Þurfum markvissari fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar Eybjörg H. Hauksdóttir og Pétur Magnússon skrifar 3. maí 2018 07:00 Að undanförnu hefur verið fjallað nokkuð um fjármálaumhverfi heilbrigðisþjónustunnar, ekki síst í kjölfar útkomu skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Sjúkratrygginga Íslands, þar sem segir meðal annars: „Það stefnuleysi sem einkennir málaflokkinn hefur leitt til þess að áherslur fjárlaga hverju sinni, tímabundin átaksverkefni og úrlausn tilfallandi vandamála hafa mótað ákvarðanir um samninga um heilbrigðisþjónustu og þar með þróun heilbrigðiskerfisins.“ Jafnframt kemur fram í skýrslunni að samningar Sjúkratrygginga Íslands hafi ekki stuðlað að hagkvæmni eða skilvirkni í heilbrigðiskerfinu ásamt því sem heildstæða stefnu skorti um þjónustuna og nýting opinberra fjármuna til málaflokksins sé ekki næg. Rekstraraðilar í heilbrigðisþjónustu hafa margir gagnrýnt skort á nauðsynlegri kostnaðargreiningu svo unnt sé að mæta þeim opinberu kröfum sem eru gerðar til þjónustunnar. Einnig hafa veitendur heilbrigðisþjónustu bent á hve erfitt sé að fá greiddan raunkostnað sem fellur til vegna umbeðinnar þjónustu sem hið opinbera gerir kröfu um. Þá er það einnig þekkt vandamál að þegar fjárveiting þjónustu hefur á annað borð verið ákvörðuð, eru breytingar á milli ára á þeirri fjárveitingu yfirleitt mjög óljósar. Of mikið ógegnsæi hefur verið varðandi hækkanir á framlögum með tilliti til verðlags – og launahækkana auk þess sem skerðingar á fjárframlögum til einstakra aðila eiga sér stað án rökstuðnings eða skýringa. Mikill tími fer í það af hálfu rekstraraðila að leita skýringa á þessum breytingum og berast þær yfirleitt mjög seint ef þær þá fást á annað borð.Hlutfallið lægst hér á landiPétur ?Magnússon formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustuÞrátt fyrir að um 25% af árlegum útgjöldum ríkisins fari til heilbrigðismála erum við aðeins að nota um 8,9% af vergri þjóðarframleiðslu í málaflokkinn. Þetta hlutfall er lægst hér á landi í samanburði við verga þjóðarframleiðslu hinna Norðurlandaþjóðanna enda þótt það liggi fyrir að öldruðum muni fjölga hratt á næstu árum. Samkvæmt spá Hagstofu Íslands mun einstaklingum, 75 ára og eldri hafa fjölgað hér á landi um 35% á tímabilinu 2012 til 2020. Hagstofan spáir því jafnframt að landsmönnum fjölgi um 33% til 2060 þegar íbúar verða orðnir 430 þúsund talsins. Framlög verður að hækka Við sem störfum í öldrunarþjónustu höfum reiknað út að þeim sem njóta öldrunarþjónustu muni fjölga um 2-3% á hverju einasta ári á næstu áratugum. Af þessu er ljóst að fjárframlög til heilbrigðismála þurfa að hækka töluvert milli ára, bara til að viðhalda sama þjónustustigi og var árið áður, því við þessa fjölgun bætast launahækkanir heilbrigðisstétta, vísitöluhækkanir og fleira. Þegar tekið hefur verið tillit til verðlags- og launaþróunar í landinu auk raunkostnaðar við veitingu þeirrar þjónustu sem hið opinbera gerir kröfu um og veitendur þjónustunnar þurfa að standa straum af með beinum fjárframlögum, er fyrst hægt að átta sig á því hver raunþróunin er á framlögum til heilbrigðismála í landinu – hvort raunaukning hafi orðið eða lækkun. Því miður eru margar vísbendingar um raunlækkanir á síðustu árum og þeirri þróun verður að snúa við – það verður að auka fjármagn í heilbrigðisþjónustuna ef núverandi þjónustustig á að vera áfram. Auðvitað þurfum við að vera meðvituð um að ekki er sjálfgefið að aukið fjármagn bæti heilbrigðisþjónustuna. Það verður að gera þá kröfu til ríkisins, vörsluaðila skattfjár almennings, að ítarlegar og faglegar greiningar búi að baki ákvörðunum um fjárframlög til þjónustunnar. Við, sem störfum í greininni, leitum sífellt leiða til til að gera betur, bæta verkferla og þjónustu á grundvelli greininga. Heilbrigðisþjónustan er einn af hornsteinum samfélagsins og lykilþáttur í lífsgæðum landsmanna. Nú er komið að yfirvöldum og stjórnmálamönnum landsins að sýna að raunverulegur vilji sé til breytinga í fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar og jafnframt að nýta fjármagn með eins markvissum hætti og mögulegt er, landsmönnum til heilla.Höfundar Eybjörg H. Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónstu Pétur Magnússon, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eybjörg H. Hauksdóttir Heilbrigðismál Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur verið fjallað nokkuð um fjármálaumhverfi heilbrigðisþjónustunnar, ekki síst í kjölfar útkomu skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Sjúkratrygginga Íslands, þar sem segir meðal annars: „Það stefnuleysi sem einkennir málaflokkinn hefur leitt til þess að áherslur fjárlaga hverju sinni, tímabundin átaksverkefni og úrlausn tilfallandi vandamála hafa mótað ákvarðanir um samninga um heilbrigðisþjónustu og þar með þróun heilbrigðiskerfisins.“ Jafnframt kemur fram í skýrslunni að samningar Sjúkratrygginga Íslands hafi ekki stuðlað að hagkvæmni eða skilvirkni í heilbrigðiskerfinu ásamt því sem heildstæða stefnu skorti um þjónustuna og nýting opinberra fjármuna til málaflokksins sé ekki næg. Rekstraraðilar í heilbrigðisþjónustu hafa margir gagnrýnt skort á nauðsynlegri kostnaðargreiningu svo unnt sé að mæta þeim opinberu kröfum sem eru gerðar til þjónustunnar. Einnig hafa veitendur heilbrigðisþjónustu bent á hve erfitt sé að fá greiddan raunkostnað sem fellur til vegna umbeðinnar þjónustu sem hið opinbera gerir kröfu um. Þá er það einnig þekkt vandamál að þegar fjárveiting þjónustu hefur á annað borð verið ákvörðuð, eru breytingar á milli ára á þeirri fjárveitingu yfirleitt mjög óljósar. Of mikið ógegnsæi hefur verið varðandi hækkanir á framlögum með tilliti til verðlags – og launahækkana auk þess sem skerðingar á fjárframlögum til einstakra aðila eiga sér stað án rökstuðnings eða skýringa. Mikill tími fer í það af hálfu rekstraraðila að leita skýringa á þessum breytingum og berast þær yfirleitt mjög seint ef þær þá fást á annað borð.Hlutfallið lægst hér á landiPétur ?Magnússon formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustuÞrátt fyrir að um 25% af árlegum útgjöldum ríkisins fari til heilbrigðismála erum við aðeins að nota um 8,9% af vergri þjóðarframleiðslu í málaflokkinn. Þetta hlutfall er lægst hér á landi í samanburði við verga þjóðarframleiðslu hinna Norðurlandaþjóðanna enda þótt það liggi fyrir að öldruðum muni fjölga hratt á næstu árum. Samkvæmt spá Hagstofu Íslands mun einstaklingum, 75 ára og eldri hafa fjölgað hér á landi um 35% á tímabilinu 2012 til 2020. Hagstofan spáir því jafnframt að landsmönnum fjölgi um 33% til 2060 þegar íbúar verða orðnir 430 þúsund talsins. Framlög verður að hækka Við sem störfum í öldrunarþjónustu höfum reiknað út að þeim sem njóta öldrunarþjónustu muni fjölga um 2-3% á hverju einasta ári á næstu áratugum. Af þessu er ljóst að fjárframlög til heilbrigðismála þurfa að hækka töluvert milli ára, bara til að viðhalda sama þjónustustigi og var árið áður, því við þessa fjölgun bætast launahækkanir heilbrigðisstétta, vísitöluhækkanir og fleira. Þegar tekið hefur verið tillit til verðlags- og launaþróunar í landinu auk raunkostnaðar við veitingu þeirrar þjónustu sem hið opinbera gerir kröfu um og veitendur þjónustunnar þurfa að standa straum af með beinum fjárframlögum, er fyrst hægt að átta sig á því hver raunþróunin er á framlögum til heilbrigðismála í landinu – hvort raunaukning hafi orðið eða lækkun. Því miður eru margar vísbendingar um raunlækkanir á síðustu árum og þeirri þróun verður að snúa við – það verður að auka fjármagn í heilbrigðisþjónustuna ef núverandi þjónustustig á að vera áfram. Auðvitað þurfum við að vera meðvituð um að ekki er sjálfgefið að aukið fjármagn bæti heilbrigðisþjónustuna. Það verður að gera þá kröfu til ríkisins, vörsluaðila skattfjár almennings, að ítarlegar og faglegar greiningar búi að baki ákvörðunum um fjárframlög til þjónustunnar. Við, sem störfum í greininni, leitum sífellt leiða til til að gera betur, bæta verkferla og þjónustu á grundvelli greininga. Heilbrigðisþjónustan er einn af hornsteinum samfélagsins og lykilþáttur í lífsgæðum landsmanna. Nú er komið að yfirvöldum og stjórnmálamönnum landsins að sýna að raunverulegur vilji sé til breytinga í fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar og jafnframt að nýta fjármagn með eins markvissum hætti og mögulegt er, landsmönnum til heilla.Höfundar Eybjörg H. Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónstu Pétur Magnússon, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun