„Ég var ráðinn sem plötusnúður í afmæli Jay-Z í Úthlíð í Biskupstungu.“
Fyrstu viðbrögð Audda Blö voru á þá leið að þessi saga væri alls ekki sönn, sérstaklega miðað við það hversu mikið hann sprakk úr hlátri þegar Rikki G hafði sleppt síðasta orðinu.
Rikki G hélt ótrauður áfram að reyna sannfæra andstæðinga sína að sagan væri sönn og má sjá hvernig það gekk hér að neðan. Það má með sanni segja að Ríkharð er ekkert sérstakur lygari.