Bakhjarl Brexit hitti Rússa oftar en hann hefur viðurkennt Kjartan Kjartansson skrifar 8. júlí 2018 08:27 Banks hefur smám saman þurft að gangast við sífellt fleiri fundum með rússneska sendiherranum. Hann hefur engar skýringar gefið á misræminu í frásögn sinni. Vísir/EPA Stærsti fjárhagslegi stuðningsmaður Brexit-herferðarinnar í Bretlandi hitti sendiherra Rússlands í London að minnsta kosti ellefu sinnum í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar árið 2016 og mánuðina tvo á eftir. Auðkýfingurinn hefur ítrekað þurft að gangast við fleiri fundum með Rússum eftir að hafa upphaflega aðeins sagst hafa hitt sendiherrann einu sinni. Arron Banks lagði meira fé í baráttuna fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en nokkur annar. Talið er að hann hafi lagt um tólf milljónir punda í Brexit-herferðina. Breskir fjölmiðlar hafa fjallað um samskipti hans og tengsl við sendiherra Rússlands í London að undanförnu en þeir fundir voru tíðari en Banks hefur viljað viðurkenna. Sumir þeirra áttu sér stað á lykilstundum baráttunnar fyrir Brexit. Nú segir breska blaðið The Observer að Banks hafi hitt sendiherrann minnst ellefu sinnum, það er sjö sinnum oftar en Banks hefur áður viðurkennt. Gögn sem blaðið hefur undir höndum benda til þess að fundirnir gætu hafa verið enn fleiri. Þegar samskiptin voru fyrst borin undir Banks sagði hann aðeins hafa átt einn „blautan hádegisverð“ með sendiherranum. Síðar sagði hann þingnefnd sem rannsakaði falsfréttir að fundirnir hefðu verið tveir eða þrír. Í viðtali við New York Times í síðustu viku viðurkenndi Banks svo að þeir heðfu verið fjórir en gaf engar skýringar á misræminu. Rannsakendur beggja vegna Atlantshafsins hafa samskiptin til skoðunar. Í Bandaríkjunum hafa vangaveltur verið um að Banks og félagar hans hafi getað verið milligöngumenn á milli Rússa og forsetaframboðs Donalds Trump. Banks og félaga hans var meðal annars boðinn hlutur í gullnámu af rússneskum athafnamanni sem sendiherrann kynnti þá fyrir. Brexit Donald Trump Tengdar fréttir Samskipti „slæmu stráka Brexit“ við Rússa og Trump til skoðunar Spurningar hafa vaknað um hvort að Brexit-liðar hafi verið milliliðir fyrir samskipti á milli framboðs Donalds Trump og Rússa eftir Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016. 2. júlí 2018 12:15 Brexit-liðar þurfa að svara spurningum um aðkomu Rússa Forsvarsmenn Leave.EU samtakanna funduðu ítrekað með rússneskum embættismönnum í aðdraganda þjóðarakvæðagreiðslunnar um Brexit. 10. júní 2018 10:00 Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Stærsti fjárhagslegi stuðningsmaður Brexit-herferðarinnar í Bretlandi hitti sendiherra Rússlands í London að minnsta kosti ellefu sinnum í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar árið 2016 og mánuðina tvo á eftir. Auðkýfingurinn hefur ítrekað þurft að gangast við fleiri fundum með Rússum eftir að hafa upphaflega aðeins sagst hafa hitt sendiherrann einu sinni. Arron Banks lagði meira fé í baráttuna fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en nokkur annar. Talið er að hann hafi lagt um tólf milljónir punda í Brexit-herferðina. Breskir fjölmiðlar hafa fjallað um samskipti hans og tengsl við sendiherra Rússlands í London að undanförnu en þeir fundir voru tíðari en Banks hefur viljað viðurkenna. Sumir þeirra áttu sér stað á lykilstundum baráttunnar fyrir Brexit. Nú segir breska blaðið The Observer að Banks hafi hitt sendiherrann minnst ellefu sinnum, það er sjö sinnum oftar en Banks hefur áður viðurkennt. Gögn sem blaðið hefur undir höndum benda til þess að fundirnir gætu hafa verið enn fleiri. Þegar samskiptin voru fyrst borin undir Banks sagði hann aðeins hafa átt einn „blautan hádegisverð“ með sendiherranum. Síðar sagði hann þingnefnd sem rannsakaði falsfréttir að fundirnir hefðu verið tveir eða þrír. Í viðtali við New York Times í síðustu viku viðurkenndi Banks svo að þeir heðfu verið fjórir en gaf engar skýringar á misræminu. Rannsakendur beggja vegna Atlantshafsins hafa samskiptin til skoðunar. Í Bandaríkjunum hafa vangaveltur verið um að Banks og félagar hans hafi getað verið milligöngumenn á milli Rússa og forsetaframboðs Donalds Trump. Banks og félaga hans var meðal annars boðinn hlutur í gullnámu af rússneskum athafnamanni sem sendiherrann kynnti þá fyrir.
Brexit Donald Trump Tengdar fréttir Samskipti „slæmu stráka Brexit“ við Rússa og Trump til skoðunar Spurningar hafa vaknað um hvort að Brexit-liðar hafi verið milliliðir fyrir samskipti á milli framboðs Donalds Trump og Rússa eftir Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016. 2. júlí 2018 12:15 Brexit-liðar þurfa að svara spurningum um aðkomu Rússa Forsvarsmenn Leave.EU samtakanna funduðu ítrekað með rússneskum embættismönnum í aðdraganda þjóðarakvæðagreiðslunnar um Brexit. 10. júní 2018 10:00 Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Samskipti „slæmu stráka Brexit“ við Rússa og Trump til skoðunar Spurningar hafa vaknað um hvort að Brexit-liðar hafi verið milliliðir fyrir samskipti á milli framboðs Donalds Trump og Rússa eftir Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016. 2. júlí 2018 12:15
Brexit-liðar þurfa að svara spurningum um aðkomu Rússa Forsvarsmenn Leave.EU samtakanna funduðu ítrekað með rússneskum embættismönnum í aðdraganda þjóðarakvæðagreiðslunnar um Brexit. 10. júní 2018 10:00