Fótbolti

Holland í góðum málum gegn Dönum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik Hollendinga og Dana í kvöld.
Úr leik Hollendinga og Dana í kvöld. vísir/afp
Hollendingar eru í góðum málum fyrir síðari leikinn gegn Danmörku í umspili um laust sæti á HM kvenna sem fer fram í Frakklandi næsta sumar.

Evrópumeistararnir í Hollandi unnu 2-0 sigur á Danmörku í Hollandi í kvöld. Mörkin skoruðu Lineth Beerensteyn og Shanice van de Sanden en bæði komu með skalla.

LIðin mætast í Danmörku á þriðjudaginn, nánar tiltekið Viborg, en mikið þarf að gerast til þess að Evrópumeistararnir leika ekki á HM næsta sumar.

Í hinum umspilsleik kvöldsins gerðu frændþjóðirnar Belgía og Sviss 2-2 jafntefli. Í tvígang komust Belgar yfir en Alisha Lehmann skoraði í tvígang og tryggði Sviss 2-2 jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×