Khloe, Kourtney, Kylie og Kim Kardashian systur birtu jólakveðju á samfélagsmiðlum þar sem má sjá þær systur ásamt börnum þeirra. Athygli vekur að dóttir Rob Kardashian og Blac Chyna, Dream, er einnig á myndinni en samband þeirra systra við Chyna hefur löngum verið stirt.
Þá voru margir aðdáendur svekktir að ein Kardashian systirin, Kendall Jenner, var ekki með á myndinni. Khloe Kardashian svaraði þó einum aðdáanda sem gerði athugasemd við þetta á Instagram og sagði Kendall sjálfa hafa ákveðið að vera ekki með þar sem henni þótti sætara að hafa aðeins mæðurnar og börnin.
Í Instagram-færslu segir Kim Kardashian að myndatakan hafi verið ákveðin á síðustu stundu vegna mikilla anna. Daginn sem myndin var tekin hafi þær systur uppgötvað að þær væru allar staddar í borginni á sama tíma og því látið verða af myndatökunni.
Frá vinstri á myndinni eru þau Mason, Dream, True, Penelope, Reign, Stormi, Chicago, Saint og North.
Lífið