Brimborg segir Kveik hafa vísvitandi sagt fréttir gegn betri vitund Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. október 2018 13:26 Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar. Vísir Bílaumboðið Brimborg hafnar alfarið þeirri mynd sem dregin var upp af fyrirtækinu í fréttaskýringaþættinum Kveik, sem sýndur var í Ríkissjónvarpinu á þriðjudagskvöld. Forstjóri fyrirtækisins, Egill Jóhannsson, segir að fréttamenn Kveiks hafi vísvitandi sjónvarpað röngum fullyrðingum og brotið með því siðareglur Ríkisútvarpsins. Umfjöllunin hafi verið ámælisverð og lævís. Í þætti Kveiks var fjallað um launakjör og aðbúnað erlendra starfsmanna á Íslandi, sérstaklega þeirra sem vinna hjá starfsmannaleigum. Í Kveik kom fram að starfsmaður Brimborgar, sem var á vegum starfsmannaleigu, hafi fengið greidd laun sem væru lægri en þau sem starfsmenn með sömu menntun og reynslu á sama vinnustað fengu greidd. Brimborg hafi þannig mismunað starfsmanninum miðað við íslenska starfsmenn á sama vinnustað. Þessari staðhæfingu hafnar Brimborg í tilkynningu sem forstjórinn undirritar. Hann segir fullyrðinguna ranga og að fréttamanni Kveiks hafi verið kunnugt um það áður en þátturinn var sendur út.Menntun ekki sannreynd „Umræddur starfsmaður kom til Brimborgar á vegum starfsmannaleigu á þeirri forsendu að hann væri bifvélavirki með reynslu. Slíka menntun og reynslu þarf hins vegar að sannreyna frá aðilum sem koma erlendis frá enda þarf að gæta jafnræðis á milli innlendra starfsmanna og erlendra. Þetta ferli heitir „Viðurkenning á erlendu starfsnámi“ og er ferlið aðgengilegt á netinu á íslensku, ensku og pólsku,“ útskýrir forstjórinn og bætir við að starfsmanninum hafi hins vegar skort þessa viðurkenningu. Þrátt fyrir það hafi laun hans verið 14,1% hærri en taxti Eflingar verkalýðsfélags fyrir ófaglærða með 5 ára starfsreynslu, að sögn forstjórans. „Aðrir starfsmenn Brimborgar, sem hann vildi bera sig saman við, voru bæði með viðurkennda menntun og lengri starfsreynslu,“ segir í tilkynningunni.Brimborg er með umboð fyrir Volvo, Ford, Mazda, Citroën og Peugeot á Íslandi.Fréttablaðið/stefánFréttamanni sendar upplýsingar Forstjórinn segir að fréttamanni Kveiks hafi verið sendar „upplýsingar um ofangreint fyrir útsendingu þáttarins en engu að síður er fullyrt í þættinum að viðkomandi starfsmaður hafi haft menntun og reynslu sem bifvélavirki.“ Það þyki fyrirtækinu ámælisvert. Þar að auki þyki Brimborg lævíst af Kveik að setja Brimborg í samhengi við misnotkun og brot á réttindum erlendra starfsmanna, hælisleitenda, mansalsfórnarlamba og svarta atvinnustarfsemi, sem var umfjöllunarefni þorra þáttarins. „Með lævíslegum hætti með notkun á myndmáli og klippingum var Brimborg spyrt við þessi brot þó að það hafi ekki verið nefnt með orðum að Brimborg hafi brotið af sér. Í raun var myndefnið alls ekki í samræmi við umfjöllun þáttarins,“ segir í tilkynnningu Brimborgar.Sjá einnig: Lögmaður starfsmannaleigu sakar Kveik um ranga umfjöllun Brimborg telur að með þessum fréttaflutning hafi fréttamaðurinn brotið siðareglur RÚV og vísar þar sérstaklega til regla um úrvinnslu heimilda og leiðrétta skuli staðreyndavillur og mistök eins fljótt og mögulegt er. „Það er fjarri sanni að Brimborg tengist þeim alvarlegu brotum sem fréttaskýringarþátturinn fjallar um enda er slík háttsemi algerlega í ósamræmi við lög í landinu og gildi félagsins. Af þeim sökum er umfjöllun þáttarins ámælisverð, einkum notkun á myndefni.“ Forstjóri Brimborgar segir þar að auki að fyrirtækið hafi „nýlega fengið staðfest frá þremur af stærstu verkalýðsfélögum starfsmanna að engin mál tengd Brimborg séu á borðum þeirra,“ og á þar við verkalýðsfélögin VR, Eflingu og FIT. „Brimborg hefur gert allt sem í sínu valdi hefur staðið til þess að tryggja hag erlendra starfsmanna og hvetur Vinnumálastofnun og aðrar opinberar stofnanir til þess að sinna eftirlitshlutverki sínu með heimsóknum og skoðun gagna. Við hjá Brimborg munum fagna slíkum heimsóknum,“ segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hafa lokað fimm húsum hvar erlent verkafólk bjó Þáttur Kveiks um þrælahald á Íslandi hefur kallað fram mikil viðbrögð. 3. október 2018 11:22 Lögmaður starfsmannaleigu sakar Kveik um ranga umfjöllun Halldór Heiðar Hallsson, lögmaður Starfsmannaleigunnar Menn í vinnu ehf., sem fjallað var um í Kveik í gær segir miklar rangfærslur koma fram um fyrirtækið í umfjölluninni. Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri fréttaskýringarþáttarins, segir að þátturinn tali fyrir sig sjálfur. 3. október 2018 20:00 Fullyrða að hótelstarfsmaðurinn hafi verið með 615 þúsund í mánaðarlaun Northstar Apartments hafnar fréttaflutningi um að fyrirtækið sæti lögreglurannsókn vegna mansals, eins og kom fram í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi. 3. október 2018 15:30 Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Sjá meira
Bílaumboðið Brimborg hafnar alfarið þeirri mynd sem dregin var upp af fyrirtækinu í fréttaskýringaþættinum Kveik, sem sýndur var í Ríkissjónvarpinu á þriðjudagskvöld. Forstjóri fyrirtækisins, Egill Jóhannsson, segir að fréttamenn Kveiks hafi vísvitandi sjónvarpað röngum fullyrðingum og brotið með því siðareglur Ríkisútvarpsins. Umfjöllunin hafi verið ámælisverð og lævís. Í þætti Kveiks var fjallað um launakjör og aðbúnað erlendra starfsmanna á Íslandi, sérstaklega þeirra sem vinna hjá starfsmannaleigum. Í Kveik kom fram að starfsmaður Brimborgar, sem var á vegum starfsmannaleigu, hafi fengið greidd laun sem væru lægri en þau sem starfsmenn með sömu menntun og reynslu á sama vinnustað fengu greidd. Brimborg hafi þannig mismunað starfsmanninum miðað við íslenska starfsmenn á sama vinnustað. Þessari staðhæfingu hafnar Brimborg í tilkynningu sem forstjórinn undirritar. Hann segir fullyrðinguna ranga og að fréttamanni Kveiks hafi verið kunnugt um það áður en þátturinn var sendur út.Menntun ekki sannreynd „Umræddur starfsmaður kom til Brimborgar á vegum starfsmannaleigu á þeirri forsendu að hann væri bifvélavirki með reynslu. Slíka menntun og reynslu þarf hins vegar að sannreyna frá aðilum sem koma erlendis frá enda þarf að gæta jafnræðis á milli innlendra starfsmanna og erlendra. Þetta ferli heitir „Viðurkenning á erlendu starfsnámi“ og er ferlið aðgengilegt á netinu á íslensku, ensku og pólsku,“ útskýrir forstjórinn og bætir við að starfsmanninum hafi hins vegar skort þessa viðurkenningu. Þrátt fyrir það hafi laun hans verið 14,1% hærri en taxti Eflingar verkalýðsfélags fyrir ófaglærða með 5 ára starfsreynslu, að sögn forstjórans. „Aðrir starfsmenn Brimborgar, sem hann vildi bera sig saman við, voru bæði með viðurkennda menntun og lengri starfsreynslu,“ segir í tilkynningunni.Brimborg er með umboð fyrir Volvo, Ford, Mazda, Citroën og Peugeot á Íslandi.Fréttablaðið/stefánFréttamanni sendar upplýsingar Forstjórinn segir að fréttamanni Kveiks hafi verið sendar „upplýsingar um ofangreint fyrir útsendingu þáttarins en engu að síður er fullyrt í þættinum að viðkomandi starfsmaður hafi haft menntun og reynslu sem bifvélavirki.“ Það þyki fyrirtækinu ámælisvert. Þar að auki þyki Brimborg lævíst af Kveik að setja Brimborg í samhengi við misnotkun og brot á réttindum erlendra starfsmanna, hælisleitenda, mansalsfórnarlamba og svarta atvinnustarfsemi, sem var umfjöllunarefni þorra þáttarins. „Með lævíslegum hætti með notkun á myndmáli og klippingum var Brimborg spyrt við þessi brot þó að það hafi ekki verið nefnt með orðum að Brimborg hafi brotið af sér. Í raun var myndefnið alls ekki í samræmi við umfjöllun þáttarins,“ segir í tilkynnningu Brimborgar.Sjá einnig: Lögmaður starfsmannaleigu sakar Kveik um ranga umfjöllun Brimborg telur að með þessum fréttaflutning hafi fréttamaðurinn brotið siðareglur RÚV og vísar þar sérstaklega til regla um úrvinnslu heimilda og leiðrétta skuli staðreyndavillur og mistök eins fljótt og mögulegt er. „Það er fjarri sanni að Brimborg tengist þeim alvarlegu brotum sem fréttaskýringarþátturinn fjallar um enda er slík háttsemi algerlega í ósamræmi við lög í landinu og gildi félagsins. Af þeim sökum er umfjöllun þáttarins ámælisverð, einkum notkun á myndefni.“ Forstjóri Brimborgar segir þar að auki að fyrirtækið hafi „nýlega fengið staðfest frá þremur af stærstu verkalýðsfélögum starfsmanna að engin mál tengd Brimborg séu á borðum þeirra,“ og á þar við verkalýðsfélögin VR, Eflingu og FIT. „Brimborg hefur gert allt sem í sínu valdi hefur staðið til þess að tryggja hag erlendra starfsmanna og hvetur Vinnumálastofnun og aðrar opinberar stofnanir til þess að sinna eftirlitshlutverki sínu með heimsóknum og skoðun gagna. Við hjá Brimborg munum fagna slíkum heimsóknum,“ segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hafa lokað fimm húsum hvar erlent verkafólk bjó Þáttur Kveiks um þrælahald á Íslandi hefur kallað fram mikil viðbrögð. 3. október 2018 11:22 Lögmaður starfsmannaleigu sakar Kveik um ranga umfjöllun Halldór Heiðar Hallsson, lögmaður Starfsmannaleigunnar Menn í vinnu ehf., sem fjallað var um í Kveik í gær segir miklar rangfærslur koma fram um fyrirtækið í umfjölluninni. Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri fréttaskýringarþáttarins, segir að þátturinn tali fyrir sig sjálfur. 3. október 2018 20:00 Fullyrða að hótelstarfsmaðurinn hafi verið með 615 þúsund í mánaðarlaun Northstar Apartments hafnar fréttaflutningi um að fyrirtækið sæti lögreglurannsókn vegna mansals, eins og kom fram í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi. 3. október 2018 15:30 Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Sjá meira
Hafa lokað fimm húsum hvar erlent verkafólk bjó Þáttur Kveiks um þrælahald á Íslandi hefur kallað fram mikil viðbrögð. 3. október 2018 11:22
Lögmaður starfsmannaleigu sakar Kveik um ranga umfjöllun Halldór Heiðar Hallsson, lögmaður Starfsmannaleigunnar Menn í vinnu ehf., sem fjallað var um í Kveik í gær segir miklar rangfærslur koma fram um fyrirtækið í umfjölluninni. Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri fréttaskýringarþáttarins, segir að þátturinn tali fyrir sig sjálfur. 3. október 2018 20:00
Fullyrða að hótelstarfsmaðurinn hafi verið með 615 þúsund í mánaðarlaun Northstar Apartments hafnar fréttaflutningi um að fyrirtækið sæti lögreglurannsókn vegna mansals, eins og kom fram í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi. 3. október 2018 15:30