„Þetta þarf ekki að skilgreina mann að eilífu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. júlí 2018 13:18 Druslugangan er árviss viðburður. ÞORRI LÍNDAL GUÐNASON Allir geta orðið fyrir kynferðisofbeldi að sögn skipuleggjanda Druslugöngunnar í ár. Gangan er haldin í áttunda skipti í dag en gengið verður frá Hallgrímskirkju. Konur sem hafa kært lögreglumann fyrir kynferðisofbeldi lýsa reynslu sinni í ræðum á Austurvelli. Druslugangan hefst klukkan tvö í dag og fer niður Skólavörðustíg, Bankastræti og endar á Austurvelli. Ása Kristín Einarsdóttir ein af skipuleggjendum segir að í ár séu skilaboðin þau að allir geti orðið fyrir kynferðisofbeldi og geti tekið þátt í göngunni. Hún býst við mörg þúsund manns en fjölgað hafi í göngunni ár frá ári. „Undanfarin ár hafa alltaf verið ákveðin þemu í Druslugöngunni. Í fyrra var stafrænt kynferðisofbeldi, við höfum tekið fyrir ofbeldi gegn konum af erlendum uppruna, ofbeldi gegn karlmönnum en í ár ætluðum við, í ljósi umræðunnar undanfarinna ára, að hafa alla með. Áherslan er að Druslugangan er fyrir alla. Allir geta orðið fyrir kynferðisofbeldi og það þurfa allir að finna þetta bakland og finna fyrir stuðningnum sem Druslugangan gefur. Eftir að göngunni lýkur tekur við dagskrá á Austurvelli þar sem þolendur kynferðisofbeldis segja frá reynslu sinni. Ása segir að í ræðum komi fram sú þrautaganga sem kynferðisofbeldið sé en líka að hægt sé að vinna sig út úr ofbeldinu og skila skömminni. „Þær Koma Kiana [Sif Limehouse] og Helga [Elín Herleifsdóttir] sem sýna opnu sárin, hvernig þetta er í byrjun. Þetta er erfitt og þetta er sárt og svo koma konur frá Stígamótum sem eru í miðju ferli að vinna í sínum málum og að skila sinni skömm og eignast sig sjálfar aftur og svo kemur María Rut og sýnir okkur hvernig ljósið við enda gangsins er og lokar hringnum því þetta er ekki endalaust og eilíf barátta og þetta þarf ekki að skilgreina mann að eilífu. Tengdar fréttir Ráðamenn fá sérstakt boðskort frá aðstandendum Druslugöngunnar Ráðherrar, Alþingismenn, lögreglufulltrúar og forsetinn fá sérstakt boðskort frá aðstandendum Druslugöngunnar sem fer fram á Laugardaginn næsta klukkan 14.00. 27. júlí 2018 15:40 Vilja fá alla með Druslugangan fer fram í Reykjavík næsta laugardag, 28. júlí. Gangan snýst um að útrýma kynferðisofbeldi, en í ár verður lögð áhersla á að ná til nýrra hópa og byggja á árangri #MeToo 23. júlí 2018 08:00 Stúlkurnar sem kærðu lögreglumanninn stíga í ræðustól á Druslugöngunni Kiana Sif Limehouse og Helga Elín Herleifsdóttir eru tvær þriggja kvenna sem kærðu lögreglufulltrúa hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 27. júlí 2018 13:21 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Fleiri fréttir Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori Sjá meira
Allir geta orðið fyrir kynferðisofbeldi að sögn skipuleggjanda Druslugöngunnar í ár. Gangan er haldin í áttunda skipti í dag en gengið verður frá Hallgrímskirkju. Konur sem hafa kært lögreglumann fyrir kynferðisofbeldi lýsa reynslu sinni í ræðum á Austurvelli. Druslugangan hefst klukkan tvö í dag og fer niður Skólavörðustíg, Bankastræti og endar á Austurvelli. Ása Kristín Einarsdóttir ein af skipuleggjendum segir að í ár séu skilaboðin þau að allir geti orðið fyrir kynferðisofbeldi og geti tekið þátt í göngunni. Hún býst við mörg þúsund manns en fjölgað hafi í göngunni ár frá ári. „Undanfarin ár hafa alltaf verið ákveðin þemu í Druslugöngunni. Í fyrra var stafrænt kynferðisofbeldi, við höfum tekið fyrir ofbeldi gegn konum af erlendum uppruna, ofbeldi gegn karlmönnum en í ár ætluðum við, í ljósi umræðunnar undanfarinna ára, að hafa alla með. Áherslan er að Druslugangan er fyrir alla. Allir geta orðið fyrir kynferðisofbeldi og það þurfa allir að finna þetta bakland og finna fyrir stuðningnum sem Druslugangan gefur. Eftir að göngunni lýkur tekur við dagskrá á Austurvelli þar sem þolendur kynferðisofbeldis segja frá reynslu sinni. Ása segir að í ræðum komi fram sú þrautaganga sem kynferðisofbeldið sé en líka að hægt sé að vinna sig út úr ofbeldinu og skila skömminni. „Þær Koma Kiana [Sif Limehouse] og Helga [Elín Herleifsdóttir] sem sýna opnu sárin, hvernig þetta er í byrjun. Þetta er erfitt og þetta er sárt og svo koma konur frá Stígamótum sem eru í miðju ferli að vinna í sínum málum og að skila sinni skömm og eignast sig sjálfar aftur og svo kemur María Rut og sýnir okkur hvernig ljósið við enda gangsins er og lokar hringnum því þetta er ekki endalaust og eilíf barátta og þetta þarf ekki að skilgreina mann að eilífu.
Tengdar fréttir Ráðamenn fá sérstakt boðskort frá aðstandendum Druslugöngunnar Ráðherrar, Alþingismenn, lögreglufulltrúar og forsetinn fá sérstakt boðskort frá aðstandendum Druslugöngunnar sem fer fram á Laugardaginn næsta klukkan 14.00. 27. júlí 2018 15:40 Vilja fá alla með Druslugangan fer fram í Reykjavík næsta laugardag, 28. júlí. Gangan snýst um að útrýma kynferðisofbeldi, en í ár verður lögð áhersla á að ná til nýrra hópa og byggja á árangri #MeToo 23. júlí 2018 08:00 Stúlkurnar sem kærðu lögreglumanninn stíga í ræðustól á Druslugöngunni Kiana Sif Limehouse og Helga Elín Herleifsdóttir eru tvær þriggja kvenna sem kærðu lögreglufulltrúa hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 27. júlí 2018 13:21 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Fleiri fréttir Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori Sjá meira
Ráðamenn fá sérstakt boðskort frá aðstandendum Druslugöngunnar Ráðherrar, Alþingismenn, lögreglufulltrúar og forsetinn fá sérstakt boðskort frá aðstandendum Druslugöngunnar sem fer fram á Laugardaginn næsta klukkan 14.00. 27. júlí 2018 15:40
Vilja fá alla með Druslugangan fer fram í Reykjavík næsta laugardag, 28. júlí. Gangan snýst um að útrýma kynferðisofbeldi, en í ár verður lögð áhersla á að ná til nýrra hópa og byggja á árangri #MeToo 23. júlí 2018 08:00
Stúlkurnar sem kærðu lögreglumanninn stíga í ræðustól á Druslugöngunni Kiana Sif Limehouse og Helga Elín Herleifsdóttir eru tvær þriggja kvenna sem kærðu lögreglufulltrúa hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 27. júlí 2018 13:21