Um kennaramenntun og leyfisbréf Elna Katrín Jónsdóttir skrifar 28. nóvember 2018 08:33 Trausti Þorsteinsson ræði í grein sinni á visir.is þann 26. nóvember sl. meðal annars breytingar skólakerfinu, sjálfræðisaldur og innleiðingu fræðsluskyldu á framhaldsskólastigi. Greinin ber þó yfirskriftina Um leyfisbréf kennara og fjallar að hluta til um kennaramenntun, inntak hennar og lög um kennaramenntun. Tilgreint er að með lögum um kennaramenntun frá 2008 hafi kröfur til menntunar kennara aukist en lítið fjallað í greininni um inntak breytinganna. Tæpt er lauslega á afar mikilvægri grein gildandi laga um kennaramenntun með því orðalagi að menn vilji „mýkja skil á milli skólastiga“ en hafi enn ekki komið því í framkvæmd. Greinarhöfundur varpar því fram í inngangi að ágreiningur um hið spánýja menntastefnumál „Eitt leyfisbréf“ snúist um það að sumir telji kennarafræðin gera kennarann að sérfræðingi en aðrir fagreinina eða fagsviðið. Þessari gömlu ofureinföldun var gjarnan slegið fram hér áður fyrr þegar reka skyldi fleyg milli kennara á mismunandi skólastigum eða milli kennaramenntunarstofnana. Gildandi lög um kennaramenntun endurspegla öfugt við ofangreint að kennarar á öllum þremur skólastigunum þurfi bæði öfluga menntun í kennarafræðum og meiri sérhæfingu en eldri lög gerðu kröfu um. Kröfur um sérhæfingu í kennslugreinum eða á fagsviðum aukast á öllum skólastigunum og kröfur um kennslufræðimenntun aukast enn fremur til verðandi framhaldsskólakennara. Rökin fyrir þessum breytingum voru meðal annars almenn þörf fyrir meiri menntun og sérfræðiþekkingu. Hækkaður sjálfræðisaldur og fræðsluskylda í samræmi við hann en einnig sterkari vitund um jafnan rétt nemenda með fjölbreyttar og ólíkar þarfir til þess að hljóta góða menntun við bestu mögulegu skilyrði. Það er menntamálayfirvöldum til vansa að hafa ekki gengið rösklegar fram í því en raun ber vitni að koma í framkvæmd ákvæðum 21. greinar kennaramenntunarlaganna sem kveður á um það hvernig veita megi kennurum heimild til þess að kenna nemendum á svipuðum aldri á aðliggjandi skólastigi enda gefi menntun kennarans tilefni til slíkrar opnunar. Dæmi um þetta væri til dæmis að grunnskólakennari með minnst tveggja ára sérhæfingu í kennslugrein geti kennt byrjunaráfanga í sinni grein í framhaldsskóla og að framhaldsskólakennari geti kennt sína kennslugrein í 8.-10. bekk grunnskóla. Trausti telur að „með einu leyfisbréfi skapast tækifæri til að endurhugsa kennaranámið með kennslu- og uppeldisfræði sem grunnþátt í menntun allra kennara“. Þau orð verða ekki skilin öðruvísi en svo að kennarafræðin séu ekki grunnþáttur í menntun sumra kennara. Enn fremur að útgáfa og efni leyfisbréfa sé með einhverjum hætti forsenda fyrir því að háskólakennarar leggi höfuðið í bleyti og upphugsi góðar og frumlegar breytingar á menntunarframboði sínu til verðandi kennara í landinu. Vert er loks að draga fram mikilvægan þráð í kennaramenntunar- og leyfisbréfaumræðu liðinna ára nefnilega að fyllilega sé tímabært að skrifa kennslugrein eða fagsvið inn í leyfisbréf grunnskólakennara. Tekin var snörp umræða um þetta við endurskoðun lögverndunarlaganna 1998 en horfið frá. Nú hafa með lengingu kennaramenntunar skapast tækifæri til þess að auka bæði menntun og sérhæfingu á fagsviðum og í kennarafræðum og því full ástæða til að vekja máls á þessu aftur. Sú sem hér skrifar sér ekki að umræðan um eitt leyfisbréf eigi yfirleitt mikið skylt við kennaramenntunar- eða fagumræðu kennarastarfsins. Frekar er rétt og skylt að bæta og efla framkvæmd gildandi laga svo sem 21. grein þeirra en einnig með því að auka vettvangsnám, gera háskólunum kleift að bæta námsframboð til verðandi kennara og að efla símenntun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Kirsuberjatínsla félagsmálaráðherra Gunnar Úlfarsson Skoðun Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Silja Bára rektor Háskóla Íslands Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Að rjúfa vopnahlé – 300 myrt á svipstundu Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,Yousef Tamimi Skoðun Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði, gagnsæi og valddreifing í Sósíalistaflokknum Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Samkeppni er lykillinn að arðsemi fyrirtækja Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Bréf til síungra sósíalista um land allt Oddný Eir Ævarsdóttir skrifar Skoðun Hamas; orsök eða afleiðing? Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að rjúfa vopnahlé – 300 myrt á svipstundu Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,Yousef Tamimi skrifar Skoðun A Strong International University Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Þrjú lykilskref í átt að betri háskóla. Ingibjörg Gunnarsdóttir mun stíga þau Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kirsuberjatínsla félagsmálaráðherra Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Hreint vatn frá Heiðmörk til framtíðar Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna skipta raddir ungmenna af erlendum uppruna máli? Guðrún Elsa Tryggvadóttir skrifar Skoðun Skrautfjöðurin jafnlaunavottun Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fjármál og akademískt frelsi Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára rektor Háskóla Íslands Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir skrifar Skoðun Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Gervigreind í skólastarfi – hvað getum við lært af Eistlandi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Smánin tilheyrir geranda en of oft klínt á þolanda Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Jarðhiti jafnar leikinn Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Skipbrot Reykjavíkurborgar Davíð J. Arngrímsson skrifar Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar Skoðun Fjarkönnun og sjálfstæði þjóðar Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Trausti Þorsteinsson ræði í grein sinni á visir.is þann 26. nóvember sl. meðal annars breytingar skólakerfinu, sjálfræðisaldur og innleiðingu fræðsluskyldu á framhaldsskólastigi. Greinin ber þó yfirskriftina Um leyfisbréf kennara og fjallar að hluta til um kennaramenntun, inntak hennar og lög um kennaramenntun. Tilgreint er að með lögum um kennaramenntun frá 2008 hafi kröfur til menntunar kennara aukist en lítið fjallað í greininni um inntak breytinganna. Tæpt er lauslega á afar mikilvægri grein gildandi laga um kennaramenntun með því orðalagi að menn vilji „mýkja skil á milli skólastiga“ en hafi enn ekki komið því í framkvæmd. Greinarhöfundur varpar því fram í inngangi að ágreiningur um hið spánýja menntastefnumál „Eitt leyfisbréf“ snúist um það að sumir telji kennarafræðin gera kennarann að sérfræðingi en aðrir fagreinina eða fagsviðið. Þessari gömlu ofureinföldun var gjarnan slegið fram hér áður fyrr þegar reka skyldi fleyg milli kennara á mismunandi skólastigum eða milli kennaramenntunarstofnana. Gildandi lög um kennaramenntun endurspegla öfugt við ofangreint að kennarar á öllum þremur skólastigunum þurfi bæði öfluga menntun í kennarafræðum og meiri sérhæfingu en eldri lög gerðu kröfu um. Kröfur um sérhæfingu í kennslugreinum eða á fagsviðum aukast á öllum skólastigunum og kröfur um kennslufræðimenntun aukast enn fremur til verðandi framhaldsskólakennara. Rökin fyrir þessum breytingum voru meðal annars almenn þörf fyrir meiri menntun og sérfræðiþekkingu. Hækkaður sjálfræðisaldur og fræðsluskylda í samræmi við hann en einnig sterkari vitund um jafnan rétt nemenda með fjölbreyttar og ólíkar þarfir til þess að hljóta góða menntun við bestu mögulegu skilyrði. Það er menntamálayfirvöldum til vansa að hafa ekki gengið rösklegar fram í því en raun ber vitni að koma í framkvæmd ákvæðum 21. greinar kennaramenntunarlaganna sem kveður á um það hvernig veita megi kennurum heimild til þess að kenna nemendum á svipuðum aldri á aðliggjandi skólastigi enda gefi menntun kennarans tilefni til slíkrar opnunar. Dæmi um þetta væri til dæmis að grunnskólakennari með minnst tveggja ára sérhæfingu í kennslugrein geti kennt byrjunaráfanga í sinni grein í framhaldsskóla og að framhaldsskólakennari geti kennt sína kennslugrein í 8.-10. bekk grunnskóla. Trausti telur að „með einu leyfisbréfi skapast tækifæri til að endurhugsa kennaranámið með kennslu- og uppeldisfræði sem grunnþátt í menntun allra kennara“. Þau orð verða ekki skilin öðruvísi en svo að kennarafræðin séu ekki grunnþáttur í menntun sumra kennara. Enn fremur að útgáfa og efni leyfisbréfa sé með einhverjum hætti forsenda fyrir því að háskólakennarar leggi höfuðið í bleyti og upphugsi góðar og frumlegar breytingar á menntunarframboði sínu til verðandi kennara í landinu. Vert er loks að draga fram mikilvægan þráð í kennaramenntunar- og leyfisbréfaumræðu liðinna ára nefnilega að fyllilega sé tímabært að skrifa kennslugrein eða fagsvið inn í leyfisbréf grunnskólakennara. Tekin var snörp umræða um þetta við endurskoðun lögverndunarlaganna 1998 en horfið frá. Nú hafa með lengingu kennaramenntunar skapast tækifæri til þess að auka bæði menntun og sérhæfingu á fagsviðum og í kennarafræðum og því full ástæða til að vekja máls á þessu aftur. Sú sem hér skrifar sér ekki að umræðan um eitt leyfisbréf eigi yfirleitt mikið skylt við kennaramenntunar- eða fagumræðu kennarastarfsins. Frekar er rétt og skylt að bæta og efla framkvæmd gildandi laga svo sem 21. grein þeirra en einnig með því að auka vettvangsnám, gera háskólunum kleift að bæta námsframboð til verðandi kennara og að efla símenntun.
Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun
Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar
Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Að rjúfa vopnahlé – 300 myrt á svipstundu Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,Yousef Tamimi skrifar
Skoðun Þrjú lykilskref í átt að betri háskóla. Ingibjörg Gunnarsdóttir mun stíga þau Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta raddir ungmenna af erlendum uppruna máli? Guðrún Elsa Tryggvadóttir skrifar
Skoðun Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Gervigreind í skólastarfi – hvað getum við lært af Eistlandi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar
Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar
Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar
Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun
Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir Skoðun