Sex and the City-leikkona fer í framboð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. mars 2018 20:00 Cynthia Nixon býður sig fram í forvali Demókrataflokksins til ríkisstjóra New York-fylkis. Kosningarnar fara fram í byrjun nóvember. vísir/getty Bandaríska leikkonan, Cynthia Nixon, sem þekktust er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Sex and the City tilkynnti í dag að hún bjóði sig fram í forvali Demókrataflokksins til ríkisstjóra New York-fylkis. Kosningar til ríkisstjóra fara fram í byrjun nóvember. Nixon tilkynnti um framboðið með myndbandi á samfélagsmiðlum í dag auk þess sem vefsíðan Cynthia for New York opnaði. Í myndbandinu segir Nixon að hún hafi alltaf búið í New York og að hún vilji hvergi annars staðar búa. Hins vegar sé margt sem betur megi fara í fylkinu og eitthvað þurfi að breytast. Bendir Nixon meðal annars á gríðarlegt bil á milli ríkra og fátæka sem einkennir einmitt stærstu borg fylkisins, New York, en Nixon segir að misskipting auðs sé mest í New York-fylki af öllum fylkjum Bandaríkjanna. Þannig búi helmingur barna í borgum í norðurhluta fylkisins fyrir neðan fátækramörk. Samkvæmt frétt New York Times hefur núverandi ríkisstjóri New York, Andrew M. Cuomo, gott forskot á Nixon ef marka má skoðanakannanir. Nýleg könnun sýnir hann með 66 prósent fylgi á meðal kjósenda Demókrata á meðan Nixon er með 19 prósent fylgi. Könnunin var hins vegar gerð áður en Nixon lýsti formlega yfir framboði í dag. Nixon hefur lengi látið til sín taka í stjórnmálasenu New York-borgar og hefur helst barist fyrir bættu menntakerfi, jafnrétti til hjónabands og auknu fjármagni til brjóstakrabbameinsrannsókna. Nixon er þó án efa þekktust fyrir leik sinn í þáttunum Sex and the City sem sýndir voru á sjónvarpsstöðinni HBO á árunum 1998 til 2004. Hún virðist þó ekki mjög þekkt á meðal kjósenda ef marka má fyrrnefnda könnun þar sem 60 prósent svarenda sögðust ekki hafa neina skoðun á henni. Tengdar fréttir Sex and the City-leikkonan Cynthia Nixon líkleg til ríkisstjóraframboðs Bandaríska leikkonan Cynthia Nixon hefur verið nefnd í tengslum við forval Demókrataflokksins til ríkisstjóra New York-ríkis á næsta ári. Aðspurð vildi hún ekki tjá sig um hvort hún ætli í framboð en sagði að mörgum fyndist hún eiga að fara fram. 9. ágúst 2017 13:30 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Sjá meira
Bandaríska leikkonan, Cynthia Nixon, sem þekktust er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Sex and the City tilkynnti í dag að hún bjóði sig fram í forvali Demókrataflokksins til ríkisstjóra New York-fylkis. Kosningar til ríkisstjóra fara fram í byrjun nóvember. Nixon tilkynnti um framboðið með myndbandi á samfélagsmiðlum í dag auk þess sem vefsíðan Cynthia for New York opnaði. Í myndbandinu segir Nixon að hún hafi alltaf búið í New York og að hún vilji hvergi annars staðar búa. Hins vegar sé margt sem betur megi fara í fylkinu og eitthvað þurfi að breytast. Bendir Nixon meðal annars á gríðarlegt bil á milli ríkra og fátæka sem einkennir einmitt stærstu borg fylkisins, New York, en Nixon segir að misskipting auðs sé mest í New York-fylki af öllum fylkjum Bandaríkjanna. Þannig búi helmingur barna í borgum í norðurhluta fylkisins fyrir neðan fátækramörk. Samkvæmt frétt New York Times hefur núverandi ríkisstjóri New York, Andrew M. Cuomo, gott forskot á Nixon ef marka má skoðanakannanir. Nýleg könnun sýnir hann með 66 prósent fylgi á meðal kjósenda Demókrata á meðan Nixon er með 19 prósent fylgi. Könnunin var hins vegar gerð áður en Nixon lýsti formlega yfir framboði í dag. Nixon hefur lengi látið til sín taka í stjórnmálasenu New York-borgar og hefur helst barist fyrir bættu menntakerfi, jafnrétti til hjónabands og auknu fjármagni til brjóstakrabbameinsrannsókna. Nixon er þó án efa þekktust fyrir leik sinn í þáttunum Sex and the City sem sýndir voru á sjónvarpsstöðinni HBO á árunum 1998 til 2004. Hún virðist þó ekki mjög þekkt á meðal kjósenda ef marka má fyrrnefnda könnun þar sem 60 prósent svarenda sögðust ekki hafa neina skoðun á henni.
Tengdar fréttir Sex and the City-leikkonan Cynthia Nixon líkleg til ríkisstjóraframboðs Bandaríska leikkonan Cynthia Nixon hefur verið nefnd í tengslum við forval Demókrataflokksins til ríkisstjóra New York-ríkis á næsta ári. Aðspurð vildi hún ekki tjá sig um hvort hún ætli í framboð en sagði að mörgum fyndist hún eiga að fara fram. 9. ágúst 2017 13:30 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Sjá meira
Sex and the City-leikkonan Cynthia Nixon líkleg til ríkisstjóraframboðs Bandaríska leikkonan Cynthia Nixon hefur verið nefnd í tengslum við forval Demókrataflokksins til ríkisstjóra New York-ríkis á næsta ári. Aðspurð vildi hún ekki tjá sig um hvort hún ætli í framboð en sagði að mörgum fyndist hún eiga að fara fram. 9. ágúst 2017 13:30