Framtíðin er núna Hjálmar Sveinsson skrifar 24. maí 2018 07:00 Í borgarstjórnarkosningunum á laugardaginn verður kosið um þróun borgarinnar til framtíðar. Hvernig borg verður Reykjavík eftir fjögur ár, hvernig verður hún árið 2030? Verður hún vistvæn og mannvæn? Verður losun gróðurhúsaloftegunda mikil eða sama og engin í borginni? Verður Reykjavík græn eða grá? Verða hér öflugar og hraðvirkar almenningssamgöngur? Mun félagslegt misrétti aukast eða minnka í borginni? Verður gott að ala hér upp börn, verður gott að nema hér og starfa og eldast? Verður Reykjavík skemmtileg og áhugaverð borg? Ég þykist vita að allir borgarbúar séu sammála um að vel takist til en það er mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir að það er langt í frá sjálfgefið. Ekkert gerist af sjálfu sér. Við þurfum að taka pólitískar ákvarðanir sem byggja á heildstæðri framtíðarsýn. Það er auðvitað pólitísk ákvörðun að samþykkja bindandi stefnu um kolefnishlutlausa Reykjavík árið 2040, að hrinda af stað metnaðarfullri stefnu um borgarlínu í samvinnu við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðina, að gera samninga við verkalýðsfélögin um endurreisn verkamannabústaðakerfisins með því að útvega þeim kjörlóðir víðsvegar um borgina fyrir eitt þúsund íbúðir á hagstæðum kjörum. Það er pólitísk ákvörðun að fjölga leikskólum og ungbarnadeildum þannig að á næstu árum komist 12 til 18 mánaða gömul börn á leikskóla. Það er pólitísk ákvörðun að þétta borgina og gera hverfin sjálfbærari. Einn mesti vandinn sem blasir við núna og þegar horft er til framtíðar er atgervisflótti ungs fólks frá Íslandi. Þess vegna þurfum að sjá til þess að Reykjavík þróist þannig að hún verði áfram kraftmikil, skapandi og spennandi borg fyrir ungt fólk til að búa í og starfa. Það er beinlínis lífsnauðsynlegt. Ég er sannfærður um að stefna núverandi meirihluta í borginni felur í sér mikilvæg skref í rétta átt. Unga fólkið í Reykjavík hefur sem betur fer áttað sig á þessu. Þeirra er framtíðin. Í splunkunýrri könnun Félagsvísindastofnunar kemur í ljós að hvorki meira né minna en rúm 44% Reykvíkinga á aldrinum 18 til 29 ára segjast ætla að kjósa Samfylkinguna. Áfram Reykjavík.Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hjálmar Sveinsson Kosningar 2018 Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í borgarstjórnarkosningunum á laugardaginn verður kosið um þróun borgarinnar til framtíðar. Hvernig borg verður Reykjavík eftir fjögur ár, hvernig verður hún árið 2030? Verður hún vistvæn og mannvæn? Verður losun gróðurhúsaloftegunda mikil eða sama og engin í borginni? Verður Reykjavík græn eða grá? Verða hér öflugar og hraðvirkar almenningssamgöngur? Mun félagslegt misrétti aukast eða minnka í borginni? Verður gott að ala hér upp börn, verður gott að nema hér og starfa og eldast? Verður Reykjavík skemmtileg og áhugaverð borg? Ég þykist vita að allir borgarbúar séu sammála um að vel takist til en það er mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir að það er langt í frá sjálfgefið. Ekkert gerist af sjálfu sér. Við þurfum að taka pólitískar ákvarðanir sem byggja á heildstæðri framtíðarsýn. Það er auðvitað pólitísk ákvörðun að samþykkja bindandi stefnu um kolefnishlutlausa Reykjavík árið 2040, að hrinda af stað metnaðarfullri stefnu um borgarlínu í samvinnu við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðina, að gera samninga við verkalýðsfélögin um endurreisn verkamannabústaðakerfisins með því að útvega þeim kjörlóðir víðsvegar um borgina fyrir eitt þúsund íbúðir á hagstæðum kjörum. Það er pólitísk ákvörðun að fjölga leikskólum og ungbarnadeildum þannig að á næstu árum komist 12 til 18 mánaða gömul börn á leikskóla. Það er pólitísk ákvörðun að þétta borgina og gera hverfin sjálfbærari. Einn mesti vandinn sem blasir við núna og þegar horft er til framtíðar er atgervisflótti ungs fólks frá Íslandi. Þess vegna þurfum að sjá til þess að Reykjavík þróist þannig að hún verði áfram kraftmikil, skapandi og spennandi borg fyrir ungt fólk til að búa í og starfa. Það er beinlínis lífsnauðsynlegt. Ég er sannfærður um að stefna núverandi meirihluta í borginni felur í sér mikilvæg skref í rétta átt. Unga fólkið í Reykjavík hefur sem betur fer áttað sig á þessu. Þeirra er framtíðin. Í splunkunýrri könnun Félagsvísindastofnunar kemur í ljós að hvorki meira né minna en rúm 44% Reykvíkinga á aldrinum 18 til 29 ára segjast ætla að kjósa Samfylkinguna. Áfram Reykjavík.Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar