Vara við ferðalögum til eyja í Indónesíu vegna skjálfta Atli Ísleifsson skrifar 9. ágúst 2018 15:42 Ráðuneytið gefur sjaldan út ferðaviðvaranir en hefur þess í stað bent á viðvaranir utanríkisráðuneyta Norðurlandanna og Bretlands. Vísir/E.Ól Utanríkisráðuneytið hefur bent íslenskum ferðalöngum á að stjórnvöld í nágrannaríkjum Íslands vari nú sérstaklega við ferðum til Gili-eyja og norðvestanverðrar Lombok-eyju í Indónesíu vegna mannskæðra skjálfta á svæðinu. Ráðuneytið gefur sjaldan út ferðaviðvaranir en hefur þess í stað bent á viðvaranir utanríkisráðuneyta Norðurlandanna og Bretlands. Þau ríki séu í flestum tilfellum með starfsemi á viðkomandi stöðum og geti því gefið mun ítarlegri og betri viðvaranir. Í frétt á vef ráðuneytisins segir að nokkuð hafi borið á því að fólk hafi haft samband við borgarþjónustu ráðuneytisins að undanförnu vegna jarðskjálftanna í Indónesíu, meðal annars til að athuga hvort óhætt sé að ferðast til Balí og nálægra eyja. „Hvað Indónesíu varðar vara stjórnvöld á Norðurlöndum og Bretlandi um þessar mundir sérstaklega við ferðum til Gili-eyja og norðvestanverðrar Lombok-eyju. Þessi svæði, sem eru austur af Balí, urðu illa úti í stóra skjálftanum síðastliðna helgi. Þar fórust á þriðja hundrað manns og mikil eyðilegging varð. Í morgun varð svo stór eftirskjálfti á Lombok. Slíkum skjálftum getur fylgt mikil hætta vegna þess að byggingar, vegir og aðrir innviðir eru veikir fyrir eftir stóru skjálftana,“ segir í fréttinni. Tengdar fréttir Enn einn skjálftinn á Lombok Þriðji stóri jarðskjálftinn á rúmri viku reið yfir ferðamannaeyjuna Lombok í Indónesíu í morgun. 9. ágúst 2018 08:21 347 látnir í Indonesíu Staðfest dánartala í jarðskjálfta á Lombok eyju í Indonesíu er 374. 1.447 meiddust og 165.000 flúðu heimili sín. 8. ágúst 2018 17:45 Stödd á Balí í brúðkaupsferð þegar skjálftinn reið yfir: „Það erfiðasta sem ég hef lent í“ Utanríkisráðuneytið hefur fengið spurn af tveimur Íslendingum sem staddir eru á eyjunni Lombok í Indónesíu. 6. ágúst 2018 13:02 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Utanríkisráðuneytið hefur bent íslenskum ferðalöngum á að stjórnvöld í nágrannaríkjum Íslands vari nú sérstaklega við ferðum til Gili-eyja og norðvestanverðrar Lombok-eyju í Indónesíu vegna mannskæðra skjálfta á svæðinu. Ráðuneytið gefur sjaldan út ferðaviðvaranir en hefur þess í stað bent á viðvaranir utanríkisráðuneyta Norðurlandanna og Bretlands. Þau ríki séu í flestum tilfellum með starfsemi á viðkomandi stöðum og geti því gefið mun ítarlegri og betri viðvaranir. Í frétt á vef ráðuneytisins segir að nokkuð hafi borið á því að fólk hafi haft samband við borgarþjónustu ráðuneytisins að undanförnu vegna jarðskjálftanna í Indónesíu, meðal annars til að athuga hvort óhætt sé að ferðast til Balí og nálægra eyja. „Hvað Indónesíu varðar vara stjórnvöld á Norðurlöndum og Bretlandi um þessar mundir sérstaklega við ferðum til Gili-eyja og norðvestanverðrar Lombok-eyju. Þessi svæði, sem eru austur af Balí, urðu illa úti í stóra skjálftanum síðastliðna helgi. Þar fórust á þriðja hundrað manns og mikil eyðilegging varð. Í morgun varð svo stór eftirskjálfti á Lombok. Slíkum skjálftum getur fylgt mikil hætta vegna þess að byggingar, vegir og aðrir innviðir eru veikir fyrir eftir stóru skjálftana,“ segir í fréttinni.
Tengdar fréttir Enn einn skjálftinn á Lombok Þriðji stóri jarðskjálftinn á rúmri viku reið yfir ferðamannaeyjuna Lombok í Indónesíu í morgun. 9. ágúst 2018 08:21 347 látnir í Indonesíu Staðfest dánartala í jarðskjálfta á Lombok eyju í Indonesíu er 374. 1.447 meiddust og 165.000 flúðu heimili sín. 8. ágúst 2018 17:45 Stödd á Balí í brúðkaupsferð þegar skjálftinn reið yfir: „Það erfiðasta sem ég hef lent í“ Utanríkisráðuneytið hefur fengið spurn af tveimur Íslendingum sem staddir eru á eyjunni Lombok í Indónesíu. 6. ágúst 2018 13:02 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Enn einn skjálftinn á Lombok Þriðji stóri jarðskjálftinn á rúmri viku reið yfir ferðamannaeyjuna Lombok í Indónesíu í morgun. 9. ágúst 2018 08:21
347 látnir í Indonesíu Staðfest dánartala í jarðskjálfta á Lombok eyju í Indonesíu er 374. 1.447 meiddust og 165.000 flúðu heimili sín. 8. ágúst 2018 17:45
Stödd á Balí í brúðkaupsferð þegar skjálftinn reið yfir: „Það erfiðasta sem ég hef lent í“ Utanríkisráðuneytið hefur fengið spurn af tveimur Íslendingum sem staddir eru á eyjunni Lombok í Indónesíu. 6. ágúst 2018 13:02