Af fiskum og mönnum Benedikt Bóas skrifar 24. maí 2018 07:00 Það er fyndið að fylgjast með umræðum um laxeldi. Stangveiðimenn eru alveg brjálaðir sækja hart fram en laxeldismenn verjast af stakri snilld og hrekja hvert orð sem laxveiðimenn láta út úr sér. Laxveiðimenn eru tilfinningaverur. Það er oft talað um að karlmenn eigi bágt með að tjá tilfinningar sínar en ef það er eitthvað sem ég hef lært frá því fyrsti laxinn var settur í kví er að laxveiðimenn eru tilfinningaverur. Þeir finna til vegna hins íslenska laxastofns. Slíkt ber að virða. Ég heyrði í einum góðum manni sem hefur engra sérstakra hagsmuna að gæta. Hefur áhuga á að hnýta flugur og gista í veiðihúsum. En honum finnst sushi gott. Sérstaklega í Færeyjum. Þar er yfirburða sushi svo því sé haldið til haga. Eldislaxinn þar er stórkostlegur. Hann benti mér á eina ansi góða staðreynd. Arnarlax má selja sitt til Whole Foods í Ameríku. Það eru aðeins örfá eldi í heiminum sem fá þann stimpil. Það eru mjög góð meðmæli. Ég skoðaði aðeins hvað það þýðir að hafa þennan stimpil á sér en það eru ótrúlega strangar kröfur sem Whole Foods setur upp. Það má ekki nota nein sýklalyf, ekki nota lúsaböð, kvíarnar mega ekki innihalda kopar eða önnur spillandi efni, það er bannað að hafa meira en 20 kíló af fiski á hvern rúmmetra – í kvíum Arnarlax eru 16 kíló á rúmmetrann – og fóðrið verður að vera vottað og fleira og fleira. Ég ætla því að vera stoltur af laxeldi á Íslandi. Við eigum jú að vera stolt af okkar afurðum. Og ég ætla að taka afstöðu með vísindamönnum en ekki tilfinningaverum. Því ef tilfinningar ráða för en ekki staðreyndir þá getur maður ekki annað sagt en Guð hjálpi okkur. Og hann er sannarlega til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Bóas Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Það er fyndið að fylgjast með umræðum um laxeldi. Stangveiðimenn eru alveg brjálaðir sækja hart fram en laxeldismenn verjast af stakri snilld og hrekja hvert orð sem laxveiðimenn láta út úr sér. Laxveiðimenn eru tilfinningaverur. Það er oft talað um að karlmenn eigi bágt með að tjá tilfinningar sínar en ef það er eitthvað sem ég hef lært frá því fyrsti laxinn var settur í kví er að laxveiðimenn eru tilfinningaverur. Þeir finna til vegna hins íslenska laxastofns. Slíkt ber að virða. Ég heyrði í einum góðum manni sem hefur engra sérstakra hagsmuna að gæta. Hefur áhuga á að hnýta flugur og gista í veiðihúsum. En honum finnst sushi gott. Sérstaklega í Færeyjum. Þar er yfirburða sushi svo því sé haldið til haga. Eldislaxinn þar er stórkostlegur. Hann benti mér á eina ansi góða staðreynd. Arnarlax má selja sitt til Whole Foods í Ameríku. Það eru aðeins örfá eldi í heiminum sem fá þann stimpil. Það eru mjög góð meðmæli. Ég skoðaði aðeins hvað það þýðir að hafa þennan stimpil á sér en það eru ótrúlega strangar kröfur sem Whole Foods setur upp. Það má ekki nota nein sýklalyf, ekki nota lúsaböð, kvíarnar mega ekki innihalda kopar eða önnur spillandi efni, það er bannað að hafa meira en 20 kíló af fiski á hvern rúmmetra – í kvíum Arnarlax eru 16 kíló á rúmmetrann – og fóðrið verður að vera vottað og fleira og fleira. Ég ætla því að vera stoltur af laxeldi á Íslandi. Við eigum jú að vera stolt af okkar afurðum. Og ég ætla að taka afstöðu með vísindamönnum en ekki tilfinningaverum. Því ef tilfinningar ráða för en ekki staðreyndir þá getur maður ekki annað sagt en Guð hjálpi okkur. Og hann er sannarlega til.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun