Enski boltinn

Southgate: Þetta lið er ekki fullmótað

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þessi mynd lýsir samstöðunni.
Þessi mynd lýsir samstöðunni. vísir/getty
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, segir stoltur af leikmönnunum sínum sem eru komnir í undanúrslit á EM en að enska landsliðið sé ekki fullmótað enn.

„Við erum með lið sem er enn að bæta sig. Við vitum hverjir við erum og við erum að ná árangri því allir eru að leggja mikið á sig inn á vellinum,” sagði enski stjórinn sem hefur fengið mikið lof.

„Samstaðan hefur verið mikilvæg. Starfsliðið og leikmennirnir eru nánir. Til þess að fara í gegnum þessa tvo leiki í þessari viku þá þurftum við allt því við erum ekki fullmótaðir.”

Enska liðið er byggt mest megnis upp af ungum og skemmtilegum leikmönnum sem eru tilbúnir að leggja allt á sig fyrir þjóð sína.

„Við erum ekki með frægar stórstjörnur í liðinu en við erum með fullt af ungum góðum leikmönnum sem eru að sýna það á stóra sviðinu hvað þeir eru góðir á boltanum, reyna að spila honum og hafa sýnt andlegan styrk.”

„Við vitum það að með tíð og tíða þá verðum við betri en frammistaðan í gær var risa tækifæri fyrir okkur og ekki eitthvað sem við vildum missa að. Ég er svo, svo stoltur af leikmönnunum og starfsliðinu fyrir alla þessa samstöðu,” sagði Southgate.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×