Celtics tók forystuna á ný Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. maí 2018 06:47 Jayson Tatum er að gera vel á sínu fyrsta ári vísir/getty Boston Celtics endurheimti forystuna í úrslitum austurdeildarinnar í nótt með 96-83 sigri á Cleveland á heimavelli. LeBron James hefur verið framúrskarandi í þessu einvígi til þessa og oftar en ekki skorað í kringum 40 stig. Það sást hins vegar á honum í leiknum í nótt að hann var þreyttur og náði vörn Celtic að halda honum í aðeins tveimur stigum í fjórða leikhluta. Hann skoraði í heildina 26 stig og tók 10 fráköst en hann var með sex tapaða bolta. Nýliðinn Jayson Tatum hefur látið ljós sitt skína í úrslitakeppninni. Hann skoraði 24 stig fyrir Boston og náði þar með níunda leiknum í þessari úrslitakeppni þar sem hann fer yfir 20 stig.Jayson Tatum posts 24 PTS, 7 REB, 4 AST, 4 STL to fuel the @celtics Game 5 home W! At 20 years and 81 days old, Jayson Tatum is now the youngest player in NBA History to score at least 20 points in a conference finals game.#CUsRise#NBARooks#NBAPlayoffspic.twitter.com/kYlCiCFaCH — NBA (@NBA) May 24, 2018 „Ég nýt þess að spila í þessum stóru leikjum. Þá skemmti ég mér mest. Við erum einum sigri frá því að komast í úrslitin, úrslitakeppnin dregur fram allt það besta í mönnum,“ sagði Tatum eftir sigurinn. Hann var einnig með sjö fráköst, fjórar stoðsendingar og stal fjórum boltum. Celtics náði tveggja stafa forystu í fyrsta leikhluta og hélt henni út leikinn. Cavaliers náði að skora níu stig í röð þegar Boston fór fjórar mínútur án þess að skora í fjórða leikhluta og minnkaði muninn í 83-71. Þá kom Al Horford boltanum í körfuna eftir samspil við Terry Rozier og braut ísinn og Cleveland komst ekki nær í leiknum.The @celtics pour in 13 triples to take a 3-2 Eastern Conference Finals advantage! #CUsRise#NBAPlayoffspic.twitter.com/EX2MwhRoYG — NBA (@NBA) May 24, 2018 NBA Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Sjá meira
Boston Celtics endurheimti forystuna í úrslitum austurdeildarinnar í nótt með 96-83 sigri á Cleveland á heimavelli. LeBron James hefur verið framúrskarandi í þessu einvígi til þessa og oftar en ekki skorað í kringum 40 stig. Það sást hins vegar á honum í leiknum í nótt að hann var þreyttur og náði vörn Celtic að halda honum í aðeins tveimur stigum í fjórða leikhluta. Hann skoraði í heildina 26 stig og tók 10 fráköst en hann var með sex tapaða bolta. Nýliðinn Jayson Tatum hefur látið ljós sitt skína í úrslitakeppninni. Hann skoraði 24 stig fyrir Boston og náði þar með níunda leiknum í þessari úrslitakeppni þar sem hann fer yfir 20 stig.Jayson Tatum posts 24 PTS, 7 REB, 4 AST, 4 STL to fuel the @celtics Game 5 home W! At 20 years and 81 days old, Jayson Tatum is now the youngest player in NBA History to score at least 20 points in a conference finals game.#CUsRise#NBARooks#NBAPlayoffspic.twitter.com/kYlCiCFaCH — NBA (@NBA) May 24, 2018 „Ég nýt þess að spila í þessum stóru leikjum. Þá skemmti ég mér mest. Við erum einum sigri frá því að komast í úrslitin, úrslitakeppnin dregur fram allt það besta í mönnum,“ sagði Tatum eftir sigurinn. Hann var einnig með sjö fráköst, fjórar stoðsendingar og stal fjórum boltum. Celtics náði tveggja stafa forystu í fyrsta leikhluta og hélt henni út leikinn. Cavaliers náði að skora níu stig í röð þegar Boston fór fjórar mínútur án þess að skora í fjórða leikhluta og minnkaði muninn í 83-71. Þá kom Al Horford boltanum í körfuna eftir samspil við Terry Rozier og braut ísinn og Cleveland komst ekki nær í leiknum.The @celtics pour in 13 triples to take a 3-2 Eastern Conference Finals advantage! #CUsRise#NBAPlayoffspic.twitter.com/EX2MwhRoYG — NBA (@NBA) May 24, 2018
NBA Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Sjá meira