Vogur fullur og neyslan eykst Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. mars 2018 08:00 Þegar mest var, árið 1985, voru 265 sjúkrarúm hér á landi ætluð áfengis- og vímuefnasjúklingum. Vísir/Heiða Að meðaltali bíða um 5-600 manns eftir því að komast að hjá SÁÁ. Framkvæmdastjóri lækninga hjá samtökunum segir að þau geti illa annað eftirspurn. Þegar mest var, árið 1985, voru 265 sjúkrarúm hér á landi ætluð áfengis- og vímuefnasjúklingum. Frá árinu 2010 hafa þau hins vegar verið 62. Samhliða fækkun rúma hefur fólki hér á landi fjölgað jafnt og þétt auk þess að neysla ýmissa fíkniefna hefur færst nokkuð í aukana. „Alla þessa öld höfum við sinnt sama fjölda af fólki. Eftirspurnin núna er meiri en við getum annað og það er nýtt,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga á Vogi. „Það eru margir samverkandi þættir sem orsaka þetta. Rúmum hefur fækkað, fólki fjölgað og neysla aukist.“Valgerður Rúnarsdóttir læknir hjá SÁÁÁr hvert leggjast 2.200 einstaklingar inn hjá SÁÁ en ríkið greiðir fyrir um 1.500 innlagnir. Samtökin þurfa því að reiða sig á fjáröflun og styrkveitingar til að brúa það bil. „Samningur um sjúkrahúsið Vog er svo naumt skammtaður frá hendi ríkisins að segja má að SÁÁ hafi afhent allan sinn hluta samningsins fyrir miðjan september ár hvert. Það sem eftir lifir almanaksársins er lífsbjargandi þjónustan á Vogi í boði SÁÁ, álfasölufólks og annarra velunnara samtakanna,“ segir í pistli Arnþórs Jónssonar, framkvæmdastjóra SÁÁ, á heimasíðu samtakanna. „Ekki vantar háa peningaupphæð svo hægt sé að klára árið. Örfáir aðstoðarmenn ráðherra í núverandi ríkisstjórn taka til sín hærri upphæð svo dæmi sé nefnt,“ segir hann enn fremur. Valgerður segir ríkið þurfa að stíga inn í. „Það blasir við hverjum sem það vill sjá að viðbúnaður ríkisins í þessum málum er of lítill. Það þarf að gera miklu meira í þessum efnum. Góð byrjun væri ef við fengjum greitt að fullu fyrir það sem við gerum en að auki þarf Landspítalinn miklu meira. Það er búið að skera mjög mikið niður þar líka,“ segir Valgerður. „Stjórnvöld verða að taka ábyrgð á þessum alvarlega málaflokki. Hver króna í slíka meðferð sparar annars staðar í ríkiskassanum.“ Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Að meðaltali bíða um 5-600 manns eftir því að komast að hjá SÁÁ. Framkvæmdastjóri lækninga hjá samtökunum segir að þau geti illa annað eftirspurn. Þegar mest var, árið 1985, voru 265 sjúkrarúm hér á landi ætluð áfengis- og vímuefnasjúklingum. Frá árinu 2010 hafa þau hins vegar verið 62. Samhliða fækkun rúma hefur fólki hér á landi fjölgað jafnt og þétt auk þess að neysla ýmissa fíkniefna hefur færst nokkuð í aukana. „Alla þessa öld höfum við sinnt sama fjölda af fólki. Eftirspurnin núna er meiri en við getum annað og það er nýtt,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga á Vogi. „Það eru margir samverkandi þættir sem orsaka þetta. Rúmum hefur fækkað, fólki fjölgað og neysla aukist.“Valgerður Rúnarsdóttir læknir hjá SÁÁÁr hvert leggjast 2.200 einstaklingar inn hjá SÁÁ en ríkið greiðir fyrir um 1.500 innlagnir. Samtökin þurfa því að reiða sig á fjáröflun og styrkveitingar til að brúa það bil. „Samningur um sjúkrahúsið Vog er svo naumt skammtaður frá hendi ríkisins að segja má að SÁÁ hafi afhent allan sinn hluta samningsins fyrir miðjan september ár hvert. Það sem eftir lifir almanaksársins er lífsbjargandi þjónustan á Vogi í boði SÁÁ, álfasölufólks og annarra velunnara samtakanna,“ segir í pistli Arnþórs Jónssonar, framkvæmdastjóra SÁÁ, á heimasíðu samtakanna. „Ekki vantar háa peningaupphæð svo hægt sé að klára árið. Örfáir aðstoðarmenn ráðherra í núverandi ríkisstjórn taka til sín hærri upphæð svo dæmi sé nefnt,“ segir hann enn fremur. Valgerður segir ríkið þurfa að stíga inn í. „Það blasir við hverjum sem það vill sjá að viðbúnaður ríkisins í þessum málum er of lítill. Það þarf að gera miklu meira í þessum efnum. Góð byrjun væri ef við fengjum greitt að fullu fyrir það sem við gerum en að auki þarf Landspítalinn miklu meira. Það er búið að skera mjög mikið niður þar líka,“ segir Valgerður. „Stjórnvöld verða að taka ábyrgð á þessum alvarlega málaflokki. Hver króna í slíka meðferð sparar annars staðar í ríkiskassanum.“
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira