Gæslumenn náttúrunnar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 19. mars 2018 07:00 Íslendingar eiga mætavel að vita að náttúrufegurð þessa lands verður ekki metin til fjár. Það er þeirra að hlúa að náttúrunni og vernda hana fyrir ágangi. Það getur reyndar verið verulegum erfiðleikum háð í landi þar sem ferðamannastraumur er svo mikill að náttúruperlur bíða skaða af. Þá er um að gera að sofna ekki á verðinum. Hið sama á við þegar kemur að virkjanaframkvæmdum, sem verða að vera innan skynsamlegra marka. Náttúruperlum á ekki að fórna vegna tilhugsunar misvitra áhrifamanna um skyndilegan gróða. Mörgum sem valdið hafa finnst náttúra landsins lítils virði sé ekki hægt að nýta hana. Þeir einstaklingar sem unna náttúrunni og telja mikilvægt að vernda hana eru oft stimplaðir sem rómantískir sveimhugar. Sagt er að þeir viti ekkert um praktík og hrífist um of af landslagi. Þeir eru ekki taldir sérlega marktækir í umræðunni. Við þurfum ekki annað en að horfa aftur til síðasta sumars þegar umræða varð um virkjun Hvalár í Ófeigsfirði á Ströndum vegna frumkvæðis Tómasar Guðbjartssonar læknis. Hann hafði kynnt sér svæðið og varaði mjög við því að ósnortin víðerni sem væru einstök á heimsvísu yrðu virkjuð. Vitanlega fékk Tómas bágt fyrir. Hann var sagður maður að sunnan sem skildi ekki mikilvægi uppbyggingar á landsbyggðinni. Staðreyndin er sú að hann var að benda á hversu gríðarleg mistök það væru að virkja á stað sem flokka má sem náttúruperlu. Af því hlytist óbætanlegur skaði. Nýleg frétt um fyrirhugaða virkjun hefur vakið athygli en sú er ekki á Ströndum, heldur á allt öðrum stað, í Þjórsá. Þar er að finna hverja virkjunina á fætur annarri. Reyndar svo margar að einhverjir hljóta að freistast til að fórna höndum og segja: „Ekki meir, ekki meir!“ En þar er víst meira pláss. Þjórsá hlýtur að teljast sannur happafengur fyrir virkjanasinna því hún tekur lengi við. Nýlega birti Skipulagsstofnun álit sitt um umhverfisáhrif vegna Hvammsvirkjunar í Þjórsá. Þar kemur fram að stofnunin telur að áhrif virkjunar á landslagið muni verða verulega neikvæð og áhrif á ferðaþjónustu og útivist talsvert neikvæð. Setningin „verulega neikvæð áhrif á landslag“ hljómar eins og viðvörunarbjöllur. En ekki í hugum forstjóra Landsvirkjunar og oddvita hreppsnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps sem hafa sagt að þeir hafi engan áhuga á að endurskoða virkjanaáformin. Þeir þurfa þess heldur ekki því álit Skipulagsstofnunar er bara álit. Stofnunin hefur víst ekki vald til að kveða upp lokaúrskurð. Það vald hafði hún hér áður fyrr en stjórnmálamenn breyttu því. Þeir vita ekki alltaf hvað þeir gjöra. Það er full ástæða til að taka undir þau orð Snorra Baldurssonar, stjórnarmanns hjá Landvernd, að álit Skipulagsstofnunar eigi ekki að vera álit sem hægt sé að hunsa heldur hreinlega úrskurður sem framkvæmdaaðilar og sveitarfélög verða að fara eftir. Gæslumenn náttúrunnar, þeir einstaklingar sem vilja mikið á sig leggja til að vernda hina ósnortnu náttúru landsins, eru mikilvægir. Lokaorðið á að vera þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Íslendingar eiga mætavel að vita að náttúrufegurð þessa lands verður ekki metin til fjár. Það er þeirra að hlúa að náttúrunni og vernda hana fyrir ágangi. Það getur reyndar verið verulegum erfiðleikum háð í landi þar sem ferðamannastraumur er svo mikill að náttúruperlur bíða skaða af. Þá er um að gera að sofna ekki á verðinum. Hið sama á við þegar kemur að virkjanaframkvæmdum, sem verða að vera innan skynsamlegra marka. Náttúruperlum á ekki að fórna vegna tilhugsunar misvitra áhrifamanna um skyndilegan gróða. Mörgum sem valdið hafa finnst náttúra landsins lítils virði sé ekki hægt að nýta hana. Þeir einstaklingar sem unna náttúrunni og telja mikilvægt að vernda hana eru oft stimplaðir sem rómantískir sveimhugar. Sagt er að þeir viti ekkert um praktík og hrífist um of af landslagi. Þeir eru ekki taldir sérlega marktækir í umræðunni. Við þurfum ekki annað en að horfa aftur til síðasta sumars þegar umræða varð um virkjun Hvalár í Ófeigsfirði á Ströndum vegna frumkvæðis Tómasar Guðbjartssonar læknis. Hann hafði kynnt sér svæðið og varaði mjög við því að ósnortin víðerni sem væru einstök á heimsvísu yrðu virkjuð. Vitanlega fékk Tómas bágt fyrir. Hann var sagður maður að sunnan sem skildi ekki mikilvægi uppbyggingar á landsbyggðinni. Staðreyndin er sú að hann var að benda á hversu gríðarleg mistök það væru að virkja á stað sem flokka má sem náttúruperlu. Af því hlytist óbætanlegur skaði. Nýleg frétt um fyrirhugaða virkjun hefur vakið athygli en sú er ekki á Ströndum, heldur á allt öðrum stað, í Þjórsá. Þar er að finna hverja virkjunina á fætur annarri. Reyndar svo margar að einhverjir hljóta að freistast til að fórna höndum og segja: „Ekki meir, ekki meir!“ En þar er víst meira pláss. Þjórsá hlýtur að teljast sannur happafengur fyrir virkjanasinna því hún tekur lengi við. Nýlega birti Skipulagsstofnun álit sitt um umhverfisáhrif vegna Hvammsvirkjunar í Þjórsá. Þar kemur fram að stofnunin telur að áhrif virkjunar á landslagið muni verða verulega neikvæð og áhrif á ferðaþjónustu og útivist talsvert neikvæð. Setningin „verulega neikvæð áhrif á landslag“ hljómar eins og viðvörunarbjöllur. En ekki í hugum forstjóra Landsvirkjunar og oddvita hreppsnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps sem hafa sagt að þeir hafi engan áhuga á að endurskoða virkjanaáformin. Þeir þurfa þess heldur ekki því álit Skipulagsstofnunar er bara álit. Stofnunin hefur víst ekki vald til að kveða upp lokaúrskurð. Það vald hafði hún hér áður fyrr en stjórnmálamenn breyttu því. Þeir vita ekki alltaf hvað þeir gjöra. Það er full ástæða til að taka undir þau orð Snorra Baldurssonar, stjórnarmanns hjá Landvernd, að álit Skipulagsstofnunar eigi ekki að vera álit sem hægt sé að hunsa heldur hreinlega úrskurður sem framkvæmdaaðilar og sveitarfélög verða að fara eftir. Gæslumenn náttúrunnar, þeir einstaklingar sem vilja mikið á sig leggja til að vernda hina ósnortnu náttúru landsins, eru mikilvægir. Lokaorðið á að vera þeirra.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar