Lífið

Tíu barna faðirinn Helgi larpar reglulega með börnunum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ulla Schjørring og eiginmaður hennar Helgi Þór Steingrímsson eignuðust saman tíu börn á 19 árum.

Börnin eru á aldrinum 5-24 ára í dag en fjallað var um sögu þeirra í síðasta þætti af Margra barna mæðrum á Stöð 2 á sunnudagskvöldið.

Ulla og Helgi kynntust í Vestmannaeyjum en bjuggu lengst af í Danmörku. Fyrir tveimur árum ákvað Ulla að hún gæti ekki lengur búið í veðursældinni þar.

Í þættinum kom fram að börnin hafi sum hver töluverðan áhuga á því að larpa. Helgi gerir allt fyrir börnin sín og ákvað því að kynna sér áhugamálið og fer oft á tíðum með þeim út í náttúruna og larpar.

LARP, Live Action Role Playing, eða rauntímaspunaspil eins og það er kallað á íslensku. Um er að ræða lifandi leiklist þar sem er fyrir fram ákveðið sögusvið. Leikmönnunum er skipt í fylkingar þar sem aðalatriði er ekki að bera sigur af hólmi heldur að skapa áhugaverðar og skemmtilegar aðstæður.

Hér að neðan má sjá atriði úr síðasta þætti þar sem sjá má fjölskylduna larpa saman en Ulla, hún hefur ekki mikinn áhuga á því.


Tengdar fréttir

Eignuðust tíu börn á 19 árum

"Ég sem ætlaði ekki að eignast börn. Það stóð ekki í kortunum fannst mér,” segir Ulla Schjørring og hlær en hún og eiginmaður hennar, Helgi Þór Steingrímsson, eignuðust saman tíu börn á 19 árum. Börnin eru á aldrinum 5-24 ára í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.