Íbúalýðræði – þátttökulýðræði Birgir Jóhannsson skrifar 24. maí 2018 07:00 Íbúalýðræði er allt það sem tengist möguleikum og aðferðafræði til að gera almenning virkari í stjórnmálum og auka þátttöku hans í ákvörðunum. Forsenda þess að hægt sé að tala um lýðræði er að þátttaka sé fyrr hendi í þeim ákvörðunum sem snerta daglegt líf fólks. Þátttaka getur verið mismunandi en byrjaði fyrst í borgarskipulagi áður en hún varð virk í umhverfismálum. Í íbúalýðræði eru samtök íbúa í aðalhlutverki sem tengiliður við stjórnvöld. Hlutverk þess er að auka þátttöku íbúa í ákvörðunum sem hefur áhrif á líf þeirra. Samráð og þátttaka íbúa er óhjákvæmileg í ákvörðunartöku sem á að bæta líf íbúans. Íbúalýðræðið er grundvöllur uppbyggingar trausts og gegnsæis. Til þess að gera það virkt þarf að setja í það kraft. Það má ekki vera yfirborðskennt til þess að friða samvisku stjórnmálamanna heldur verður að vera raunverulegt til þess að valdið sé ekki aðeins í höndum kjörinna fulltrúa. Valdefling borgarbúa sýnir þeim virðingu og upphefur stöðu þeirra. Nefna má mörg dæmi þar sem þörf er á þátttöku íbúa í ákvörðunartöku sem tengist lífi þeirra og þjónustu við þá. Ákvörðunum um hvernig byggja á upp skóla og félagslíf. Hvernig viljinn er um að byggja upp borgina, hvaða íþróttamannvirki skal byggja, hvernig unnið er að umferðaröryggi, þrifum, endurvinnslu, grænum svæðum, hvernig skal vernda og endurnýja byggð og hvort þétting byggðar sé hótelvæðing eða nýjar íbúðir og bætt þjónusta.Betri borg Virkt íbúalýðræði með íbúakosningum hefði getað og getur komið í veg fyrir byggingu háhýsa við strandlengju Reykjavíkur og hvort lóðum sé úthlutað til hótelbygginga eða annarrar þjónustu. Hvort byggðir séu nýir leikvellir, hjólabrettagarðar, skautasvell, betra skíðasvæði eða fótboltahús fyrir íbúa í stað aðstöðu og útsýnispalla fyrir ferðamenn. Hvort almenningssamgöngur séu byggðar upp eða hvort peningarnir fari í hraðbrautaslaufur og að setja götur í stokk. Hvort byggðir séu upp hverfiskjarnar með þjónustu í úthverfum og græn svæði varðveitt. Allar þessar ákvarðanir eiga ekki að vera aðeins á valdi stjórnmálamanna og auðvaldsins. Með virku lýðræði þar sem haldið er reglulegt samráð og síðan kosningar um stefnu og val í uppbyggingu komust við nær íbúum og þeirra þörfum. Við eignumst betri borg og ánægðari erfingja í komandi kynslóðum. Lýðræðisstefna borgarinnar sem verið er að vinna að frumkvæði Pírata leggur grunninn að skýrum og gegnsæjum almennum leikreglum um íbúalýðræði og er vörn gegn klíkustarfsemi. Jafnframt henni er þörf á að gera stórauknar kröfur um virkt samráð og grenndarkynningar í deiliskipulags- og byggingarferlum. Áríðandi er að fella úrelt deiliskipulög úr gildi. Stjórnvöld þurfa uppbyggilega gagnrýni eins og allir til að vinna betur og íbúarnir eru með þeim í liði. Íbúarnir eru réttmætu eigendur borgarinnar.Höfundur er arkitekt og skipar 12. sæti á lista Pírata í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Íbúalýðræði er allt það sem tengist möguleikum og aðferðafræði til að gera almenning virkari í stjórnmálum og auka þátttöku hans í ákvörðunum. Forsenda þess að hægt sé að tala um lýðræði er að þátttaka sé fyrr hendi í þeim ákvörðunum sem snerta daglegt líf fólks. Þátttaka getur verið mismunandi en byrjaði fyrst í borgarskipulagi áður en hún varð virk í umhverfismálum. Í íbúalýðræði eru samtök íbúa í aðalhlutverki sem tengiliður við stjórnvöld. Hlutverk þess er að auka þátttöku íbúa í ákvörðunum sem hefur áhrif á líf þeirra. Samráð og þátttaka íbúa er óhjákvæmileg í ákvörðunartöku sem á að bæta líf íbúans. Íbúalýðræðið er grundvöllur uppbyggingar trausts og gegnsæis. Til þess að gera það virkt þarf að setja í það kraft. Það má ekki vera yfirborðskennt til þess að friða samvisku stjórnmálamanna heldur verður að vera raunverulegt til þess að valdið sé ekki aðeins í höndum kjörinna fulltrúa. Valdefling borgarbúa sýnir þeim virðingu og upphefur stöðu þeirra. Nefna má mörg dæmi þar sem þörf er á þátttöku íbúa í ákvörðunartöku sem tengist lífi þeirra og þjónustu við þá. Ákvörðunum um hvernig byggja á upp skóla og félagslíf. Hvernig viljinn er um að byggja upp borgina, hvaða íþróttamannvirki skal byggja, hvernig unnið er að umferðaröryggi, þrifum, endurvinnslu, grænum svæðum, hvernig skal vernda og endurnýja byggð og hvort þétting byggðar sé hótelvæðing eða nýjar íbúðir og bætt þjónusta.Betri borg Virkt íbúalýðræði með íbúakosningum hefði getað og getur komið í veg fyrir byggingu háhýsa við strandlengju Reykjavíkur og hvort lóðum sé úthlutað til hótelbygginga eða annarrar þjónustu. Hvort byggðir séu nýir leikvellir, hjólabrettagarðar, skautasvell, betra skíðasvæði eða fótboltahús fyrir íbúa í stað aðstöðu og útsýnispalla fyrir ferðamenn. Hvort almenningssamgöngur séu byggðar upp eða hvort peningarnir fari í hraðbrautaslaufur og að setja götur í stokk. Hvort byggðir séu upp hverfiskjarnar með þjónustu í úthverfum og græn svæði varðveitt. Allar þessar ákvarðanir eiga ekki að vera aðeins á valdi stjórnmálamanna og auðvaldsins. Með virku lýðræði þar sem haldið er reglulegt samráð og síðan kosningar um stefnu og val í uppbyggingu komust við nær íbúum og þeirra þörfum. Við eignumst betri borg og ánægðari erfingja í komandi kynslóðum. Lýðræðisstefna borgarinnar sem verið er að vinna að frumkvæði Pírata leggur grunninn að skýrum og gegnsæjum almennum leikreglum um íbúalýðræði og er vörn gegn klíkustarfsemi. Jafnframt henni er þörf á að gera stórauknar kröfur um virkt samráð og grenndarkynningar í deiliskipulags- og byggingarferlum. Áríðandi er að fella úrelt deiliskipulög úr gildi. Stjórnvöld þurfa uppbyggilega gagnrýni eins og allir til að vinna betur og íbúarnir eru með þeim í liði. Íbúarnir eru réttmætu eigendur borgarinnar.Höfundur er arkitekt og skipar 12. sæti á lista Pírata í Reykjavík
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun