Klósettkrísa í Grímsey Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. maí 2018 13:09 Íbúar í Grímsey vilja úrbætur á salernismálum. visir.is/pjetur sigurðsson Íbúar í Grímsey eiga von á fjörutíu skemmtiferðaskipum í sumar en eins og staðan hefur verið er aðeins ein salernisaðstaða í boði fyrir ferðalanga. Jóhannes Gísli Henningsson, formaður hverfisráðs Grímseyjar, segist vera vongóður um að Akureyrarbær geri úrbætur á salernismálum fyrir sumarið. Vikudagur sagði fyrst frá þessu. Í fundargerð hverfisráðs Grímseyjar er farið þess á leit við Akureyrarbæ að gerðar verði úrbætur á salernismálum: „Nú í ár koma hátt í 40 skemmtiferðaskip til Grímseyjar auk allra ferðamanna sem koma með ferju eða flugi. Það er brýn nauðsyn að bæta hérna salernismál. Fyrir er eitt klósett í Galleríinu. Galleríið er pínulítið og getur ekki tekið á móti mörgum í einu og er þetta mikið álag á húsnæðið. Einnig eru tvö klósett og finnst okkur ekki hægt að bjóða eigandanum upp á það að beina þeim ferðamönnum þangað sem ekki eru viðskiptavinir staðarins,“ segir í fundargerð. Í samtali við Vísi segir Jóhannes Gísli að þetta standi allt vonandi til bóta. Aukinn ferðamannastraumur sé nýr veruleiki fyrir íbúa í Grímsey. „Síðastliðin tvö ár hefur ferðamönnum fjölgað og hefur þetta aldrei verið eins mikið og núna.“Úrbætur í tæka tíðJóhannes segir samstarfið við Akureyrarbæ heilt yfir hafa verið gott en það sé engu að síður brýnt að setja salernismálin í forgang. „Við vildum vekja athygli á þessu við þau [bæjarstjórn Akureyrar], svo þessi mál verði komin í lag með sumrinu og svo það sé ekki farið of seint af stað.“ Umræða um skort á salernisaðstöðu á fjölförnum ferðamannastöðum komst í hámæli síðasta sumar þegar skilti, sem banna fólki að ganga örna sinna, voru sett upp víða um landið. Sameining Akureyrarkaupstaðar og Grímseyjarhrepps var samþykkt á vormánuðum 2009. Hvernig standa málin eftir sameiningu?„Það er ekki undan neinu að kvarta, það er verið að laga ýmsa hluti. Það er margt sem mætti betur fara en það er líka búið að gera margt. Þetta er vonandi í ferli og leysist vonandi nú í byrjun sumar,“ segir Jóhannes Gísli. Ferðamennska á Íslandi Grímsey Tengdar fréttir Þeir pirruðu geta bara farið til Bolungarvíkur Ísfirðingar eru ekki sammála um ágæti stóraukins fjölda ferðamanna með tíðari komum skemmtiferðaskipa. Skipafjöldinn tvöfaldaðist á þremur árum. Sumir segjast til sýnis eins og í Disneylandi. 29. janúar 2018 06:00 Adolf Ingi á ferð með hóp túrista í spreng Adolf Ingi Erlingsson segir klósettleysi á Norðurlandi óásættanlegt. 27. febrúar 2018 22:26 Ferðamenn kúkuðu á Hafnarstéttina: „Hún sagði að þetta væri í lagi af því að fuglarnir borða þetta“ Hafnarstéttin á Húsavík er ekki úr alfaraleið og fjöldi salerna í kring. 23. júlí 2015 20:40 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Íbúar í Grímsey eiga von á fjörutíu skemmtiferðaskipum í sumar en eins og staðan hefur verið er aðeins ein salernisaðstaða í boði fyrir ferðalanga. Jóhannes Gísli Henningsson, formaður hverfisráðs Grímseyjar, segist vera vongóður um að Akureyrarbær geri úrbætur á salernismálum fyrir sumarið. Vikudagur sagði fyrst frá þessu. Í fundargerð hverfisráðs Grímseyjar er farið þess á leit við Akureyrarbæ að gerðar verði úrbætur á salernismálum: „Nú í ár koma hátt í 40 skemmtiferðaskip til Grímseyjar auk allra ferðamanna sem koma með ferju eða flugi. Það er brýn nauðsyn að bæta hérna salernismál. Fyrir er eitt klósett í Galleríinu. Galleríið er pínulítið og getur ekki tekið á móti mörgum í einu og er þetta mikið álag á húsnæðið. Einnig eru tvö klósett og finnst okkur ekki hægt að bjóða eigandanum upp á það að beina þeim ferðamönnum þangað sem ekki eru viðskiptavinir staðarins,“ segir í fundargerð. Í samtali við Vísi segir Jóhannes Gísli að þetta standi allt vonandi til bóta. Aukinn ferðamannastraumur sé nýr veruleiki fyrir íbúa í Grímsey. „Síðastliðin tvö ár hefur ferðamönnum fjölgað og hefur þetta aldrei verið eins mikið og núna.“Úrbætur í tæka tíðJóhannes segir samstarfið við Akureyrarbæ heilt yfir hafa verið gott en það sé engu að síður brýnt að setja salernismálin í forgang. „Við vildum vekja athygli á þessu við þau [bæjarstjórn Akureyrar], svo þessi mál verði komin í lag með sumrinu og svo það sé ekki farið of seint af stað.“ Umræða um skort á salernisaðstöðu á fjölförnum ferðamannastöðum komst í hámæli síðasta sumar þegar skilti, sem banna fólki að ganga örna sinna, voru sett upp víða um landið. Sameining Akureyrarkaupstaðar og Grímseyjarhrepps var samþykkt á vormánuðum 2009. Hvernig standa málin eftir sameiningu?„Það er ekki undan neinu að kvarta, það er verið að laga ýmsa hluti. Það er margt sem mætti betur fara en það er líka búið að gera margt. Þetta er vonandi í ferli og leysist vonandi nú í byrjun sumar,“ segir Jóhannes Gísli.
Ferðamennska á Íslandi Grímsey Tengdar fréttir Þeir pirruðu geta bara farið til Bolungarvíkur Ísfirðingar eru ekki sammála um ágæti stóraukins fjölda ferðamanna með tíðari komum skemmtiferðaskipa. Skipafjöldinn tvöfaldaðist á þremur árum. Sumir segjast til sýnis eins og í Disneylandi. 29. janúar 2018 06:00 Adolf Ingi á ferð með hóp túrista í spreng Adolf Ingi Erlingsson segir klósettleysi á Norðurlandi óásættanlegt. 27. febrúar 2018 22:26 Ferðamenn kúkuðu á Hafnarstéttina: „Hún sagði að þetta væri í lagi af því að fuglarnir borða þetta“ Hafnarstéttin á Húsavík er ekki úr alfaraleið og fjöldi salerna í kring. 23. júlí 2015 20:40 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Þeir pirruðu geta bara farið til Bolungarvíkur Ísfirðingar eru ekki sammála um ágæti stóraukins fjölda ferðamanna með tíðari komum skemmtiferðaskipa. Skipafjöldinn tvöfaldaðist á þremur árum. Sumir segjast til sýnis eins og í Disneylandi. 29. janúar 2018 06:00
Adolf Ingi á ferð með hóp túrista í spreng Adolf Ingi Erlingsson segir klósettleysi á Norðurlandi óásættanlegt. 27. febrúar 2018 22:26
Ferðamenn kúkuðu á Hafnarstéttina: „Hún sagði að þetta væri í lagi af því að fuglarnir borða þetta“ Hafnarstéttin á Húsavík er ekki úr alfaraleið og fjöldi salerna í kring. 23. júlí 2015 20:40