Þrýst á Zuckerberg að svara fyrir Facebook í eigin persónu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. mars 2018 15:15 Mark Zuckerberg stofnaði Facebook og er einn ríkasti maður heims Vísir/Getty Þingmenn beggja megin við Atlantshafið hafa kallað eftir því að Mark Zuckerberg, stofnandi og helsti eigandi Facebook, mæti í eigin persónu og svari spurningum nefndarmanna bandarískra og breskra þingnefnda.Facebook hefur verið sakað um að hafa ekki varað notendur samfélagsmiðilsins vinsæla nægilega vel við því að upplýsingar um þá kunni að hafa verið í vörslu Cambridge Analytica, umdeilds greiningarfyrirtækis sem starfaði fyrir framboð Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í forsetakosningunum þar í landi árið 2016.Fyrirtækið notfærði sér persónuupplýsingar milljóna notenda Facebook í Bandaríkjunum í pólitískum tilgangi. Gögnin, sem fyrirtækið komst yfir án leyfis og án réttinda, voru notuð til að byggja upp öflugan hugbúnað og hafa áhrif á kosningarnar. Hugbúnaðurinn greindi skoðanir einstaklinga svo hægt var að senda þeim hnitmiðaðar og persónulegar auglýsingar.Sjá einnig: Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónirFyrir helgi sagði Facebook að lokað hefði verið á aðgang Cambridge Analytica á meðan innri rannsókn Facebook á málinu stendur yfir.Zuckerberg hefur hingað til komið hjá sér að mæta fyrir rannsóknarnefndir til þess að svara spurningum um hlutverk Facebook í forsetakosningunum árið 2016. Hefur hann gjarnan sent lögmenn eða framkvæmdastjóra Facebook á slíka fundi. Þegar Zuckerberg tjáir sig er það yfirleitt í gegnum myndskilaboð eða bloggfærslu á Facebook síðu hans.Breskir og bandarískir þingmenn vilja spyrja Zuckerberg spjörunum úr „Það er augljóst að þessi fyrirtæki geti ekki passað upp á sjálf sig,“ sagði Amy Klobuchar, þingmaður Demókrata. „Mark Zuckerberg þarf að mæta fyrir dómsmálanefnd öldungardeildarinnar.“ Undir þetta tók Adam Schiff, sem er leiðtogi demókrata í njósnamálanefnd fulltrúadeildarinnar, en hún rannsakar nú hvernig samfélagsmiðlar voru nýttir í kosningabaráttunnni árið 2016. „Ég tel að það væri gagnlegt að fá hann til að svara spurningum fyrir framan viðeigandi nefnd,“ sagði Schiff sem vildi einnig fá forstjóra annarra fyrirtækja sem starfa í sama geira og Facebook til að svara spurningum þingmanna. Þá ætlar Damian Collins, þingmaðurinn sem fer með rannsókn breskra yfirvalda á meintum afskiptum Rússa af kosningum þar í landi, að fá Zuckerberg til Bretlands, til þess að svara spurningum þingmanna í eigin persónu. „Það er er ekki ásættanlegt að þeir hafi hingað til sent vitni sem komi sér undan því að svara erfiðum spurningum með því að segjast ekki vita svörin við þeim,“ sagði Collins. Facebook Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Þingmenn beggja megin við Atlantshafið hafa kallað eftir því að Mark Zuckerberg, stofnandi og helsti eigandi Facebook, mæti í eigin persónu og svari spurningum nefndarmanna bandarískra og breskra þingnefnda.Facebook hefur verið sakað um að hafa ekki varað notendur samfélagsmiðilsins vinsæla nægilega vel við því að upplýsingar um þá kunni að hafa verið í vörslu Cambridge Analytica, umdeilds greiningarfyrirtækis sem starfaði fyrir framboð Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í forsetakosningunum þar í landi árið 2016.Fyrirtækið notfærði sér persónuupplýsingar milljóna notenda Facebook í Bandaríkjunum í pólitískum tilgangi. Gögnin, sem fyrirtækið komst yfir án leyfis og án réttinda, voru notuð til að byggja upp öflugan hugbúnað og hafa áhrif á kosningarnar. Hugbúnaðurinn greindi skoðanir einstaklinga svo hægt var að senda þeim hnitmiðaðar og persónulegar auglýsingar.Sjá einnig: Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónirFyrir helgi sagði Facebook að lokað hefði verið á aðgang Cambridge Analytica á meðan innri rannsókn Facebook á málinu stendur yfir.Zuckerberg hefur hingað til komið hjá sér að mæta fyrir rannsóknarnefndir til þess að svara spurningum um hlutverk Facebook í forsetakosningunum árið 2016. Hefur hann gjarnan sent lögmenn eða framkvæmdastjóra Facebook á slíka fundi. Þegar Zuckerberg tjáir sig er það yfirleitt í gegnum myndskilaboð eða bloggfærslu á Facebook síðu hans.Breskir og bandarískir þingmenn vilja spyrja Zuckerberg spjörunum úr „Það er augljóst að þessi fyrirtæki geti ekki passað upp á sjálf sig,“ sagði Amy Klobuchar, þingmaður Demókrata. „Mark Zuckerberg þarf að mæta fyrir dómsmálanefnd öldungardeildarinnar.“ Undir þetta tók Adam Schiff, sem er leiðtogi demókrata í njósnamálanefnd fulltrúadeildarinnar, en hún rannsakar nú hvernig samfélagsmiðlar voru nýttir í kosningabaráttunnni árið 2016. „Ég tel að það væri gagnlegt að fá hann til að svara spurningum fyrir framan viðeigandi nefnd,“ sagði Schiff sem vildi einnig fá forstjóra annarra fyrirtækja sem starfa í sama geira og Facebook til að svara spurningum þingmanna. Þá ætlar Damian Collins, þingmaðurinn sem fer með rannsókn breskra yfirvalda á meintum afskiptum Rússa af kosningum þar í landi, að fá Zuckerberg til Bretlands, til þess að svara spurningum þingmanna í eigin persónu. „Það er er ekki ásættanlegt að þeir hafi hingað til sent vitni sem komi sér undan því að svara erfiðum spurningum með því að segjast ekki vita svörin við þeim,“ sagði Collins.
Facebook Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira