8000 teskeiðar Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 6. október 2018 07:15 Meðaljóninn í okkar heimshluta brennir um það bil fimmtungi þeirra hitaeininga sem afi hans og amma gerðu í daglegu amstri. Ræktin, fjallgöngur, útihlaup og hreyfing til heilsubótar er ekki talið með. Skortir okkur agann sem forfeðurnir bjuggu yfir? Erum við kærulausari, látum okkur eigin heilsu og velferð barna okkar í léttu rúmi liggja? Auðvitað ekki. En eðli vinnu hefur breyst og freistingarnar eru allt í kring. Hvernig snúum við þessu við – náum hinu langþráða jafnvægi milli matar og hreyfingar, hinum gullna meðalvegi sem allflestir fetuðu áður fyrr? Íslendingar eru meðal feitustu þjóða. Viðbúið er að senn komi að skuldadögum. Uppgjörið snertir ekki einungis þá sem glíma við aukakílóin og sjúkdómana, sem tengjast óhófinu, og þeirra fólk. Heilbrigðiskerfið er rekið fyrir skattfé. Þetta snertir alla. Og þar spilar mataræðið langstærsta rullu og svo hreyfingin. Upp úr 1980 fór af stað mikil herferð gegn fitu. Þegar fitan fór út af matseðlinum kom viðbættur sykur í staðinn. Einnig fór að bera meira á unninni matvöru. Því sem náttúran býður var skipt út fyrir matvöru sem maðurinn sjálfur hafði fundið upp og átt við. Varla þarf að leita lengi á Íslandi til að sjá að matarvenjum okkar er stórlega ábótavant. Við hringveginn eru sykraðir gosdrykkir, unnar kjötvörur og sælgæti meira áberandi en einfaldur, hollur matur. Ekki bara hér á landi. Við getum ekki farið um flugvöll, keypt bensín eða hóstamixtúru án þess að á vegi okkar verði stæðurnar af snakki, sælgæti og hvers kyns óhollustu. Sjálft höfuðvígi heilsunnar – Landspítalinn – er ekki barnanna bestur. Furðulegt er að sjúklingar, sem fá úrvals þjónustu frá læknum og hjúkrunarfólki, fái matarbakka sem hæfir þorrablóti. Meðal Bandaríkjamaður innbyrðir 36 kíló af fitu árlega og setur 8000 teskeiðar af sykri inn fyrir varir sínar. Gosdrykkjaþamb vegur þungt. Meðalþambið er 215 lítrar. Það er ekki lítið. Rannsóknir sýna, að þegar 100 manns sem berjast við aukakílóin fara í megrun og æfa reglulega – eru færri en fimm þeirra enn að tveimur árum síðar. Uppeldi ræður miklu um mataræði og hreyfingu. Foreldrum ber að leiðbeina börnum sínum um hollt mataræði og hvetja þau til hreyfingar. En fólki sem ekki hefur úr miklu að spila er vorkunn. Það kostar mikla peninga að borða hollan mat og tómstundir eru rándýrar. Þarna þarf hið opinbera – ríki og sveitarfélög – að stíga inn. Skattkerfið á að hvetja til neyslu hollari fæðu. Skipuleg hreyfing á að vera fyrir alla – veigamikill hluti af skólagöngu. Við gerum ábyggilega margt vel á Íslandi í þessum efnum. Ef marka má afrek landans í alþjóðlegum íþróttum er hann duglegur að hreyfa sig. En betur má ef duga skal. Við erum meðal feitustu Evrópuþjóða. Leiðin til að reka af sér slyðruorðið er vel þekkt. Við þurfum að sameinast um að feta einstigið milli hófsemi í mat og drykk og hollrar hreyfingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Meðaljóninn í okkar heimshluta brennir um það bil fimmtungi þeirra hitaeininga sem afi hans og amma gerðu í daglegu amstri. Ræktin, fjallgöngur, útihlaup og hreyfing til heilsubótar er ekki talið með. Skortir okkur agann sem forfeðurnir bjuggu yfir? Erum við kærulausari, látum okkur eigin heilsu og velferð barna okkar í léttu rúmi liggja? Auðvitað ekki. En eðli vinnu hefur breyst og freistingarnar eru allt í kring. Hvernig snúum við þessu við – náum hinu langþráða jafnvægi milli matar og hreyfingar, hinum gullna meðalvegi sem allflestir fetuðu áður fyrr? Íslendingar eru meðal feitustu þjóða. Viðbúið er að senn komi að skuldadögum. Uppgjörið snertir ekki einungis þá sem glíma við aukakílóin og sjúkdómana, sem tengjast óhófinu, og þeirra fólk. Heilbrigðiskerfið er rekið fyrir skattfé. Þetta snertir alla. Og þar spilar mataræðið langstærsta rullu og svo hreyfingin. Upp úr 1980 fór af stað mikil herferð gegn fitu. Þegar fitan fór út af matseðlinum kom viðbættur sykur í staðinn. Einnig fór að bera meira á unninni matvöru. Því sem náttúran býður var skipt út fyrir matvöru sem maðurinn sjálfur hafði fundið upp og átt við. Varla þarf að leita lengi á Íslandi til að sjá að matarvenjum okkar er stórlega ábótavant. Við hringveginn eru sykraðir gosdrykkir, unnar kjötvörur og sælgæti meira áberandi en einfaldur, hollur matur. Ekki bara hér á landi. Við getum ekki farið um flugvöll, keypt bensín eða hóstamixtúru án þess að á vegi okkar verði stæðurnar af snakki, sælgæti og hvers kyns óhollustu. Sjálft höfuðvígi heilsunnar – Landspítalinn – er ekki barnanna bestur. Furðulegt er að sjúklingar, sem fá úrvals þjónustu frá læknum og hjúkrunarfólki, fái matarbakka sem hæfir þorrablóti. Meðal Bandaríkjamaður innbyrðir 36 kíló af fitu árlega og setur 8000 teskeiðar af sykri inn fyrir varir sínar. Gosdrykkjaþamb vegur þungt. Meðalþambið er 215 lítrar. Það er ekki lítið. Rannsóknir sýna, að þegar 100 manns sem berjast við aukakílóin fara í megrun og æfa reglulega – eru færri en fimm þeirra enn að tveimur árum síðar. Uppeldi ræður miklu um mataræði og hreyfingu. Foreldrum ber að leiðbeina börnum sínum um hollt mataræði og hvetja þau til hreyfingar. En fólki sem ekki hefur úr miklu að spila er vorkunn. Það kostar mikla peninga að borða hollan mat og tómstundir eru rándýrar. Þarna þarf hið opinbera – ríki og sveitarfélög – að stíga inn. Skattkerfið á að hvetja til neyslu hollari fæðu. Skipuleg hreyfing á að vera fyrir alla – veigamikill hluti af skólagöngu. Við gerum ábyggilega margt vel á Íslandi í þessum efnum. Ef marka má afrek landans í alþjóðlegum íþróttum er hann duglegur að hreyfa sig. En betur má ef duga skal. Við erum meðal feitustu Evrópuþjóða. Leiðin til að reka af sér slyðruorðið er vel þekkt. Við þurfum að sameinast um að feta einstigið milli hófsemi í mat og drykk og hollrar hreyfingar.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar