Deilibílaþjónustur fengu kjaftshögg í New York Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. ágúst 2018 07:02 Leigubílstjórar minntust félaga sinna sem fallið hafa fyrir eigin hendi á þessu ári. vísir/getty New York varð í gær fyrsta bandaríska stórborgin til að takmarka fjölda bifreiða á vegum deilibílaþjónusta. Fyrirtækjunum verður jafnframt skylt að tryggja ökumönnum sínum lágmarkslaun. Reglurnar sem samþykktar voru í gær munu hafa mikil áhrif á starfsemi fyrirtækja á borð við Uber og Lyft í borginni. Samtök leigubílstjóra og baráttufólk gegn umferðaröngþveiti hafa krafist aðgerða frá borgaryfirvöldum eftir sprengingu í fjölda bifreiða á vegum deilibílaþjónusta. Talið er að þær séu nú um 80 þúsund, samanborið við rúmlega 13 þúsund „gula leigubíla“ - sem lengi hafa verið eitt helsta kennileiti borgarinnar. Leigubílstjórar söfnuðust saman í vikunni fyrir framan samgöngustofu borgarinnar og minntust sex starfsbræða sinna sem hafa fyrirfarið sér á árinu. Sjálfsvígin eru rakin til bágrar fjárhagsstöðu bílstjóranna, sem sögð var vera tilkomin vegna aukinnar samkeppni frá deilibílaþjónustum.Ekki lausn við teppum Nýju reglurnar banna einnig nýskráningar á deilibifreiðum næsta árið, að frátöldum bifreiðum sem eru sérútbúnar fyrir hjólastóla. Þær kveða að sama skapi á um lágmarksgjald, lágmarkslaun fyrir bílstjóra og nýtt regluverk fyrir deilibílaþjónustur. Ekki er búið að ákveða hver lágmarkslaun bílstjóranna skulu vera en rúmlega 17 dalir á klukkustund hafa verið nefndir í þessu samhengi. Borgarstjóri New York mælti fyrir reglunum og segir að þær komi í veg fyrir umferðarteppur. Talsmenn deilibílaþjónustu voru eðli málsins samkvæmt andvígir reglunum, sem þeir segja að muni bitna á neytendum. Þar að auki muni þær gera lítið til að greiða úr umferðarflækjum. Þvert á móti munu New York-búar eiga erfiðara með að komast á milli staða eftir breytingarnar, sérstaklega fólk af erlendu bergi brotið og íbúar úthverfanna. New York var stærsta markaðssvæði Uber í Bandaríkjunum og talið er að íbúar borgarinnar fari að jafnaði um 17 milljón ferðir með deilibílaþjónustum í hverjum mánuði. Tækni Tengdar fréttir Uber stöðvar þróun sjálfkeyrandi vörubíla Deilibílaþjónustan Uber mun skjóta þróun sinni á sjálfkeyrandi vöruflutningabílum á frest til að til að fullkomna tæknina í fólksbílum. 31. júlí 2018 07:55 Fá 550 dali fyrir að leggja einkabílnum Bandaríska farveitan Lyft hefur ákveðið að gefa eitt hundrað íbúum Chicago-borgar inneign upp á 550 dali, um 58 þúsund krónur, sem þeir geta nýtt í viðskiptum við nokkrar farveitur, gegn því að þeir leggi einkabíl sínum í einn mánuð. 1. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
New York varð í gær fyrsta bandaríska stórborgin til að takmarka fjölda bifreiða á vegum deilibílaþjónusta. Fyrirtækjunum verður jafnframt skylt að tryggja ökumönnum sínum lágmarkslaun. Reglurnar sem samþykktar voru í gær munu hafa mikil áhrif á starfsemi fyrirtækja á borð við Uber og Lyft í borginni. Samtök leigubílstjóra og baráttufólk gegn umferðaröngþveiti hafa krafist aðgerða frá borgaryfirvöldum eftir sprengingu í fjölda bifreiða á vegum deilibílaþjónusta. Talið er að þær séu nú um 80 þúsund, samanborið við rúmlega 13 þúsund „gula leigubíla“ - sem lengi hafa verið eitt helsta kennileiti borgarinnar. Leigubílstjórar söfnuðust saman í vikunni fyrir framan samgöngustofu borgarinnar og minntust sex starfsbræða sinna sem hafa fyrirfarið sér á árinu. Sjálfsvígin eru rakin til bágrar fjárhagsstöðu bílstjóranna, sem sögð var vera tilkomin vegna aukinnar samkeppni frá deilibílaþjónustum.Ekki lausn við teppum Nýju reglurnar banna einnig nýskráningar á deilibifreiðum næsta árið, að frátöldum bifreiðum sem eru sérútbúnar fyrir hjólastóla. Þær kveða að sama skapi á um lágmarksgjald, lágmarkslaun fyrir bílstjóra og nýtt regluverk fyrir deilibílaþjónustur. Ekki er búið að ákveða hver lágmarkslaun bílstjóranna skulu vera en rúmlega 17 dalir á klukkustund hafa verið nefndir í þessu samhengi. Borgarstjóri New York mælti fyrir reglunum og segir að þær komi í veg fyrir umferðarteppur. Talsmenn deilibílaþjónustu voru eðli málsins samkvæmt andvígir reglunum, sem þeir segja að muni bitna á neytendum. Þar að auki muni þær gera lítið til að greiða úr umferðarflækjum. Þvert á móti munu New York-búar eiga erfiðara með að komast á milli staða eftir breytingarnar, sérstaklega fólk af erlendu bergi brotið og íbúar úthverfanna. New York var stærsta markaðssvæði Uber í Bandaríkjunum og talið er að íbúar borgarinnar fari að jafnaði um 17 milljón ferðir með deilibílaþjónustum í hverjum mánuði.
Tækni Tengdar fréttir Uber stöðvar þróun sjálfkeyrandi vörubíla Deilibílaþjónustan Uber mun skjóta þróun sinni á sjálfkeyrandi vöruflutningabílum á frest til að til að fullkomna tæknina í fólksbílum. 31. júlí 2018 07:55 Fá 550 dali fyrir að leggja einkabílnum Bandaríska farveitan Lyft hefur ákveðið að gefa eitt hundrað íbúum Chicago-borgar inneign upp á 550 dali, um 58 þúsund krónur, sem þeir geta nýtt í viðskiptum við nokkrar farveitur, gegn því að þeir leggi einkabíl sínum í einn mánuð. 1. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Uber stöðvar þróun sjálfkeyrandi vörubíla Deilibílaþjónustan Uber mun skjóta þróun sinni á sjálfkeyrandi vöruflutningabílum á frest til að til að fullkomna tæknina í fólksbílum. 31. júlí 2018 07:55
Fá 550 dali fyrir að leggja einkabílnum Bandaríska farveitan Lyft hefur ákveðið að gefa eitt hundrað íbúum Chicago-borgar inneign upp á 550 dali, um 58 þúsund krónur, sem þeir geta nýtt í viðskiptum við nokkrar farveitur, gegn því að þeir leggi einkabíl sínum í einn mánuð. 1. ágúst 2018 06:00