverjum tíma. Þannig að við erum mjög sveigjanleg þegar kemur að því,“ segir Jón. Hann segir aðsóknina við skólann hafa aukist en skólinn sé þeim takmörkunum háður að hann er með kvóta frá ráðuneytinu, eins og allir skólar, þegar kemur að því hversu mörgum nemendum hann getur tekið við. Hann segir skólann geta tekið við fleirum ef hann fengi meira fjármagn. Í sumum fögum sé hægt að hleypa fleirum inn en annars staðar ekki, það fari eftir tækjabúnaði. Skóla - og menntamál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Skólameistari Tækniskólans hefur beðið móður afsökunar vegna samskipta hennar við skólann þar sem hún fylgdi eftir umsókn sonar síns í rafvirkjun. Kristín Cardew greindi frá því að hún hefði sent námsráðgjafa Tækniskólans í Reykjavík tölvupóst þar sem hún spurði námsráðgjafann hvort hún og sonur hennar gætu fengið viðtal til að ræða möguleika sonar hennar á að komast að í rafvirkjun þrátt fyrir að sonurinn næði ekki B í íslensku og stærðfræði í grunnskóla. Námsráðgjafinn áframsendi tölvupóst Kristínar til skólastjóra Raftækniskólans og spurði: „Á svona strákur möguleika á rafmagninu í haust?“ Kristín var með í þeim samskiptum og sá því svar skólastjórans. Svar skólastjórans var á þá leið að líkurnar væru sáralitlar því umsóknir hafi aldrei verið fleiri og hann vildi helst ekki hleypa neinum inn sem ekki hefur tilskilið lágmark. „Kennarar hafa verið að tala um að hóparnir síðastliðna önn séu mun betri en áður og ég held að það sé B krafan,“ segir í svari skólastjórans.„Óheppileg“ innanhússamskipti Kristín var afar ósátt við þessi svör og segist hafa haldið að „svona strákar“ ættu að fá inn hjá Tækniskólanum, það er nemendur sem hafa átt erfitt uppdráttar í bóklegum fögum í grunnskóla en gætu fundið sína hillu í iðnnámi.Jón B. Stefánsson, skólameistari Tækniskólans.Vísir„Ég hef haft samband við Kristínu og beðist afsökunar fyrir hönd skólans,“ segir Jón B. Stefánsson, skólameistari Tækniskólans. Hann segir orðaskipti námsráðgjafans og skólameistarans hafa verið óheppileg innanhússamskipti. „Þetta orðalag, það er „svona strákur“, það hleypir þessu af stað. Það var ekki hlaðin meining í þessu. Þetta var bara leiðinlegt og asnalegt orðalag,“ segir Jón. Hann segir alla fá viðtal hjá Tækniskólanum og að sonur Kristínar muni fá viðtal eins og aðrir.Mat grunnskólanna misjafnt Jón segir að þegar grunnskóla einkunnir eru metnar þá sé litið til þess að þær séu jafn margar og þær eru misjafnar. Þær séu metnar á skalanum A, B, C og D en það sé mismunandi eftir grunnskóla hvernig þær séu metnar. Þeir nemendur sem eru einhverra hluta vegna tæpir á umsókn geta óskað eftir viðtali hjá Tækniskólanum þar sem er farið yfir þeirra einkunnir og reynt að sjá hvar þeir standa í viðkomandi greinum. „Og það er mismunandi á milli faga þegar kemur að kröfu um stærðfræðikunnáttu og svo framvegis og svo framvegis. Grunnskólarnir eru mjög misjafnir hvernig þeir gefa fyrir og það er ekki alveg hægt að fara eftir einkunnum eins og áður. Við gerum það ekki og þess vegna ræðum við viðkomandi,“ segir Jón. Hann segir umsóknarferlinu hjá skólanum ljúka 10. júní næstkomandi og þá verður farið yfir allar umsóknir.Reyna að mæta sem flestum Hann segir ágætis ásókn í margar greinar en ekki allar eins og gengur og gerist. „Við reynum að mæta sem flestum og erum ekki með neinar fastar kröfur, heldur reynum að meta hvar viðkomandi stendur á hverjum tíma. Þannig að við erum mjög sveigjanleg þegar kemur að því,“ segir Jón. Hann segir aðsóknina við skólann hafa aukist en skólinn sé þeim takmörkunum háður að hann er með kvóta frá ráðuneytinu, eins og allir skólar, þegar kemur að því hversu mörgum nemendum hann getur tekið við. Hann segir skólann geta tekið við fleirum ef hann fengi meira fjármagn. Í sumum fögum sé hægt að hleypa fleirum inn en annars staðar ekki, það fari eftir tækjabúnaði.
Skóla - og menntamál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira