ÍR bikarmeistari í frjálsum íþróttum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. júlí 2018 15:44 Frá fögnuði ÍR á bikarmótinu fyrir ári síðan í Kaplakrika Vísir/ÓskarÓ ÍR er bikarmeistari í frjálsum íþróttum annað árið í röð. Aðeins þremur stigum munaði á liðum ÍR og FH. Breiðablik varð í þriðja sæti. Mikið af helsta frjálsíþróttafólki Íslands var mætt til keppni í Borgarnesi. Guðni Valur Guðnason, kastari úr ÍR, vann örugglega keppni í kúluvarpi. Hans kastaði lengst 17,37 metra sem var jafnframt bæting á hans persónulega meti. Thelma Lind Kristjánsdóttir bætti 36 ára gamalt Íslandsmet í kringlukasti á dögunum. Hún náði ekki eins góðu kasti í dag en vann þó kringlukastkeppnina í dag með tæpum fimm metrum, hennar lengsta kast var 49,67 metrar. Tiana Ósk Whithorth vann keppni í 100m hlaupi og nýkrýndi Evrópumeistarinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir sigraði í 400m hlaupi. Hin sextán ára Agla María Kristjánsdóttir vann nokkuð óvænt keppni í þrístökki. Mjög mjótt var á mununum, aðeins þremur sentimetrum munaði á henni og Hildigunni Þórarinsdóttur sem varð í öðru sæti. Agla María stökk 11,88 metra og Hildigunnur 11,85. Eins og oft áður endaði keppni dagsins á boðhlaupum. Hlaupin eru oft þar sem úrslit stigakeppninnar ráðast. Sveit ÍR vann í karlaflokki á tímanum 1:59,68 mínútu. Sveit FH varð í örðu sæti á 2:00,88 mínútu. Með sigrinum gulltryggðu ÍR-ingar sigur sinn í karlaflokki og vörðu þar með titil sinn frá því í fyrra. Lið ÍR fékk 58 stig í heildina í karlaflokki á móti 49 stigum FH. Í kvennaflokki hafði sveit ÍR-A einnig vinninginn, þær voru um fimm sekúndum á undan sveit FH-A. Þrátt fyrir það hafði FH betur í stigakeppninni í kvennaflokki líkt og í fyrra með 64 stigum gegn 58 stigum ÍR. Heildarúrslitin réðust á þremur stigum og hafði lið ÍR betur og er því bikarmeistari í frjálsum íþróttum annað árið í röð. Lið ÍR fékk samanlagt 116 stig og lið FH 113. Lið Breiðabliks varð í þriðja sæti með 91 stig. Bæði lið FH og ÍR sendu inn tvö lið, A og B, í kvennaflokki en bara eitt í karlaflokki. Stigasöfnun B-liðanna fór ekki upp í stigasöfnun A-liðanna heldur var talin sér. Heildarstig liðanna eru samansett af liðinu í karlaflokki og A-liðinu í kvennaflokki. Frjálsar íþróttir Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Í beinni: FH - Fenix Toulouse | Síðasti Evrópudans FH-inga í bili Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Í beinni: Man. City - Feyenoord | City-menn sigurþurfi Í beinni: Sporting - Arsenal | Gerir Gyökeres Skyttunum grikk? Eiður Aron áfram á Ísafirði Leik lokið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Sjá meira
ÍR er bikarmeistari í frjálsum íþróttum annað árið í röð. Aðeins þremur stigum munaði á liðum ÍR og FH. Breiðablik varð í þriðja sæti. Mikið af helsta frjálsíþróttafólki Íslands var mætt til keppni í Borgarnesi. Guðni Valur Guðnason, kastari úr ÍR, vann örugglega keppni í kúluvarpi. Hans kastaði lengst 17,37 metra sem var jafnframt bæting á hans persónulega meti. Thelma Lind Kristjánsdóttir bætti 36 ára gamalt Íslandsmet í kringlukasti á dögunum. Hún náði ekki eins góðu kasti í dag en vann þó kringlukastkeppnina í dag með tæpum fimm metrum, hennar lengsta kast var 49,67 metrar. Tiana Ósk Whithorth vann keppni í 100m hlaupi og nýkrýndi Evrópumeistarinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir sigraði í 400m hlaupi. Hin sextán ára Agla María Kristjánsdóttir vann nokkuð óvænt keppni í þrístökki. Mjög mjótt var á mununum, aðeins þremur sentimetrum munaði á henni og Hildigunni Þórarinsdóttur sem varð í öðru sæti. Agla María stökk 11,88 metra og Hildigunnur 11,85. Eins og oft áður endaði keppni dagsins á boðhlaupum. Hlaupin eru oft þar sem úrslit stigakeppninnar ráðast. Sveit ÍR vann í karlaflokki á tímanum 1:59,68 mínútu. Sveit FH varð í örðu sæti á 2:00,88 mínútu. Með sigrinum gulltryggðu ÍR-ingar sigur sinn í karlaflokki og vörðu þar með titil sinn frá því í fyrra. Lið ÍR fékk 58 stig í heildina í karlaflokki á móti 49 stigum FH. Í kvennaflokki hafði sveit ÍR-A einnig vinninginn, þær voru um fimm sekúndum á undan sveit FH-A. Þrátt fyrir það hafði FH betur í stigakeppninni í kvennaflokki líkt og í fyrra með 64 stigum gegn 58 stigum ÍR. Heildarúrslitin réðust á þremur stigum og hafði lið ÍR betur og er því bikarmeistari í frjálsum íþróttum annað árið í röð. Lið ÍR fékk samanlagt 116 stig og lið FH 113. Lið Breiðabliks varð í þriðja sæti með 91 stig. Bæði lið FH og ÍR sendu inn tvö lið, A og B, í kvennaflokki en bara eitt í karlaflokki. Stigasöfnun B-liðanna fór ekki upp í stigasöfnun A-liðanna heldur var talin sér. Heildarstig liðanna eru samansett af liðinu í karlaflokki og A-liðinu í kvennaflokki.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Í beinni: FH - Fenix Toulouse | Síðasti Evrópudans FH-inga í bili Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Í beinni: Man. City - Feyenoord | City-menn sigurþurfi Í beinni: Sporting - Arsenal | Gerir Gyökeres Skyttunum grikk? Eiður Aron áfram á Ísafirði Leik lokið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Sjá meira