Fjölskyldan óttaðist að Lovato væri komin í vondan félagsskap Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. júlí 2018 09:55 Bandaríska söngkonan Demi Lovato hefur áður talað opinskátt um fíkn og geðsjúkdóma. Vísir/getty Nú hefur komið í ljós að Söngkonan Demi Lovato var ekki ein kvöldið sem hún tók inn of stóran skammt af heróini. Á þriðjudaginn komu sjúkraliðar að Lovato meðvitundarlausri á heimili sínu. Vinir hennar, sem voru með henni í gleðskap um kvöldið, eiga að hafa gefið henni lyfið Narcan sem notað er við of stórum skammti. Það er talið hafa bjargað lífi söngkonunnar. „Það var skynsamlegt hjá vinum hennar, eða hjá hverjum sem það var, að hafa Narcan við höndina. Það hefur sennilega bjargað lífi hennar,“ segir Dr. Laurence Westreich, geðlæknir sem sérhæfir sig í fíknisjúkdómum í samtali við fréttastofu CBS. Í neyðarlínusímtalinu örlagaríka fer vinur söngkonunnar þess á leit við lögreglu að sjúkrabíllinn kæmi að húsinu með slökkt á öllum sírenum. Lovato fer í meðferð þegar hún verður útskrifuð af sjúkrahúsinu. Að því er heimildir Entertainment Tonight herma voru fjölskylda og vinir Lovato farin að gruna að hún væri komin í vondan félagsskap og að hún væri farin að skemmta sér með fólki sem ýtti undir fíkniefnaneyslu hennar. Þá væri hún einnig að hitta karlmann sem fjölskyldunni geðjast illa að. Vikurnar áður en Lovato tók of stóran skammt hafði henni liðið illa. Hún hafi unnið allt of mikið og var orðin of „meðvituð“ um sig sjálfa og útlit sitt. Vinir hennar segja að söngkonan hafi verið allt of hörð við sig síðastliðnar vikur og þá hafi hún hafnað allri hjálp. Í heimildarmyndinni Simply Complicated sem kom út í fyrra sagði Lovato að faðir sinn hafi verið eiturlyfjafíkill og alkóhólisti. „Ég held að ég hafi ávallt leitað að því sem hann fann í eiturlyfjunum og alkóhólinu því það virtist fullnægja öllum hans þörfum. Hann valdi það fram yfir fjölskylduna.“ Tengdar fréttir Demi Lovato flutt á sjúkrahús vegna gruns um ofneyslu heróíns Samkvæmt frétt TMZ komu sjúkraliðar að Lovato meðvitundarlausri á heimili sínu. 24. júlí 2018 21:34 Demi Lovato var í mikilli lífshættu og er á leiðinni í meðferð Söngkonan Demi Lovato fer í meðferð þegar hún verður útskrifuð af Cedars-Sinai sjúkrahúsinu í Los Angeles en þetta hefur CNN eftur áreiðanlegum heimildum. 27. júlí 2018 10:30 Stjörnurnar senda kveðjur til Lovato sem er komin til meðvitundar Bandaríska söngkonan Demi Lovato er komin til meðvitundar en hún var flutt á sjúkrahús í Los Angeles í gær vegna gruns um að hafa tekið inn of stóran skammt af heróíni. 25. júlí 2018 10:30 Justin Bieber í sjokki eftir fréttirnar um Demi Lovato: „Ég hélt að hún væri edrú“ Kanadíska poppstjarnan fékk ákveðið sjokk þegar hann frétti um stöðuna á Demi Lovato sem var flutt á sjúkrahús í Los Angeles í vikunni en grunur er á því að hún hafi tekið of stóran skammt af heróíni. 26. júlí 2018 14:30 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira
Nú hefur komið í ljós að Söngkonan Demi Lovato var ekki ein kvöldið sem hún tók inn of stóran skammt af heróini. Á þriðjudaginn komu sjúkraliðar að Lovato meðvitundarlausri á heimili sínu. Vinir hennar, sem voru með henni í gleðskap um kvöldið, eiga að hafa gefið henni lyfið Narcan sem notað er við of stórum skammti. Það er talið hafa bjargað lífi söngkonunnar. „Það var skynsamlegt hjá vinum hennar, eða hjá hverjum sem það var, að hafa Narcan við höndina. Það hefur sennilega bjargað lífi hennar,“ segir Dr. Laurence Westreich, geðlæknir sem sérhæfir sig í fíknisjúkdómum í samtali við fréttastofu CBS. Í neyðarlínusímtalinu örlagaríka fer vinur söngkonunnar þess á leit við lögreglu að sjúkrabíllinn kæmi að húsinu með slökkt á öllum sírenum. Lovato fer í meðferð þegar hún verður útskrifuð af sjúkrahúsinu. Að því er heimildir Entertainment Tonight herma voru fjölskylda og vinir Lovato farin að gruna að hún væri komin í vondan félagsskap og að hún væri farin að skemmta sér með fólki sem ýtti undir fíkniefnaneyslu hennar. Þá væri hún einnig að hitta karlmann sem fjölskyldunni geðjast illa að. Vikurnar áður en Lovato tók of stóran skammt hafði henni liðið illa. Hún hafi unnið allt of mikið og var orðin of „meðvituð“ um sig sjálfa og útlit sitt. Vinir hennar segja að söngkonan hafi verið allt of hörð við sig síðastliðnar vikur og þá hafi hún hafnað allri hjálp. Í heimildarmyndinni Simply Complicated sem kom út í fyrra sagði Lovato að faðir sinn hafi verið eiturlyfjafíkill og alkóhólisti. „Ég held að ég hafi ávallt leitað að því sem hann fann í eiturlyfjunum og alkóhólinu því það virtist fullnægja öllum hans þörfum. Hann valdi það fram yfir fjölskylduna.“
Tengdar fréttir Demi Lovato flutt á sjúkrahús vegna gruns um ofneyslu heróíns Samkvæmt frétt TMZ komu sjúkraliðar að Lovato meðvitundarlausri á heimili sínu. 24. júlí 2018 21:34 Demi Lovato var í mikilli lífshættu og er á leiðinni í meðferð Söngkonan Demi Lovato fer í meðferð þegar hún verður útskrifuð af Cedars-Sinai sjúkrahúsinu í Los Angeles en þetta hefur CNN eftur áreiðanlegum heimildum. 27. júlí 2018 10:30 Stjörnurnar senda kveðjur til Lovato sem er komin til meðvitundar Bandaríska söngkonan Demi Lovato er komin til meðvitundar en hún var flutt á sjúkrahús í Los Angeles í gær vegna gruns um að hafa tekið inn of stóran skammt af heróíni. 25. júlí 2018 10:30 Justin Bieber í sjokki eftir fréttirnar um Demi Lovato: „Ég hélt að hún væri edrú“ Kanadíska poppstjarnan fékk ákveðið sjokk þegar hann frétti um stöðuna á Demi Lovato sem var flutt á sjúkrahús í Los Angeles í vikunni en grunur er á því að hún hafi tekið of stóran skammt af heróíni. 26. júlí 2018 14:30 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira
Demi Lovato flutt á sjúkrahús vegna gruns um ofneyslu heróíns Samkvæmt frétt TMZ komu sjúkraliðar að Lovato meðvitundarlausri á heimili sínu. 24. júlí 2018 21:34
Demi Lovato var í mikilli lífshættu og er á leiðinni í meðferð Söngkonan Demi Lovato fer í meðferð þegar hún verður útskrifuð af Cedars-Sinai sjúkrahúsinu í Los Angeles en þetta hefur CNN eftur áreiðanlegum heimildum. 27. júlí 2018 10:30
Stjörnurnar senda kveðjur til Lovato sem er komin til meðvitundar Bandaríska söngkonan Demi Lovato er komin til meðvitundar en hún var flutt á sjúkrahús í Los Angeles í gær vegna gruns um að hafa tekið inn of stóran skammt af heróíni. 25. júlí 2018 10:30
Justin Bieber í sjokki eftir fréttirnar um Demi Lovato: „Ég hélt að hún væri edrú“ Kanadíska poppstjarnan fékk ákveðið sjokk þegar hann frétti um stöðuna á Demi Lovato sem var flutt á sjúkrahús í Los Angeles í vikunni en grunur er á því að hún hafi tekið of stóran skammt af heróíni. 26. júlí 2018 14:30