Stærsti skellur Lakers liðsins í sögunni á móti Denver Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2018 07:30 Þetta var erfitt kvöld fyrir LeBron James og guttana hans í Lakers-liðinu. Vísir/Getty Los Angeles Lakers liðið steinlá í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en LeBron James og félagar áttu aldrei möguleika á móti Denver Nuggets á útivelli. Toronto Raptors vann sinn sjötta leik í röð og Atlanta Hawks getur eiginlega bara unnið lið Miami Heat á þessu tímabili.Paul Millsap, Jamal Murray og Malik Beasley voru allir með 20 stig fyrir Denver Nuggets í 117-85 sigri á Los Angeles Lakers. Þessi 32 stiga sigur er stærsti sigur Denver á LA Lakers í NBA-sögunni en gamla metið var 29 stiga sigur frá árinu 1993. Þetta var líka fjórði sigurleikur Denver Nuggets í röð en fyrr í vetur var Lakers fyrsta liðið á tímabilinu sem náði að vinna Denver. Kyle Kuzma var stigahæstur hjá Lakers með 21 stig en þeir LeBron James og Brandon Ingram skoruðu báðir 14 stig.Paul Millsap nets a double-double (20 PTS, 11 ASTS), as the @nuggets win their 4th straight! #MileHighBasketballpic.twitter.com/jkwjXWvSGg — NBA (@NBA) November 28, 2018Kyle Lowry var með 24 stig og 6 stoðsendingar þegar Toronto Raptors vann 122-114 útisigur á Memphis Grizzlies. Fred VanVleet skoraði 18 stig fyrir Toronto en hann hitti úr öllum sex skotum sínum í leiknum þar af þremur þeirra fyrir utan þriggja stiga línuna. Kawhi Leonard skoraði 17 stig og tók 10 fráköst og Serge Ibaka bætti við 16 stigum í þessum sjötta sigurleik Toronto í röð. Toronto Raptors er með besta árangurinn í deildinni, 18 sigra og aðeins 4 töp. Marc Gasol var atkvæðamestur hjá Memphis með 27 stig en hann hitti úr 10 af 14 skotum sínum. Mike Conley bætti síðan við 20 stigum og 6 stoðsendingum.Kyle Lowry records 24 PTS, 6 ASTS to fuel the @Raptors to their 7th consecutive W! #WeTheNorthpic.twitter.com/fAUDLifI0C — NBA (@NBA) November 28, 2018Trae Young guides the @ATLHawks to their 2nd straight W with 17 PTS & 10 ASTS! #NBARookspic.twitter.com/AZ7bcs0NDw — NBA (@NBA) November 28, 2018Taurean Prince skoraði 18 stig og nýliðinn Trae Young bætti við 17 stigum og 10 stoðsendingum þegar Atlanta Hawks vann 115-113 útisigur á Miami Heat. Atlanta Hawks var fyrir leikinn búið að tapa sjö útileikjum í röð. Josh Richardson var stigahæstur hjá Miami með 22 stig en Dwyane Wade skoraði 18 stig. Miami hefur nú tapað sex heimaleikjum í röð. Atlanta Hawks hefur unnið báða leiki sína á móti Miami í vetur en aðeins 3 af 19 leikjum á móti öðrum liðum.The @Pacers improve to 13-8 with their 109-104 win over the @Suns! Sabonis: 21 PTS, 16 REBS McDermott: 21 PTS, 5 made threes Turner: 16 PTS, 13 REBS, 5 BLKS pic.twitter.com/r0OKra5fDp — NBA (@NBA) November 28, 2018Blake Griffin skoraði 30 stig í 115-108 sigri Detroit Pistons á New York Knicks en Detroit endaði þar með þriggja leikja sigurgöngu New York liðsins.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Denver Nuggets - Los Angeles Lakers 117-85 Phoenix Suns - Indiana Pacers 104-109 Memphis Grizzlies - Toronto Raptors 114-122 Miami Heat - Atlanta Hawks 113-115 Detroit Pistons - New York Knicks 115-108 NBA Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Los Angeles Lakers liðið steinlá í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en LeBron James og félagar áttu aldrei möguleika á móti Denver Nuggets á útivelli. Toronto Raptors vann sinn sjötta leik í röð og Atlanta Hawks getur eiginlega bara unnið lið Miami Heat á þessu tímabili.Paul Millsap, Jamal Murray og Malik Beasley voru allir með 20 stig fyrir Denver Nuggets í 117-85 sigri á Los Angeles Lakers. Þessi 32 stiga sigur er stærsti sigur Denver á LA Lakers í NBA-sögunni en gamla metið var 29 stiga sigur frá árinu 1993. Þetta var líka fjórði sigurleikur Denver Nuggets í röð en fyrr í vetur var Lakers fyrsta liðið á tímabilinu sem náði að vinna Denver. Kyle Kuzma var stigahæstur hjá Lakers með 21 stig en þeir LeBron James og Brandon Ingram skoruðu báðir 14 stig.Paul Millsap nets a double-double (20 PTS, 11 ASTS), as the @nuggets win their 4th straight! #MileHighBasketballpic.twitter.com/jkwjXWvSGg — NBA (@NBA) November 28, 2018Kyle Lowry var með 24 stig og 6 stoðsendingar þegar Toronto Raptors vann 122-114 útisigur á Memphis Grizzlies. Fred VanVleet skoraði 18 stig fyrir Toronto en hann hitti úr öllum sex skotum sínum í leiknum þar af þremur þeirra fyrir utan þriggja stiga línuna. Kawhi Leonard skoraði 17 stig og tók 10 fráköst og Serge Ibaka bætti við 16 stigum í þessum sjötta sigurleik Toronto í röð. Toronto Raptors er með besta árangurinn í deildinni, 18 sigra og aðeins 4 töp. Marc Gasol var atkvæðamestur hjá Memphis með 27 stig en hann hitti úr 10 af 14 skotum sínum. Mike Conley bætti síðan við 20 stigum og 6 stoðsendingum.Kyle Lowry records 24 PTS, 6 ASTS to fuel the @Raptors to their 7th consecutive W! #WeTheNorthpic.twitter.com/fAUDLifI0C — NBA (@NBA) November 28, 2018Trae Young guides the @ATLHawks to their 2nd straight W with 17 PTS & 10 ASTS! #NBARookspic.twitter.com/AZ7bcs0NDw — NBA (@NBA) November 28, 2018Taurean Prince skoraði 18 stig og nýliðinn Trae Young bætti við 17 stigum og 10 stoðsendingum þegar Atlanta Hawks vann 115-113 útisigur á Miami Heat. Atlanta Hawks var fyrir leikinn búið að tapa sjö útileikjum í röð. Josh Richardson var stigahæstur hjá Miami með 22 stig en Dwyane Wade skoraði 18 stig. Miami hefur nú tapað sex heimaleikjum í röð. Atlanta Hawks hefur unnið báða leiki sína á móti Miami í vetur en aðeins 3 af 19 leikjum á móti öðrum liðum.The @Pacers improve to 13-8 with their 109-104 win over the @Suns! Sabonis: 21 PTS, 16 REBS McDermott: 21 PTS, 5 made threes Turner: 16 PTS, 13 REBS, 5 BLKS pic.twitter.com/r0OKra5fDp — NBA (@NBA) November 28, 2018Blake Griffin skoraði 30 stig í 115-108 sigri Detroit Pistons á New York Knicks en Detroit endaði þar með þriggja leikja sigurgöngu New York liðsins.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Denver Nuggets - Los Angeles Lakers 117-85 Phoenix Suns - Indiana Pacers 104-109 Memphis Grizzlies - Toronto Raptors 114-122 Miami Heat - Atlanta Hawks 113-115 Detroit Pistons - New York Knicks 115-108
NBA Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum