Takk fyrir 40 árin – Rithöfundasamband Íslands! Bjarni Bernharður skrifar 13. janúar 2018 11:10 Mér var gerður nauðugur einn kostur að segja mig úr Rithöfundasambandi Íslands, eftir 40 ára veru í sambandinu. Það sem réði því var óvild stjórnarliða í minn garð, óvild sem kom meðal annars til vegna gagnrýni minnar á aðalfundum, á störf sambandsins og þá sérstaklega gagnrýni á sjálftöku formanns úr launasjóð rithöfunda, en auk þess að hafa þrjár milljónir í árslaun fyrir starf sitt innan RSÍ, hefur formaðurinn skammtað sér tólf mánaða ritlaun á ári hverju, síðan 1996, sem ég tel vera „siðlaust“. Þó ber geta þess, að Aðalsteinn Ásberg sótti aldrei um meira en sex mánaða ritlaun, í sinni formannstíð. Þá setti ég fram harða gagnrýni á stjórnir og formenn RSÍ, síðustu 10 - 15 ára, fyrir þann ræfildóm og ódug að hafa lekið niður launasjóði rithöfunda, fyrir að láta pólitíkusa svínbeygja sig – en þá er illa komið, ef rithöfundar eru hræddir við pólitíkusa, í raun á það að vera öfugt. Í tvígang hefur nafn RSÍ blandast inn í aðför að persónu minni, fyrst 2014, þegar formaður þess reyndi að siga geðkerfinu á mig, vegna kjallagreinar sem ég skrifaði um aðalfundinn 2012, í DV – en formaðurinn hafði sem betur fer ekki árangur sem erfiði. Svo aftur sl. vor, þegar RSÍ stóð óbeint fyrir því að ég var nauðungavistaður á bráðageðdeild í 72. tíma (gjörsamlega andlega heill) – sem reyndar var mjög heppilegt fyrir sambandið, því aðalfundur var einmitt haldinn meðan vistun mín stóð yfir. Nú á dögunum var sett á mig lífstíðar útilokun frá lokaðri Facebook- síðu RSÍ. Ég hef vissu fyrir því að stjórnarliðar stóðu á bak við þá aðgerð. Skýringin sem var gefin, var að ég væri of frekur á plássið á síðunni. Það er rétt, ég var fyrirferðamikill á síðunni, en það kom til vegna þess að enginn annar rithöfundur nennti að koma með innlegg á síðuna, hvað þá að skiptast á skoðunum við mig, en mér hefur verið sagt, að það hafi komið til vegna þess að þeir voru hræddir við að mæta mínu eitraða stílvopni. Innlegg mín á þessa lokuðu síðu RSÍ voru í þá veru, að ég var að hvetja aðra rithöfunda út á ritvöllinn í menningar- og þjóðfélagsumræðu. Það að varna mér að vera virkur í umræðum við aðra rithöfunda á þessari RSÍ síðu, um alla framtíð, var það sem fyllti mælinn. Ég sá að fullreynt var fyrir mig að reyna að færa réttindamál höfunda til betri vegar á þessum vettvangi (sem félagi í RSÍ) þótt svo augljóslega væri ýmsu ábótavant – og skilaði inn skírteininu. Í raun er ég maður sátta og hefði frekar kosið að vera áfram innan Rithöfundasambands Íslands , ef þess hefði verið kostur – en því miður, því var ekki að heilsa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Mér var gerður nauðugur einn kostur að segja mig úr Rithöfundasambandi Íslands, eftir 40 ára veru í sambandinu. Það sem réði því var óvild stjórnarliða í minn garð, óvild sem kom meðal annars til vegna gagnrýni minnar á aðalfundum, á störf sambandsins og þá sérstaklega gagnrýni á sjálftöku formanns úr launasjóð rithöfunda, en auk þess að hafa þrjár milljónir í árslaun fyrir starf sitt innan RSÍ, hefur formaðurinn skammtað sér tólf mánaða ritlaun á ári hverju, síðan 1996, sem ég tel vera „siðlaust“. Þó ber geta þess, að Aðalsteinn Ásberg sótti aldrei um meira en sex mánaða ritlaun, í sinni formannstíð. Þá setti ég fram harða gagnrýni á stjórnir og formenn RSÍ, síðustu 10 - 15 ára, fyrir þann ræfildóm og ódug að hafa lekið niður launasjóði rithöfunda, fyrir að láta pólitíkusa svínbeygja sig – en þá er illa komið, ef rithöfundar eru hræddir við pólitíkusa, í raun á það að vera öfugt. Í tvígang hefur nafn RSÍ blandast inn í aðför að persónu minni, fyrst 2014, þegar formaður þess reyndi að siga geðkerfinu á mig, vegna kjallagreinar sem ég skrifaði um aðalfundinn 2012, í DV – en formaðurinn hafði sem betur fer ekki árangur sem erfiði. Svo aftur sl. vor, þegar RSÍ stóð óbeint fyrir því að ég var nauðungavistaður á bráðageðdeild í 72. tíma (gjörsamlega andlega heill) – sem reyndar var mjög heppilegt fyrir sambandið, því aðalfundur var einmitt haldinn meðan vistun mín stóð yfir. Nú á dögunum var sett á mig lífstíðar útilokun frá lokaðri Facebook- síðu RSÍ. Ég hef vissu fyrir því að stjórnarliðar stóðu á bak við þá aðgerð. Skýringin sem var gefin, var að ég væri of frekur á plássið á síðunni. Það er rétt, ég var fyrirferðamikill á síðunni, en það kom til vegna þess að enginn annar rithöfundur nennti að koma með innlegg á síðuna, hvað þá að skiptast á skoðunum við mig, en mér hefur verið sagt, að það hafi komið til vegna þess að þeir voru hræddir við að mæta mínu eitraða stílvopni. Innlegg mín á þessa lokuðu síðu RSÍ voru í þá veru, að ég var að hvetja aðra rithöfunda út á ritvöllinn í menningar- og þjóðfélagsumræðu. Það að varna mér að vera virkur í umræðum við aðra rithöfunda á þessari RSÍ síðu, um alla framtíð, var það sem fyllti mælinn. Ég sá að fullreynt var fyrir mig að reyna að færa réttindamál höfunda til betri vegar á þessum vettvangi (sem félagi í RSÍ) þótt svo augljóslega væri ýmsu ábótavant – og skilaði inn skírteininu. Í raun er ég maður sátta og hefði frekar kosið að vera áfram innan Rithöfundasambands Íslands , ef þess hefði verið kostur – en því miður, því var ekki að heilsa.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun