Af fiskum og mönnum Benedikt Bóas skrifar 24. maí 2018 07:00 Það er fyndið að fylgjast með umræðum um laxeldi. Stangveiðimenn eru alveg brjálaðir sækja hart fram en laxeldismenn verjast af stakri snilld og hrekja hvert orð sem laxveiðimenn láta út úr sér. Laxveiðimenn eru tilfinningaverur. Það er oft talað um að karlmenn eigi bágt með að tjá tilfinningar sínar en ef það er eitthvað sem ég hef lært frá því fyrsti laxinn var settur í kví er að laxveiðimenn eru tilfinningaverur. Þeir finna til vegna hins íslenska laxastofns. Slíkt ber að virða. Ég heyrði í einum góðum manni sem hefur engra sérstakra hagsmuna að gæta. Hefur áhuga á að hnýta flugur og gista í veiðihúsum. En honum finnst sushi gott. Sérstaklega í Færeyjum. Þar er yfirburða sushi svo því sé haldið til haga. Eldislaxinn þar er stórkostlegur. Hann benti mér á eina ansi góða staðreynd. Arnarlax má selja sitt til Whole Foods í Ameríku. Það eru aðeins örfá eldi í heiminum sem fá þann stimpil. Það eru mjög góð meðmæli. Ég skoðaði aðeins hvað það þýðir að hafa þennan stimpil á sér en það eru ótrúlega strangar kröfur sem Whole Foods setur upp. Það má ekki nota nein sýklalyf, ekki nota lúsaböð, kvíarnar mega ekki innihalda kopar eða önnur spillandi efni, það er bannað að hafa meira en 20 kíló af fiski á hvern rúmmetra – í kvíum Arnarlax eru 16 kíló á rúmmetrann – og fóðrið verður að vera vottað og fleira og fleira. Ég ætla því að vera stoltur af laxeldi á Íslandi. Við eigum jú að vera stolt af okkar afurðum. Og ég ætla að taka afstöðu með vísindamönnum en ekki tilfinningaverum. Því ef tilfinningar ráða för en ekki staðreyndir þá getur maður ekki annað sagt en Guð hjálpi okkur. Og hann er sannarlega til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Bóas Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Það er fyndið að fylgjast með umræðum um laxeldi. Stangveiðimenn eru alveg brjálaðir sækja hart fram en laxeldismenn verjast af stakri snilld og hrekja hvert orð sem laxveiðimenn láta út úr sér. Laxveiðimenn eru tilfinningaverur. Það er oft talað um að karlmenn eigi bágt með að tjá tilfinningar sínar en ef það er eitthvað sem ég hef lært frá því fyrsti laxinn var settur í kví er að laxveiðimenn eru tilfinningaverur. Þeir finna til vegna hins íslenska laxastofns. Slíkt ber að virða. Ég heyrði í einum góðum manni sem hefur engra sérstakra hagsmuna að gæta. Hefur áhuga á að hnýta flugur og gista í veiðihúsum. En honum finnst sushi gott. Sérstaklega í Færeyjum. Þar er yfirburða sushi svo því sé haldið til haga. Eldislaxinn þar er stórkostlegur. Hann benti mér á eina ansi góða staðreynd. Arnarlax má selja sitt til Whole Foods í Ameríku. Það eru aðeins örfá eldi í heiminum sem fá þann stimpil. Það eru mjög góð meðmæli. Ég skoðaði aðeins hvað það þýðir að hafa þennan stimpil á sér en það eru ótrúlega strangar kröfur sem Whole Foods setur upp. Það má ekki nota nein sýklalyf, ekki nota lúsaböð, kvíarnar mega ekki innihalda kopar eða önnur spillandi efni, það er bannað að hafa meira en 20 kíló af fiski á hvern rúmmetra – í kvíum Arnarlax eru 16 kíló á rúmmetrann – og fóðrið verður að vera vottað og fleira og fleira. Ég ætla því að vera stoltur af laxeldi á Íslandi. Við eigum jú að vera stolt af okkar afurðum. Og ég ætla að taka afstöðu með vísindamönnum en ekki tilfinningaverum. Því ef tilfinningar ráða för en ekki staðreyndir þá getur maður ekki annað sagt en Guð hjálpi okkur. Og hann er sannarlega til.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar