Vonarstjarna repúblikana segir af sér Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. maí 2018 06:53 Eric Greitens, ríkisstjóri Missouri, gæti verið á leið í fangelsi. Vísir/afp Eric Greitens, ríkisstjóri Missouri í Bandaríkjunum, hefur ákveðið að segja af sér. Greitens var handtekinn í febrúar síðastliðnum og ákærður fyrir glæpsamlegt brot gegn friðhelgi einkalífs. Þá var hann jafnframt talinn hafa farið á svig við lög um fjármögnun kosningaframboða. Ríkisþing Missouri hafði því til skoðunar að víkja Greitens úr embætti áður en hann ákvað í gærkvöld að segja sjálfur af sér. Greitens var álitin mikil vonarstjarna í Repúblikanaflokknum en hann náði kjöri árið 2016. Árið áður hafði hann átt í sambandi við hjákonu. Hann var sakaður um að hafa hótað hjákonunni að birta nektarmynd sem hann tók af henni ef hún talaði einhvern tímann um samband þeirra opinberlega.Sjá einnig: Ríkisstjóri handtekinn, grunaður um hótun með nektarmyndÍ ákæru sem gefin var út á hendur Greitens var hann sakaður um að hafa vísvitandi myndað konuna nakta án vitundar hennar og síðan sent myndina þannig að hún „varð aðgengileg í gegnum tölvu“. Fram að þessu hefur Greitens, sem bauð sig meðal annars fram sem fulltrúi fjölskyldugilda, harðneitað að segja af sér. Þess í stað hefur hann sagt að um „pólitískar nornaveiðar“ sé að ræða. Hann hafði þó viðurkennt framhjáhaldið. Ríkisstjórinn á yfir höfði sér fjögurra ára fangelsisdóm. Bandaríkin Tengdar fréttir Ríkisstjóri sakaður um að kúga viðhaldið með nektarmyndum Vonarstjarna repúblikana bauð sig fram sem „fjölskyldumaður“ í kosningum til ríkisstjóra fyrir tveimur árum. 11. janúar 2018 11:51 Ákæra yfir ríkisstjóra Missouri ekki felld niður Dómari í St. Louis í Missouri hafnaði í gær kröfu lögmanns Eric Greitens, ríkisstjóra Missouri, að fella niður ákæru sem ríkisstjórinn á yfir höfði sér. 20. apríl 2018 06:00 Ríkisstjóri handtekinn, grunaður um hótun með nektarmynd Ákæran varðar glæpsamlegt brot á friðhelgi einkalífsins. Ríkisstjóri Missouri er sakaður um að hafa kúgað hjákonu sína með nektarmynd sem hann tók af henni án vitundar hennar. 22. febrúar 2018 23:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Eric Greitens, ríkisstjóri Missouri í Bandaríkjunum, hefur ákveðið að segja af sér. Greitens var handtekinn í febrúar síðastliðnum og ákærður fyrir glæpsamlegt brot gegn friðhelgi einkalífs. Þá var hann jafnframt talinn hafa farið á svig við lög um fjármögnun kosningaframboða. Ríkisþing Missouri hafði því til skoðunar að víkja Greitens úr embætti áður en hann ákvað í gærkvöld að segja sjálfur af sér. Greitens var álitin mikil vonarstjarna í Repúblikanaflokknum en hann náði kjöri árið 2016. Árið áður hafði hann átt í sambandi við hjákonu. Hann var sakaður um að hafa hótað hjákonunni að birta nektarmynd sem hann tók af henni ef hún talaði einhvern tímann um samband þeirra opinberlega.Sjá einnig: Ríkisstjóri handtekinn, grunaður um hótun með nektarmyndÍ ákæru sem gefin var út á hendur Greitens var hann sakaður um að hafa vísvitandi myndað konuna nakta án vitundar hennar og síðan sent myndina þannig að hún „varð aðgengileg í gegnum tölvu“. Fram að þessu hefur Greitens, sem bauð sig meðal annars fram sem fulltrúi fjölskyldugilda, harðneitað að segja af sér. Þess í stað hefur hann sagt að um „pólitískar nornaveiðar“ sé að ræða. Hann hafði þó viðurkennt framhjáhaldið. Ríkisstjórinn á yfir höfði sér fjögurra ára fangelsisdóm.
Bandaríkin Tengdar fréttir Ríkisstjóri sakaður um að kúga viðhaldið með nektarmyndum Vonarstjarna repúblikana bauð sig fram sem „fjölskyldumaður“ í kosningum til ríkisstjóra fyrir tveimur árum. 11. janúar 2018 11:51 Ákæra yfir ríkisstjóra Missouri ekki felld niður Dómari í St. Louis í Missouri hafnaði í gær kröfu lögmanns Eric Greitens, ríkisstjóra Missouri, að fella niður ákæru sem ríkisstjórinn á yfir höfði sér. 20. apríl 2018 06:00 Ríkisstjóri handtekinn, grunaður um hótun með nektarmynd Ákæran varðar glæpsamlegt brot á friðhelgi einkalífsins. Ríkisstjóri Missouri er sakaður um að hafa kúgað hjákonu sína með nektarmynd sem hann tók af henni án vitundar hennar. 22. febrúar 2018 23:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Ríkisstjóri sakaður um að kúga viðhaldið með nektarmyndum Vonarstjarna repúblikana bauð sig fram sem „fjölskyldumaður“ í kosningum til ríkisstjóra fyrir tveimur árum. 11. janúar 2018 11:51
Ákæra yfir ríkisstjóra Missouri ekki felld niður Dómari í St. Louis í Missouri hafnaði í gær kröfu lögmanns Eric Greitens, ríkisstjóra Missouri, að fella niður ákæru sem ríkisstjórinn á yfir höfði sér. 20. apríl 2018 06:00
Ríkisstjóri handtekinn, grunaður um hótun með nektarmynd Ákæran varðar glæpsamlegt brot á friðhelgi einkalífsins. Ríkisstjóri Missouri er sakaður um að hafa kúgað hjákonu sína með nektarmynd sem hann tók af henni án vitundar hennar. 22. febrúar 2018 23:30